Langtímaspáin nær nú til aðfangadags Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2016 10:28 Langtímaspá norska veðurvefsins Yr.no nær nú til aðfangadags. Vísir/Vilhelm Ef marka má langtímaspá norska veðurvefsins Yr.no verður heiðskírt og 10 stiga frost í Reykjavík klukkan sex á aðfangadag. Langtímaspá veðurvefsins nær níu daga fram í tímann en þess ber að geta að slíkar langtímaspár eru ekki áreiðanlegar. Þetta er því skoðað fyrir forvitnisakir en þeir sem hyggja á ferðalög yfir hátíðirnar ættu að fylgjast vel með veðurspám dagana fyrir brottför. Líkt og fyrr segir verður heiðskírt og 10 stiga frost klukkan sex á aðfangadag í Reykjavík samkvæmt þessari spá og búist við hægri breytilegri átt. Yfir daginn verður svipað veður en dagana á undan, Þorláksmessu og fimmtudaginn 22. desember verður svipað veður.Á Ísafirði verður sex stiga frost, hæg norðan átt og snjókoma klukkan sex á aðfangadag samkvæmt spá norska veðurvefsins. Veðrið verður mjög svipað yfir daginn og dagana á undan.Á Akureyri verður 11 stiga frost, hálf skýjað og hæg suðsuðvestanátt. Dagana á undan verður einnig hæg suðlæg átt og kuldi en eitthvað gæti snjóað á fimmtudeginum 22. desember.Á Egilsstöðum verður tíu stiga frost, hálfskýjað og hæg suðlæg átt klukkan sex á aðfangadag. Spáin breytist hratt fyrir Egilsstaði á norska veðurvefnum því í gær var spáð hita við frostmark og rigningu á Þorláksmessu en nú er spáð heiðskíru og 5 til 8 stiga frosti.Á Selfossi verður frost í kringum sjö gráður, heiðskírt og hæg norðan átt klukkan sex á aðfangadag. Búast má við svipuðu veðri dagana á undan ef marka má langtímaspá norska veðurvefsins.Á vef Veðurstofu Íslands birtist í morgun hugleiðing veðurfræðings sem segir að það muni blása hraustlega af suðaustri í dag og rignir víðast hvar á sunnan- og vestanverðu landinu fram eftir degi en heldur hægari vindur og úrkomulítið norðaustantil. Í fyrramálið gengur lægðarmiðja nær landinu og ber með sér hvassa suðvestanátt. Þá gæti vindur orðið byljóttur til dæmis á Norðurlandi, en einnig kólnar og því ekki ólíklegt að síðdegis á morgun verði vart við éljagang um landið vestanvert.Annars lítur langtímaspá Veðurstofu Íslands, sem nær til miðvikudagsins 21. desember, svona út:Á laugardag:Hæg suðlæg átt og þurrt framan af degi. Gengur í sunnan 5-13 síðdegis með rigningu og súld, einkum á sunnanverðu landinu. Hlýnandi veður, hiti 3 til 9 stig undir kvöld, mildast við suðurströndina.Á sunnudag:Áframhaldandi sunnanátt, víða rigning og milt veður. Snýst í suðvestan 8-15 vestan til síðdegis með slyddu, en éljum um kvöldið. Kólnandi veður.Á mánudag:Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og él, en léttskýjað um landið norðaustanvert. Hiti um eða rétt yfir frostmarki.Á þriðjudag:Ákveðin suðlæg og síðar breytileg átt. Rigning eða slydda á láglendi, annars snjókoma. Úrkomumest á suðurhelmingi landsins. Hiti 0 til 6 stig.Á miðvikudag:Breytileg vindátt og snjókoma eða él í flestum landshlutum. Hiti um frostmark við suður- og austurströndina, annars frost 0 til 5 stig. Veður Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Sjá meira
Ef marka má langtímaspá norska veðurvefsins Yr.no verður heiðskírt og 10 stiga frost í Reykjavík klukkan sex á aðfangadag. Langtímaspá veðurvefsins nær níu daga fram í tímann en þess ber að geta að slíkar langtímaspár eru ekki áreiðanlegar. Þetta er því skoðað fyrir forvitnisakir en þeir sem hyggja á ferðalög yfir hátíðirnar ættu að fylgjast vel með veðurspám dagana fyrir brottför. Líkt og fyrr segir verður heiðskírt og 10 stiga frost klukkan sex á aðfangadag í Reykjavík samkvæmt þessari spá og búist við hægri breytilegri átt. Yfir daginn verður svipað veður en dagana á undan, Þorláksmessu og fimmtudaginn 22. desember verður svipað veður.Á Ísafirði verður sex stiga frost, hæg norðan átt og snjókoma klukkan sex á aðfangadag samkvæmt spá norska veðurvefsins. Veðrið verður mjög svipað yfir daginn og dagana á undan.Á Akureyri verður 11 stiga frost, hálf skýjað og hæg suðsuðvestanátt. Dagana á undan verður einnig hæg suðlæg átt og kuldi en eitthvað gæti snjóað á fimmtudeginum 22. desember.Á Egilsstöðum verður tíu stiga frost, hálfskýjað og hæg suðlæg átt klukkan sex á aðfangadag. Spáin breytist hratt fyrir Egilsstaði á norska veðurvefnum því í gær var spáð hita við frostmark og rigningu á Þorláksmessu en nú er spáð heiðskíru og 5 til 8 stiga frosti.Á Selfossi verður frost í kringum sjö gráður, heiðskírt og hæg norðan átt klukkan sex á aðfangadag. Búast má við svipuðu veðri dagana á undan ef marka má langtímaspá norska veðurvefsins.Á vef Veðurstofu Íslands birtist í morgun hugleiðing veðurfræðings sem segir að það muni blása hraustlega af suðaustri í dag og rignir víðast hvar á sunnan- og vestanverðu landinu fram eftir degi en heldur hægari vindur og úrkomulítið norðaustantil. Í fyrramálið gengur lægðarmiðja nær landinu og ber með sér hvassa suðvestanátt. Þá gæti vindur orðið byljóttur til dæmis á Norðurlandi, en einnig kólnar og því ekki ólíklegt að síðdegis á morgun verði vart við éljagang um landið vestanvert.Annars lítur langtímaspá Veðurstofu Íslands, sem nær til miðvikudagsins 21. desember, svona út:Á laugardag:Hæg suðlæg átt og þurrt framan af degi. Gengur í sunnan 5-13 síðdegis með rigningu og súld, einkum á sunnanverðu landinu. Hlýnandi veður, hiti 3 til 9 stig undir kvöld, mildast við suðurströndina.Á sunnudag:Áframhaldandi sunnanátt, víða rigning og milt veður. Snýst í suðvestan 8-15 vestan til síðdegis með slyddu, en éljum um kvöldið. Kólnandi veður.Á mánudag:Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og él, en léttskýjað um landið norðaustanvert. Hiti um eða rétt yfir frostmarki.Á þriðjudag:Ákveðin suðlæg og síðar breytileg átt. Rigning eða slydda á láglendi, annars snjókoma. Úrkomumest á suðurhelmingi landsins. Hiti 0 til 6 stig.Á miðvikudag:Breytileg vindátt og snjókoma eða él í flestum landshlutum. Hiti um frostmark við suður- og austurströndina, annars frost 0 til 5 stig.
Veður Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Sjá meira