Löw hrifinn af Vardy: Hann er frábær leikmaður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2016 14:45 Vardy fær ekki tækifæri í byrjunarliði Englands í kvöld. vísir/getty Joachim Löw, þjálfari heimsmeistara Þjóðverja, hefur mikið álit á Jamie Vardy, framherja Leicester City. „Ég er búinn að fylgjast með honum og hann er frábær leikmaður,“ sagði Löw um Vardy en Þýskaland og England mætast í vináttulandsleik á Ólympíuleikvanginum í Berlín í kvöld. „Við höfum rætt um hann, og reyndar fleiri, undanfarna daga. Hann er beinskeyttur leikmaður sem er alltaf að leita að glufum í vörn andstæðinganna og reyna að stinga sér aftur fyrir þær.“ Þrátt fyrir að hafa átt frábært tímabil fyrir topplið ensku úrvalsdeildarinnar þarf Vardy að sætta sig við að byrja á varamannabekknum í kvöld. Harry Kane, sem tók nýlega fram úr Vardy í baráttunni um gullskóinn í ensku úrvalsdeildinni, byrjar í framlínu Englands í kvöld. Hann er einn fjögurra Tottenham-manna í byrjunarliðinu ásamt Dele Alli, Danny Rose og Eric Dier. Löw var einnig spurður um Robert Huth, þýska miðvörðinn sem hefur spilað svo vel fyrir Leicester á tímabilinu. Huth, sem er 31 árs, hefur ekki leikið landsleik síðan 2009 en Löw segir að hann sé enn inni í myndinni hjá sér. „Ég er mjög ánægður með frammistöðu hans í vetur. Hann hefur alltaf verið frábær leikmaður og spilaði vel fyrir landsliðið. Ég veit að ég get hóað í hann ef það verða forföll hjá varnarmönnunum okkar,“ sagði Löw um Huth sem hefur skorað þrjú mörk í 30 deildarleikjum með Leicester á tímabilinu.Huth fagnar öðru tveggja marka sinna í 1-3 sigri Leicester á Man City.vísir/getty EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Fótbolti Feðgarnir slógust eftir leik Sport Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Sjá meira
Joachim Löw, þjálfari heimsmeistara Þjóðverja, hefur mikið álit á Jamie Vardy, framherja Leicester City. „Ég er búinn að fylgjast með honum og hann er frábær leikmaður,“ sagði Löw um Vardy en Þýskaland og England mætast í vináttulandsleik á Ólympíuleikvanginum í Berlín í kvöld. „Við höfum rætt um hann, og reyndar fleiri, undanfarna daga. Hann er beinskeyttur leikmaður sem er alltaf að leita að glufum í vörn andstæðinganna og reyna að stinga sér aftur fyrir þær.“ Þrátt fyrir að hafa átt frábært tímabil fyrir topplið ensku úrvalsdeildarinnar þarf Vardy að sætta sig við að byrja á varamannabekknum í kvöld. Harry Kane, sem tók nýlega fram úr Vardy í baráttunni um gullskóinn í ensku úrvalsdeildinni, byrjar í framlínu Englands í kvöld. Hann er einn fjögurra Tottenham-manna í byrjunarliðinu ásamt Dele Alli, Danny Rose og Eric Dier. Löw var einnig spurður um Robert Huth, þýska miðvörðinn sem hefur spilað svo vel fyrir Leicester á tímabilinu. Huth, sem er 31 árs, hefur ekki leikið landsleik síðan 2009 en Löw segir að hann sé enn inni í myndinni hjá sér. „Ég er mjög ánægður með frammistöðu hans í vetur. Hann hefur alltaf verið frábær leikmaður og spilaði vel fyrir landsliðið. Ég veit að ég get hóað í hann ef það verða forföll hjá varnarmönnunum okkar,“ sagði Löw um Huth sem hefur skorað þrjú mörk í 30 deildarleikjum með Leicester á tímabilinu.Huth fagnar öðru tveggja marka sinna í 1-3 sigri Leicester á Man City.vísir/getty
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Fótbolti Feðgarnir slógust eftir leik Sport Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Sjá meira