Alda Hrönn stígur til hliðar vegna ásakana um að hafa misbeitt valdi sínu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. október 2016 17:20 Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Pjetur Lúðvík Bergvinsson héraðsdómslögmaður er settur héraðssaksóknari í máli sem varðar ásakanir á hendur Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, aðllögfræðings lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hún er sökuð um að hafa misbeitt lögregluvaldi við rannsókn á LÖKE-málinu svokallaða. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að Alda Hrönn hafi stigið til hliðar frá verkum sínum hjá embættinu vegna málsins en í yfirlýsingu sem Alda Hrönn sendi frá sér nú síðdegis hafnar hún ásökunum í málinu. Lúðvík vill ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi að öðru leyti en því að rannsókn þess sé hafin og að engir starfsmenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu komi að rannsókn þess. Settur ríkissaksóknari í málinu er Bogi Nilsson fyrrverandi ríkissaksóknari en bæði Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og Sigríður J. Friðjónsdóttir lýstu sig vanhæf til að fara með rannsókn þess.Var sakfelldur fyrir brot á þagnarskyldu en ekki gerð refsingTveir sakborningar í LÖKE-málinu, fyrrverandi starfsmaður NOVA og lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson, kærðu Öldu Hrönn fyrir rangar sakargiftir og meint brot hennar í starfi þegar málið var til rannsóknar en Alda Hrönn gegndi þá stöðu yfirlögfræðings lögreglunnar á Suðurnesjum sem fór með rannsókn málsins. Í Hæstarétti var Gunnar sakfelldur fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara en honum var hins vegar ekki gerð refsing.Vísir fjallaði ítarlega um kærur tvímenninganna en nánar má lesa um þær hér.Finnst hart að sæta rannsókn fyrir að sinna starfsskyldum sínum Í yfirlýsingu sinni til fjölmiðla í dag segir Alda Hrönn að henni þyki hart að sæta rannsókn fyrir það eitt að sinna starfi sínu í samræmi við starfsskyldur. Þá kveðst hún vona að rannsókninni ljúki hið fyrsta, hún segist trúa því staðfastlega að hún muni leiða hið sanna í ljós og hreinsa hana af öllum ásökunum. Yfirlýsingu Öldu Hrannar má lesa í heild sinni hér að neðan:Í ljósi þess að settur héraðssaksóknari hefur ákveðið að hefja rannsókn á aðkomu minni að máli lögreglumanns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og tveggja annarra aðila á meðan ég gegndi stöðu yfirlögfræðings hjá lögreglunni á Suðurnesjum, vil ég taka eftirfarandi fram:Ég vísa alfarið á bug þeim ásökunum sem eru tilefni rannsóknarinnar. Sú aðkoma sem ég hafði að umræddu máli féll undir starfsskyldur mínar í mínu fyrra starfi. Rannsóknir á ætluðum brotum lögreglumanna í starfi voru á þessum tíma, lögum samkvæmt, á forræði Ríkissaksóknara og það var einnig í þessu máli. Embætti Ríkissaksóknara óskaði eftir aðstoð embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum við meðferð málsins og það voru lögreglumenn þess embættis sem önnuðust rannsóknina. Ég kom eingöngu að umræddu máli sem löglærður fulltrúi. Rannsókn málsins leiddi til þess að embætti Ríkissaksóknara höfðaði sakamál á hendur lögreglumanninum sem lauk með því að Hæstiréttur Íslands sakfelldi hann fyrir brot í starfi.Lögbundin þagnarskylda kemur í veg fyrir að ég geti tjáð mig frekar um efnisatriði málsins. Ég get hins vegar upplýst að ég rækti starfsskyldur mínar af fyllstu fagmennsku og í samræmi við meðferð slíkra mála.Ég hef skilning á að fólk leiti réttar síns finnist því á sér brotið. Á hinn bóginn þykir mér hart að sæta rannsókn fyrir það eitt að sinna starfi mínu í samræmi við starfsskyldur mínar.Ég vona að rannsókn þessari ljúki hið fyrsta og trúi staðfastlega að hún muni leiða hið sanna í ljós og hreinsa mig af öllum ásökunum. Tengdar fréttir Gunnar Scheving sakfelldur fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu Hæstiréttur hefur sakfellt lögreglumanninn Gunnar Scheving Thorsteinsson fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði til upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara. 14. janúar 2016 16:58 Sakborningar í LÖKE-málinu hafa kært Öldu Hrönn Tveir sakborningar í Löke-málinu hafa lagt fram kæru á hendur Öldu Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðing lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir meint brot í starfi. 14. apríl 2016 22:13 Krefjast þess að Alda Hrönn verði dæmd og svipt embætti sínu Tveir sakborningar í LÖKE málinu saka aðallögfræðing LSH um brot í starfi, ærumeiðandi aðdróttanir, rangar sakargiftir og dreifingu hefndarkláms. 18. apríl 2016 22:27 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Lúðvík Bergvinsson héraðsdómslögmaður er settur héraðssaksóknari í máli sem varðar ásakanir á hendur Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, aðllögfræðings lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hún er sökuð um að hafa misbeitt lögregluvaldi við rannsókn á LÖKE-málinu svokallaða. