Hinn látni var Kínverji um fertugt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2016 15:11 Stuðlabergið í Reynisfjöru er vinstra megin á myndinni. Mikill munur er á flóði og fjöru hve langt sjórinn nær að berginu. Vísir Ferðamaðurinn sem lét lífið í Reynisfjöru í morgun var Kínverji um fertugt. Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig hann var í stuðlaberginu í Reynisfjöru þegar stór alda, svokallað ólag, sló honum í bergið. Talið var líklegt að hann hefði rotast við höggið og í kjölfarið sogast með sjónum frá landi. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir ólíklegt að hann hafi rotast en stór alda hafi líklega náð til hans í stuðlaberginu. Maðurinn var kominn nokkur hundruð metra frá landi þegar björgunarmenn náðu til hans. Var hann enn með bakpokann á sér þegar hann var veiddur upp úr sjónum. Veður var nokkuð gott í fjörunni í morgun og lítið brim. Er það til marks um hættuna við bert Atlantshafið þegar ein alda, stærri en hinar, getur náð til ferðamanna með skelfilegum afleiðingum. Maðurinn var á ferð með konu sinni en vitni urðu að því þegar maðurinn barst á haf út. Sveinn Kristján sagði við Vísi í morgun að þeir sem myndu óska eftir því yrði boðin áfallahjáp. Rannsókn lögreglu á slysinu stendur yfir og stendur skýrslutaka á vitnum yfir. Síðast varð banaslys í Reynisfjöru árið 2007 en fólk hefur reglulega verið hætt komið í fjörunni undanfarin ár. Fjölmargir hafa kallað eftir auknu eftirliti eða frekari merkingum í fjörunni. Þar er nú að finna upplýsingaskilti með aðvörunartexta á nokkrum tungumálum. Um er að ræða stíginn sem liggur frá bílaplaninu og niður í fjöru og flestir fararstjórar fara með fólk sitt um. Bílaplanið er afmarkað með grjóti en dæmi eru um að fólk gangi ekki stíginn heldur vaði beint niður í fjöru og sjái þar af leiðandi ekki skiltið.Uppfært klukkan 16:15Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að þó nokkur vitni hefðu orðið að slysinu. Þau munu hins vegar aðeins hafa verið tvö. Tengdar fréttir Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 „Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Sjá meira
Ferðamaðurinn sem lét lífið í Reynisfjöru í morgun var Kínverji um fertugt. Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig hann var í stuðlaberginu í Reynisfjöru þegar stór alda, svokallað ólag, sló honum í bergið. Talið var líklegt að hann hefði rotast við höggið og í kjölfarið sogast með sjónum frá landi. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir ólíklegt að hann hafi rotast en stór alda hafi líklega náð til hans í stuðlaberginu. Maðurinn var kominn nokkur hundruð metra frá landi þegar björgunarmenn náðu til hans. Var hann enn með bakpokann á sér þegar hann var veiddur upp úr sjónum. Veður var nokkuð gott í fjörunni í morgun og lítið brim. Er það til marks um hættuna við bert Atlantshafið þegar ein alda, stærri en hinar, getur náð til ferðamanna með skelfilegum afleiðingum. Maðurinn var á ferð með konu sinni en vitni urðu að því þegar maðurinn barst á haf út. Sveinn Kristján sagði við Vísi í morgun að þeir sem myndu óska eftir því yrði boðin áfallahjáp. Rannsókn lögreglu á slysinu stendur yfir og stendur skýrslutaka á vitnum yfir. Síðast varð banaslys í Reynisfjöru árið 2007 en fólk hefur reglulega verið hætt komið í fjörunni undanfarin ár. Fjölmargir hafa kallað eftir auknu eftirliti eða frekari merkingum í fjörunni. Þar er nú að finna upplýsingaskilti með aðvörunartexta á nokkrum tungumálum. Um er að ræða stíginn sem liggur frá bílaplaninu og niður í fjöru og flestir fararstjórar fara með fólk sitt um. Bílaplanið er afmarkað með grjóti en dæmi eru um að fólk gangi ekki stíginn heldur vaði beint niður í fjöru og sjái þar af leiðandi ekki skiltið.Uppfært klukkan 16:15Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að þó nokkur vitni hefðu orðið að slysinu. Þau munu hins vegar aðeins hafa verið tvö.
Tengdar fréttir Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 „Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Sjá meira
Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05
„Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48