Margrét Gauja í framboð til varaformanns Samfylkingarinnar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 30. maí 2016 13:52 Margrét Gauja Magnúsdóttir. VÍSIR/HEIÐA Margrét Gauja Magnúsdóttir, kennari og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem varaformaður Samfylkingarinnar. Margrét Gauja var varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi á árunum 2013-2015. „Um helgina verður haldinn langþráður landsfundur þar sem við fáum tækifæri til að koma saman og ræða málin og af nógu er að taka. Við fáum einnig tækifæri til að velja fólk í stjórnir og embætti flokksins. Nú eru fjórir góðir frambjóðendur að bjóða sig fram til formanns og hef ég ákveðið að gefa kost á mér til embættis varaformanns flokksins,“ skrifar Margrét Gauja á bloggsíðu sína. Hún hefur verið dugleg að blogga hjá Pressunni að undanförnu og lætur sig þar varða hin ýmsu málefni. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður flokksins, segir skilið við pólitíkina eftir næstu kosningar.VísirKatrín Júlíusdóttir gegnir stöðu varaformanns Samfylkingarinnar nú en hún tilkynnti í vetur að hún hyggðist kveðja pólitíkina. Nú þegar hefur Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, gefið kost á sér til embættis varaformanns. Margrét Gauja hefur verið í tveggja ára hléi frá sveitastjórnarmálum en sem fyrr segir var hún bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Hún segir að augu sín hafi opnast eftir að hafa búið þennan tíma á Höfn í Hornafirði fyrirr því hversu mikið erindi Samfylkingarfólk á við fólkið í landinu. „..og ég vil leggja mitt lóð á þær vogarskálar að Samfylkingin verði á ný leiðandi flokkur og jafnaðarstefnan fái verðskuldaðan framgang í stjórnmálum landsins.“Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og frambjóðandi til varaformanns Samfylkingarinnar.Margrét Gauja var kennari í Garðaskóla um nokkurt skeið en hætti þar til þess að einbeita sér alfarið að pólitíkinni árið 2013. Á Höfn í Hornafirði sinnti hún störfum fyrir Fræðslunetið á Suðurlandi og við Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu. „Ég gef kost á minni reynslu, sem almennur félagsmaður, kjörinn fulltrúi í Hafnarfirði síðustu 10 ár og sem varaþingmaður. Einnig hef ég fram að færa víðtæka menntun og reynslu af starfi með ungu fólki og sérþekkingu á valdeflingu og lýðræðismenntun. Reynslan af því að búa í litlu samfélagi úti á landi sem ber öll merki þess að vera að breytast úr frumframleiðslusamfélagi í ferðamannabæ með öllu sem því fylgir hefur kennt mér margt. Ég hef einnig ágæta reynslu af því að byggja upp félag eftir fylgistap, og það er ekki gert nema með auðmýkt, virðingu, húmor og gleði.Ég hlakka til að eyða með ykkur næstu helgi og að finna að hjartað er ennþá á réttum stað. Þá eru okkur allir vegir færir,“ skrifar Margrét. Tengdar fréttir Gunnar Axel í fyrsta og Margrét Gauja í öðru Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi náði fyrsta sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 16. febrúar 2014 10:42 Á annað þúsund hafa kosið um nýjan formann Samfylkingarinnar Allsherjaratkvæðagreiðsla um nýjan formann Samfylkingarinnar hófst á laugardaginn og lýkur föstudaginn 3. júní þegar landsfundur flokksins hefst. 30. maí 2016 13:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira
Margrét Gauja Magnúsdóttir, kennari og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem varaformaður Samfylkingarinnar. Margrét Gauja var varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi á árunum 2013-2015. „Um helgina verður haldinn langþráður landsfundur þar sem við fáum tækifæri til að koma saman og ræða málin og af nógu er að taka. Við fáum einnig tækifæri til að velja fólk í stjórnir og embætti flokksins. Nú eru fjórir góðir frambjóðendur að bjóða sig fram til formanns og hef ég ákveðið að gefa kost á mér til embættis varaformanns flokksins,“ skrifar Margrét Gauja á bloggsíðu sína. Hún hefur verið dugleg að blogga hjá Pressunni að undanförnu og lætur sig þar varða hin ýmsu málefni. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður flokksins, segir skilið við pólitíkina eftir næstu kosningar.VísirKatrín Júlíusdóttir gegnir stöðu varaformanns Samfylkingarinnar nú en hún tilkynnti í vetur að hún hyggðist kveðja pólitíkina. Nú þegar hefur Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, gefið kost á sér til embættis varaformanns. Margrét Gauja hefur verið í tveggja ára hléi frá sveitastjórnarmálum en sem fyrr segir var hún bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Hún segir að augu sín hafi opnast eftir að hafa búið þennan tíma á Höfn í Hornafirði fyrirr því hversu mikið erindi Samfylkingarfólk á við fólkið í landinu. „..og ég vil leggja mitt lóð á þær vogarskálar að Samfylkingin verði á ný leiðandi flokkur og jafnaðarstefnan fái verðskuldaðan framgang í stjórnmálum landsins.“Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og frambjóðandi til varaformanns Samfylkingarinnar.Margrét Gauja var kennari í Garðaskóla um nokkurt skeið en hætti þar til þess að einbeita sér alfarið að pólitíkinni árið 2013. Á Höfn í Hornafirði sinnti hún störfum fyrir Fræðslunetið á Suðurlandi og við Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu. „Ég gef kost á minni reynslu, sem almennur félagsmaður, kjörinn fulltrúi í Hafnarfirði síðustu 10 ár og sem varaþingmaður. Einnig hef ég fram að færa víðtæka menntun og reynslu af starfi með ungu fólki og sérþekkingu á valdeflingu og lýðræðismenntun. Reynslan af því að búa í litlu samfélagi úti á landi sem ber öll merki þess að vera að breytast úr frumframleiðslusamfélagi í ferðamannabæ með öllu sem því fylgir hefur kennt mér margt. Ég hef einnig ágæta reynslu af því að byggja upp félag eftir fylgistap, og það er ekki gert nema með auðmýkt, virðingu, húmor og gleði.Ég hlakka til að eyða með ykkur næstu helgi og að finna að hjartað er ennþá á réttum stað. Þá eru okkur allir vegir færir,“ skrifar Margrét.
Tengdar fréttir Gunnar Axel í fyrsta og Margrét Gauja í öðru Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi náði fyrsta sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 16. febrúar 2014 10:42 Á annað þúsund hafa kosið um nýjan formann Samfylkingarinnar Allsherjaratkvæðagreiðsla um nýjan formann Samfylkingarinnar hófst á laugardaginn og lýkur föstudaginn 3. júní þegar landsfundur flokksins hefst. 30. maí 2016 13:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira
Gunnar Axel í fyrsta og Margrét Gauja í öðru Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi náði fyrsta sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 16. febrúar 2014 10:42
Á annað þúsund hafa kosið um nýjan formann Samfylkingarinnar Allsherjaratkvæðagreiðsla um nýjan formann Samfylkingarinnar hófst á laugardaginn og lýkur föstudaginn 3. júní þegar landsfundur flokksins hefst. 30. maí 2016 13:00