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að Alda Hrönn hafi stigið til hliðar frá verkum sínum hjá embættinu vegna málsins en í yfirlýsingu sem Alda Hrönn sendi frá sér nú síðdegis hafnar hún ásökunum í málinu. Lúðvík vill ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi að öðru leyti en því að rannsókn þess sé hafin og að engir starfsmenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu komi að rannsókn þess. Settur ríkissaksóknari í málinu er Bogi Nilsson fyrrverandi ríkissaksóknari en bæði Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og Sigríður J. Friðjónsdóttir lýstu sig vanhæf til að fara með rannsókn þess.Var sakfelldur fyrir brot á þagnarskyldu en ekki gerð refsingTveir sakborningar í LÖKE-málinu, fyrrverandi starfsmaður NOVA og lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson, kærðu Öldu Hrönn fyrir rangar sakargiftir og meint brot hennar í starfi þegar málið var til rannsóknar en Alda Hrönn gegndi þá stöðu yfirlögfræðings lögreglunnar á Suðurnesjum sem fór með rannsókn málsins. Í Hæstarétti var Gunnar sakfelldur fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara en honum var hins vegar ekki gerð refsing.Vísir fjallaði ítarlega um kærur tvímenninganna en nánar má lesa um þær hér.Finnst hart að sæta rannsókn fyrir að sinna starfsskyldum sínum Í yfirlýsingu sinni til fjölmiðla í dag segir Alda Hrönn að henni þyki hart að sæta rannsókn fyrir það eitt að sinna starfi sínu í samræmi við starfsskyldur. Þá kveðst hún vona að rannsókninni ljúki hið fyrsta, hún segist trúa því staðfastlega að hún muni leiða hið sanna í ljós og hreinsa hana af öllum ásökunum. Yfirlýsingu Öldu Hrannar má lesa í heild sinni hér að neðan:Í ljósi þess að settur héraðssaksóknari hefur ákveðið að hefja rannsókn á aðkomu minni að máli lögreglumanns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og tveggja annarra aðila á meðan ég gegndi stöðu yfirlögfræðings hjá lögreglunni á Suðurnesjum, vil ég taka eftirfarandi fram:Ég vísa alfarið á bug þeim ásökunum sem eru tilefni rannsóknarinnar. Sú aðkoma sem ég hafði að umræddu máli féll undir starfsskyldur mínar í mínu fyrra starfi. Rannsóknir á ætluðum brotum lögreglumanna í starfi voru á þessum tíma, lögum samkvæmt, á forræði Ríkissaksóknara og það var einnig í þessu máli. Embætti Ríkissaksóknara óskaði eftir aðstoð embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum við meðferð málsins og það voru lögreglumenn þess embættis sem önnuðust rannsóknina. Ég kom eingöngu að umræddu máli sem löglærður fulltrúi. Rannsókn málsins leiddi til þess að embætti Ríkissaksóknara höfðaði sakamál á hendur lögreglumanninum sem lauk með því að Hæstiréttur Íslands sakfelldi hann fyrir brot í starfi.Lögbundin þagnarskylda kemur í veg fyrir að ég geti tjáð mig frekar um efnisatriði málsins. Ég get hins vegar upplýst að ég rækti starfsskyldur mínar af fyllstu fagmennsku og í samræmi við meðferð slíkra mála.Ég hef skilning á að fólk leiti réttar síns finnist því á sér brotið. Á hinn bóginn þykir mér hart að sæta rannsókn fyrir það eitt að sinna starfi mínu í samræmi við starfsskyldur mínar.Ég vona að rannsókn þessari ljúki hið fyrsta og trúi staðfastlega að hún muni leiða hið sanna í ljós og hreinsa mig af öllum ásökunum.
Tengdar fréttir Gunnar Scheving sakfelldur fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu Hæstiréttur hefur sakfellt lögreglumanninn Gunnar Scheving Thorsteinsson fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði til upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara. 14. janúar 2016 16:58 Sakborningar í LÖKE-málinu hafa kært Öldu Hrönn Tveir sakborningar í Löke-málinu hafa lagt fram kæru á hendur Öldu Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðing lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir meint brot í starfi. 14. apríl 2016 22:13 Krefjast þess að Alda Hrönn verði dæmd og svipt embætti sínu Tveir sakborningar í LÖKE málinu saka aðallögfræðing LSH um brot í starfi, ærumeiðandi aðdróttanir, rangar sakargiftir og dreifingu hefndarkláms. 18. apríl 2016 22:27 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Gunnar Scheving sakfelldur fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu Hæstiréttur hefur sakfellt lögreglumanninn Gunnar Scheving Thorsteinsson fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði til upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara. 14. janúar 2016 16:58
Sakborningar í LÖKE-málinu hafa kært Öldu Hrönn Tveir sakborningar í Löke-málinu hafa lagt fram kæru á hendur Öldu Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðing lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir meint brot í starfi. 14. apríl 2016 22:13
Krefjast þess að Alda Hrönn verði dæmd og svipt embætti sínu Tveir sakborningar í LÖKE málinu saka aðallögfræðing LSH um brot í starfi, ærumeiðandi aðdróttanir, rangar sakargiftir og dreifingu hefndarkláms. 18. apríl 2016 22:27