Panamaskjölin: Ekkert verið rannsakað vegna Mossack Fonseca Birta Svavarsdóttir skrifar 15. ágúst 2016 20:08 Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Fréttablaðið/Ernir Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir héraðssaksóknara ekki hafa hafið almenna rannsókn á uppruna fjár í aflandsfélögum. Þetta kemur fram í svari Ólafar við fyrirspurn frá Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Pírata, um rannsókn á aflandsfélögum.Fyrirspurn Birgittu hljóðar svo:1. Hefur verið stofnað til rannsóknar, af hálfu íslenskra yfirvalda, þ.e. lögreglu eða skattyfirvalda, á uppruna fjár í aflandsfélögum? Ef svo er, hefur verið leitað liðsinnis erlendra eða alþjóðlegra aðila á borð við Europol og Interpol við slíka rannsókn? 2. Telur ráðherra ástæðu til að veita viðeigandi yfirvöldum fullnægjandi fjármagn til slíkrar rannsóknar Segir í svari Ólafar að ráðuneytið hafi óskað eftir umsögn héraðssaksóknara, sem hafi tekið við öllum ókláruðum málum frá embætti sérstaks saksóknara þegar embættið var lagt niður 31. desember 2015. Í nokkrum þeirra mála, svokölluðum hrunmálum, hafa aflandsfélög komið við sögu og þar með talið uppruni fjár í félögum. Í þeim málum hafi sérstakur saksóknari notast við aðstoð Europol í nokkrum tilfellum, en ekki hafi verið óskað eftir aðstoð Interpol. „Varðandi svokölluð Panamaskjöl og umræðu um aflandsfélög tengd gagnaleika frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca í Panama, skal áréttað að héraðssaksóknari hefur ekki hafið almenna rannsókn á uppruna fjár í aflandsfélögum.“ Innanríkisráðherra segist að lokum ekki hafa upplýsingar um það hvort önnur stjórnvöld utan innanríkisráðuneytis, til dæmis skattyfirvöld, hafi stofnað til rannsóknar varðandi uppruna fjár í aflandsfélögum. Ennfremur segir ráðherra mikilvægt að veita viðeigandi yfirvöldum fullnægjandi fjármagn til rannsóknar, ef rökstuddur grunur er til þess að ætla að brot hafi verið framin.Hér má sjá svar innanríkisráðherra í heild sinni. Tengdar fréttir Stór hluti Panamaskjalanna gerður aðgengilegur almenningi í dag Hver sem er getur flett upp úr stórum hluta Panamaskjalanna á sértilhönnuðu vefsvæði ICIJ. 9. maí 2016 16:30 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir héraðssaksóknara ekki hafa hafið almenna rannsókn á uppruna fjár í aflandsfélögum. Þetta kemur fram í svari Ólafar við fyrirspurn frá Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Pírata, um rannsókn á aflandsfélögum.Fyrirspurn Birgittu hljóðar svo:1. Hefur verið stofnað til rannsóknar, af hálfu íslenskra yfirvalda, þ.e. lögreglu eða skattyfirvalda, á uppruna fjár í aflandsfélögum? Ef svo er, hefur verið leitað liðsinnis erlendra eða alþjóðlegra aðila á borð við Europol og Interpol við slíka rannsókn? 2. Telur ráðherra ástæðu til að veita viðeigandi yfirvöldum fullnægjandi fjármagn til slíkrar rannsóknar Segir í svari Ólafar að ráðuneytið hafi óskað eftir umsögn héraðssaksóknara, sem hafi tekið við öllum ókláruðum málum frá embætti sérstaks saksóknara þegar embættið var lagt niður 31. desember 2015. Í nokkrum þeirra mála, svokölluðum hrunmálum, hafa aflandsfélög komið við sögu og þar með talið uppruni fjár í félögum. Í þeim málum hafi sérstakur saksóknari notast við aðstoð Europol í nokkrum tilfellum, en ekki hafi verið óskað eftir aðstoð Interpol. „Varðandi svokölluð Panamaskjöl og umræðu um aflandsfélög tengd gagnaleika frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca í Panama, skal áréttað að héraðssaksóknari hefur ekki hafið almenna rannsókn á uppruna fjár í aflandsfélögum.“ Innanríkisráðherra segist að lokum ekki hafa upplýsingar um það hvort önnur stjórnvöld utan innanríkisráðuneytis, til dæmis skattyfirvöld, hafi stofnað til rannsóknar varðandi uppruna fjár í aflandsfélögum. Ennfremur segir ráðherra mikilvægt að veita viðeigandi yfirvöldum fullnægjandi fjármagn til rannsóknar, ef rökstuddur grunur er til þess að ætla að brot hafi verið framin.Hér má sjá svar innanríkisráðherra í heild sinni.
Tengdar fréttir Stór hluti Panamaskjalanna gerður aðgengilegur almenningi í dag Hver sem er getur flett upp úr stórum hluta Panamaskjalanna á sértilhönnuðu vefsvæði ICIJ. 9. maí 2016 16:30 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Stór hluti Panamaskjalanna gerður aðgengilegur almenningi í dag Hver sem er getur flett upp úr stórum hluta Panamaskjalanna á sértilhönnuðu vefsvæði ICIJ. 9. maí 2016 16:30