Alda Hrönn stígur til hliðar vegna ásakana um að hafa misbeitt valdi sínu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. október 2016 17:20 Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Pjetur Lúðvík Bergvinsson héraðsdómslögmaður er settur héraðssaksóknari í máli sem varðar ásakanir á hendur Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, aðllögfræðings lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hún er sökuð um að hafa misbeitt lögregluvaldi við rannsókn á LÖKE-málinu svokallaða. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að Alda Hrönn hafi stigið til hliðar frá verkum sínum hjá embættinu vegna málsins en í yfirlýsingu sem Alda Hrönn sendi frá sér nú síðdegis hafnar hún ásökunum í málinu. Lúðvík vill ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi að öðru leyti en því að rannsókn þess sé hafin og að engir starfsmenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu komi að rannsókn þess. Settur ríkissaksóknari í málinu er Bogi Nilsson fyrrverandi ríkissaksóknari en bæði Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og Sigríður J. Friðjónsdóttir lýstu sig vanhæf til að fara með rannsókn þess.Var sakfelldur fyrir brot á þagnarskyldu en ekki gerð refsingTveir sakborningar í LÖKE-málinu, fyrrverandi starfsmaður NOVA og lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson, kærðu Öldu Hrönn fyrir rangar sakargiftir og meint brot hennar í starfi þegar málið var til rannsóknar en Alda Hrönn gegndi þá stöðu yfirlögfræðings lögreglunnar á Suðurnesjum sem fór með rannsókn málsins. Í Hæstarétti var Gunnar sakfelldur fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara en honum var hins vegar ekki gerð refsing.Vísir fjallaði ítarlega um kærur tvímenninganna en nánar má lesa um þær hér.Finnst hart að sæta rannsókn fyrir að sinna starfsskyldum sínum Í yfirlýsingu sinni til fjölmiðla í dag segir Alda Hrönn að henni þyki hart að sæta rannsókn fyrir það eitt að sinna starfi sínu í samræmi við starfsskyldur. Þá kveðst hún vona að rannsókninni ljúki hið fyrsta, hún segist trúa því staðfastlega að hún muni leiða hið sanna í ljós og hreinsa hana af öllum ásökunum. Yfirlýsingu Öldu Hrannar má lesa í heild sinni hér að neðan:Í ljósi þess að settur héraðssaksóknari hefur ákveðið að hefja rannsókn á aðkomu minni að máli lögreglumanns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og tveggja annarra aðila á meðan ég gegndi stöðu yfirlögfræðings hjá lögreglunni á Suðurnesjum, vil ég taka eftirfarandi fram:Ég vísa alfarið á bug þeim ásökunum sem eru tilefni rannsóknarinnar. Sú aðkoma sem ég hafði að umræddu máli féll undir starfsskyldur mínar í mínu fyrra starfi. Rannsóknir á ætluðum brotum lögreglumanna í starfi voru á þessum tíma, lögum samkvæmt, á forræði Ríkissaksóknara og það var einnig í þessu máli. Embætti Ríkissaksóknara óskaði eftir aðstoð embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum við meðferð málsins og það voru lögreglumenn þess embættis sem önnuðust rannsóknina. Ég kom eingöngu að umræddu máli sem löglærður fulltrúi. Rannsókn málsins leiddi til þess að embætti Ríkissaksóknara höfðaði sakamál á hendur lögreglumanninum sem lauk með því að Hæstiréttur Íslands sakfelldi hann fyrir brot í starfi.Lögbundin þagnarskylda kemur í veg fyrir að ég geti tjáð mig frekar um efnisatriði málsins. Ég get hins vegar upplýst að ég rækti starfsskyldur mínar af fyllstu fagmennsku og í samræmi við meðferð slíkra mála.Ég hef skilning á að fólk leiti réttar síns finnist því á sér brotið. Á hinn bóginn þykir mér hart að sæta rannsókn fyrir það eitt að sinna starfi mínu í samræmi við starfsskyldur mínar.Ég vona að rannsókn þessari ljúki hið fyrsta og trúi staðfastlega að hún muni leiða hið sanna í ljós og hreinsa mig af öllum ásökunum. Tengdar fréttir Gunnar Scheving sakfelldur fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu Hæstiréttur hefur sakfellt lögreglumanninn Gunnar Scheving Thorsteinsson fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði til upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara. 14. janúar 2016 16:58 Sakborningar í LÖKE-málinu hafa kært Öldu Hrönn Tveir sakborningar í Löke-málinu hafa lagt fram kæru á hendur Öldu Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðing lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir meint brot í starfi. 14. apríl 2016 22:13 Krefjast þess að Alda Hrönn verði dæmd og svipt embætti sínu Tveir sakborningar í LÖKE málinu saka aðallögfræðing LSH um brot í starfi, ærumeiðandi aðdróttanir, rangar sakargiftir og dreifingu hefndarkláms. 18. apríl 2016 22:27 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Lúðvík Bergvinsson héraðsdómslögmaður er settur héraðssaksóknari í máli sem varðar ásakanir á hendur Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, aðllögfræðings lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hún er sökuð um að hafa misbeitt lögregluvaldi við rannsókn á LÖKE-málinu svokallaða. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að Alda Hrönn hafi stigið til hliðar frá verkum sínum hjá embættinu vegna málsins en í yfirlýsingu sem Alda Hrönn sendi frá sér nú síðdegis hafnar hún ásökunum í málinu. Lúðvík vill ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi að öðru leyti en því að rannsókn þess sé hafin og að engir starfsmenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu komi að rannsókn þess. Settur ríkissaksóknari í málinu er Bogi Nilsson fyrrverandi ríkissaksóknari en bæði Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og Sigríður J. Friðjónsdóttir lýstu sig vanhæf til að fara með rannsókn þess.Var sakfelldur fyrir brot á þagnarskyldu en ekki gerð refsingTveir sakborningar í LÖKE-málinu, fyrrverandi starfsmaður NOVA og lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson, kærðu Öldu Hrönn fyrir rangar sakargiftir og meint brot hennar í starfi þegar málið var til rannsóknar en Alda Hrönn gegndi þá stöðu yfirlögfræðings lögreglunnar á Suðurnesjum sem fór með rannsókn málsins. Í Hæstarétti var Gunnar sakfelldur fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara en honum var hins vegar ekki gerð refsing.Vísir fjallaði ítarlega um kærur tvímenninganna en nánar má lesa um þær hér.Finnst hart að sæta rannsókn fyrir að sinna starfsskyldum sínum Í yfirlýsingu sinni til fjölmiðla í dag segir Alda Hrönn að henni þyki hart að sæta rannsókn fyrir það eitt að sinna starfi sínu í samræmi við starfsskyldur. Þá kveðst hún vona að rannsókninni ljúki hið fyrsta, hún segist trúa því staðfastlega að hún muni leiða hið sanna í ljós og hreinsa hana af öllum ásökunum. Yfirlýsingu Öldu Hrannar má lesa í heild sinni hér að neðan:Í ljósi þess að settur héraðssaksóknari hefur ákveðið að hefja rannsókn á aðkomu minni að máli lögreglumanns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og tveggja annarra aðila á meðan ég gegndi stöðu yfirlögfræðings hjá lögreglunni á Suðurnesjum, vil ég taka eftirfarandi fram:Ég vísa alfarið á bug þeim ásökunum sem eru tilefni rannsóknarinnar. Sú aðkoma sem ég hafði að umræddu máli féll undir starfsskyldur mínar í mínu fyrra starfi. Rannsóknir á ætluðum brotum lögreglumanna í starfi voru á þessum tíma, lögum samkvæmt, á forræði Ríkissaksóknara og það var einnig í þessu máli. Embætti Ríkissaksóknara óskaði eftir aðstoð embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum við meðferð málsins og það voru lögreglumenn þess embættis sem önnuðust rannsóknina. Ég kom eingöngu að umræddu máli sem löglærður fulltrúi. Rannsókn málsins leiddi til þess að embætti Ríkissaksóknara höfðaði sakamál á hendur lögreglumanninum sem lauk með því að Hæstiréttur Íslands sakfelldi hann fyrir brot í starfi.Lögbundin þagnarskylda kemur í veg fyrir að ég geti tjáð mig frekar um efnisatriði málsins. Ég get hins vegar upplýst að ég rækti starfsskyldur mínar af fyllstu fagmennsku og í samræmi við meðferð slíkra mála.Ég hef skilning á að fólk leiti réttar síns finnist því á sér brotið. Á hinn bóginn þykir mér hart að sæta rannsókn fyrir það eitt að sinna starfi mínu í samræmi við starfsskyldur mínar.Ég vona að rannsókn þessari ljúki hið fyrsta og trúi staðfastlega að hún muni leiða hið sanna í ljós og hreinsa mig af öllum ásökunum.
Tengdar fréttir Gunnar Scheving sakfelldur fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu Hæstiréttur hefur sakfellt lögreglumanninn Gunnar Scheving Thorsteinsson fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði til upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara. 14. janúar 2016 16:58 Sakborningar í LÖKE-málinu hafa kært Öldu Hrönn Tveir sakborningar í Löke-málinu hafa lagt fram kæru á hendur Öldu Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðing lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir meint brot í starfi. 14. apríl 2016 22:13 Krefjast þess að Alda Hrönn verði dæmd og svipt embætti sínu Tveir sakborningar í LÖKE málinu saka aðallögfræðing LSH um brot í starfi, ærumeiðandi aðdróttanir, rangar sakargiftir og dreifingu hefndarkláms. 18. apríl 2016 22:27 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Gunnar Scheving sakfelldur fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu Hæstiréttur hefur sakfellt lögreglumanninn Gunnar Scheving Thorsteinsson fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði til upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara. 14. janúar 2016 16:58
Sakborningar í LÖKE-málinu hafa kært Öldu Hrönn Tveir sakborningar í Löke-málinu hafa lagt fram kæru á hendur Öldu Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðing lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir meint brot í starfi. 14. apríl 2016 22:13
Krefjast þess að Alda Hrönn verði dæmd og svipt embætti sínu Tveir sakborningar í LÖKE málinu saka aðallögfræðing LSH um brot í starfi, ærumeiðandi aðdróttanir, rangar sakargiftir og dreifingu hefndarkláms. 18. apríl 2016 22:27