Algengt vandamál að stjórnvöld lofi fjármunum sem ekki séu til sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. mars 2016 12:30 „Við skulum ræða það hvar við eigum að sækja þessa peninga. Mér vitanlega er ekki auðvelt að spara átta þúsund milljónir í félagmálaráðuneytinu." vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir það algengt vandamál að stjórnvöld lofi fjármunum sem ekki séu til. Mikilvægt sé að þau sýni ábyrgð í fjármálum og þannig fylgi lögum um opinber fjármál. Tilefni orða Guðlaugs eru loforð félagsmálaráðherra um lengra fæðingarorlof og hærri greiðslur, sem kæmu til með að kosta ríkissjóð átta milljarða króna. Loforðin séu innistæðulaus enda hafi ráðherrann ekki sparað þessa milljarða. „Við skulum ræða það hvar við eigum að sækja þessa peninga. Mér vitanlega er ekki auðvelt að spara átta þúsund milljónir í félagmálaráðuneytinu. Eins og staðan er núna er ríkisstjórnin að vinna að því, sem ég held að sé mjög skynsamlegt, að einfalda lífeyriskerfið og sömuleiðis að þá styrkja þá sem minnst hafa þar. Það mun kosta peninga,“ segir Guðlaugur. Þá sé aldurssamsetning þjóðarinnar að breytast. „Við erum að sjá það að þeir sem eru 67 ára og eldri þeim mun fjölga um fimmtíu prósent á næstu tíu árum. Sem þýðir það að við erum að sjá breytta aldurssamsetningu sem mun kalla á aukin framlög og verkefni á heilbrigðisþjónustu, og að vísu á fleiri sviðum.“ Tillögur félagsmálaráðherra, Eyglóar Harðardóttur, snúa að því að hámarksgreiðslur foreldris úr fæðingarorofssjóði verði 600 þúsund krónur á mánuði og að tekjur allt að 300 þúsund krónum á mánuði skerðist ekki, líkt og nú er. Hún hyggst leggja fram frumvarp þess efnis á næstunni. Guðlaugur segir það hafa verið vandamál í áratugi að ráðherrar lofi peningum sem ekki séu til. Því þufi að breyta. „Það eru lög hér í landinu um opinber fjármál. Við ætlum og lofuðum því og það er í lögum að við ætlum að horfa í lengri tíma, við ætlum að hafa haga í ríkisfjármálum. Af hverju ætlum við að gera það? Vegna þess að við getum ekki bætt lífskjör til lengri tíma nema við vinnum með þessum hætti,“ segir Guðlaugur.Guðlaugur ræddi málið í Bítinu í morgun en hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Fæðingarorlof: Hámarksgreiðslur foreldris verði hækkaðar, orlof lengt og leikskóladvöl tryggð Starfshópur um framtíðarstefnu í fæðingarorlofsmálum skilaði skýrslu til félags- og húsnæðismálaráðherra í dag. 11. mars 2016 16:43 Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir það algengt vandamál að stjórnvöld lofi fjármunum sem ekki séu til. Mikilvægt sé að þau sýni ábyrgð í fjármálum og þannig fylgi lögum um opinber fjármál. Tilefni orða Guðlaugs eru loforð félagsmálaráðherra um lengra fæðingarorlof og hærri greiðslur, sem kæmu til með að kosta ríkissjóð átta milljarða króna. Loforðin séu innistæðulaus enda hafi ráðherrann ekki sparað þessa milljarða. „Við skulum ræða það hvar við eigum að sækja þessa peninga. Mér vitanlega er ekki auðvelt að spara átta þúsund milljónir í félagmálaráðuneytinu. Eins og staðan er núna er ríkisstjórnin að vinna að því, sem ég held að sé mjög skynsamlegt, að einfalda lífeyriskerfið og sömuleiðis að þá styrkja þá sem minnst hafa þar. Það mun kosta peninga,“ segir Guðlaugur. Þá sé aldurssamsetning þjóðarinnar að breytast. „Við erum að sjá það að þeir sem eru 67 ára og eldri þeim mun fjölga um fimmtíu prósent á næstu tíu árum. Sem þýðir það að við erum að sjá breytta aldurssamsetningu sem mun kalla á aukin framlög og verkefni á heilbrigðisþjónustu, og að vísu á fleiri sviðum.“ Tillögur félagsmálaráðherra, Eyglóar Harðardóttur, snúa að því að hámarksgreiðslur foreldris úr fæðingarorofssjóði verði 600 þúsund krónur á mánuði og að tekjur allt að 300 þúsund krónum á mánuði skerðist ekki, líkt og nú er. Hún hyggst leggja fram frumvarp þess efnis á næstunni. Guðlaugur segir það hafa verið vandamál í áratugi að ráðherrar lofi peningum sem ekki séu til. Því þufi að breyta. „Það eru lög hér í landinu um opinber fjármál. Við ætlum og lofuðum því og það er í lögum að við ætlum að horfa í lengri tíma, við ætlum að hafa haga í ríkisfjármálum. Af hverju ætlum við að gera það? Vegna þess að við getum ekki bætt lífskjör til lengri tíma nema við vinnum með þessum hætti,“ segir Guðlaugur.Guðlaugur ræddi málið í Bítinu í morgun en hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Fæðingarorlof: Hámarksgreiðslur foreldris verði hækkaðar, orlof lengt og leikskóladvöl tryggð Starfshópur um framtíðarstefnu í fæðingarorlofsmálum skilaði skýrslu til félags- og húsnæðismálaráðherra í dag. 11. mars 2016 16:43 Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Fæðingarorlof: Hámarksgreiðslur foreldris verði hækkaðar, orlof lengt og leikskóladvöl tryggð Starfshópur um framtíðarstefnu í fæðingarorlofsmálum skilaði skýrslu til félags- og húsnæðismálaráðherra í dag. 11. mars 2016 16:43