Margrét Gauja í framboð til varaformanns Samfylkingarinnar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 30. maí 2016 13:52 Margrét Gauja Magnúsdóttir. VÍSIR/HEIÐA Margrét Gauja Magnúsdóttir, kennari og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem varaformaður Samfylkingarinnar. Margrét Gauja var varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi á árunum 2013-2015. „Um helgina verður haldinn langþráður landsfundur þar sem við fáum tækifæri til að koma saman og ræða málin og af nógu er að taka. Við fáum einnig tækifæri til að velja fólk í stjórnir og embætti flokksins. Nú eru fjórir góðir frambjóðendur að bjóða sig fram til formanns og hef ég ákveðið að gefa kost á mér til embættis varaformanns flokksins,“ skrifar Margrét Gauja á bloggsíðu sína. Hún hefur verið dugleg að blogga hjá Pressunni að undanförnu og lætur sig þar varða hin ýmsu málefni. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður flokksins, segir skilið við pólitíkina eftir næstu kosningar.VísirKatrín Júlíusdóttir gegnir stöðu varaformanns Samfylkingarinnar nú en hún tilkynnti í vetur að hún hyggðist kveðja pólitíkina. Nú þegar hefur Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, gefið kost á sér til embættis varaformanns. Margrét Gauja hefur verið í tveggja ára hléi frá sveitastjórnarmálum en sem fyrr segir var hún bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Hún segir að augu sín hafi opnast eftir að hafa búið þennan tíma á Höfn í Hornafirði fyrirr því hversu mikið erindi Samfylkingarfólk á við fólkið í landinu. „..og ég vil leggja mitt lóð á þær vogarskálar að Samfylkingin verði á ný leiðandi flokkur og jafnaðarstefnan fái verðskuldaðan framgang í stjórnmálum landsins.“Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og frambjóðandi til varaformanns Samfylkingarinnar.Margrét Gauja var kennari í Garðaskóla um nokkurt skeið en hætti þar til þess að einbeita sér alfarið að pólitíkinni árið 2013. Á Höfn í Hornafirði sinnti hún störfum fyrir Fræðslunetið á Suðurlandi og við Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu. „Ég gef kost á minni reynslu, sem almennur félagsmaður, kjörinn fulltrúi í Hafnarfirði síðustu 10 ár og sem varaþingmaður. Einnig hef ég fram að færa víðtæka menntun og reynslu af starfi með ungu fólki og sérþekkingu á valdeflingu og lýðræðismenntun. Reynslan af því að búa í litlu samfélagi úti á landi sem ber öll merki þess að vera að breytast úr frumframleiðslusamfélagi í ferðamannabæ með öllu sem því fylgir hefur kennt mér margt. Ég hef einnig ágæta reynslu af því að byggja upp félag eftir fylgistap, og það er ekki gert nema með auðmýkt, virðingu, húmor og gleði.Ég hlakka til að eyða með ykkur næstu helgi og að finna að hjartað er ennþá á réttum stað. Þá eru okkur allir vegir færir,“ skrifar Margrét. Tengdar fréttir Gunnar Axel í fyrsta og Margrét Gauja í öðru Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi náði fyrsta sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 16. febrúar 2014 10:42 Á annað þúsund hafa kosið um nýjan formann Samfylkingarinnar Allsherjaratkvæðagreiðsla um nýjan formann Samfylkingarinnar hófst á laugardaginn og lýkur föstudaginn 3. júní þegar landsfundur flokksins hefst. 30. maí 2016 13:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Margrét Gauja Magnúsdóttir, kennari og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem varaformaður Samfylkingarinnar. Margrét Gauja var varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi á árunum 2013-2015. „Um helgina verður haldinn langþráður landsfundur þar sem við fáum tækifæri til að koma saman og ræða málin og af nógu er að taka. Við fáum einnig tækifæri til að velja fólk í stjórnir og embætti flokksins. Nú eru fjórir góðir frambjóðendur að bjóða sig fram til formanns og hef ég ákveðið að gefa kost á mér til embættis varaformanns flokksins,“ skrifar Margrét Gauja á bloggsíðu sína. Hún hefur verið dugleg að blogga hjá Pressunni að undanförnu og lætur sig þar varða hin ýmsu málefni. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður flokksins, segir skilið við pólitíkina eftir næstu kosningar.VísirKatrín Júlíusdóttir gegnir stöðu varaformanns Samfylkingarinnar nú en hún tilkynnti í vetur að hún hyggðist kveðja pólitíkina. Nú þegar hefur Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, gefið kost á sér til embættis varaformanns. Margrét Gauja hefur verið í tveggja ára hléi frá sveitastjórnarmálum en sem fyrr segir var hún bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Hún segir að augu sín hafi opnast eftir að hafa búið þennan tíma á Höfn í Hornafirði fyrirr því hversu mikið erindi Samfylkingarfólk á við fólkið í landinu. „..og ég vil leggja mitt lóð á þær vogarskálar að Samfylkingin verði á ný leiðandi flokkur og jafnaðarstefnan fái verðskuldaðan framgang í stjórnmálum landsins.“Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og frambjóðandi til varaformanns Samfylkingarinnar.Margrét Gauja var kennari í Garðaskóla um nokkurt skeið en hætti þar til þess að einbeita sér alfarið að pólitíkinni árið 2013. Á Höfn í Hornafirði sinnti hún störfum fyrir Fræðslunetið á Suðurlandi og við Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu. „Ég gef kost á minni reynslu, sem almennur félagsmaður, kjörinn fulltrúi í Hafnarfirði síðustu 10 ár og sem varaþingmaður. Einnig hef ég fram að færa víðtæka menntun og reynslu af starfi með ungu fólki og sérþekkingu á valdeflingu og lýðræðismenntun. Reynslan af því að búa í litlu samfélagi úti á landi sem ber öll merki þess að vera að breytast úr frumframleiðslusamfélagi í ferðamannabæ með öllu sem því fylgir hefur kennt mér margt. Ég hef einnig ágæta reynslu af því að byggja upp félag eftir fylgistap, og það er ekki gert nema með auðmýkt, virðingu, húmor og gleði.Ég hlakka til að eyða með ykkur næstu helgi og að finna að hjartað er ennþá á réttum stað. Þá eru okkur allir vegir færir,“ skrifar Margrét.
Tengdar fréttir Gunnar Axel í fyrsta og Margrét Gauja í öðru Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi náði fyrsta sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 16. febrúar 2014 10:42 Á annað þúsund hafa kosið um nýjan formann Samfylkingarinnar Allsherjaratkvæðagreiðsla um nýjan formann Samfylkingarinnar hófst á laugardaginn og lýkur föstudaginn 3. júní þegar landsfundur flokksins hefst. 30. maí 2016 13:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Gunnar Axel í fyrsta og Margrét Gauja í öðru Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi náði fyrsta sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 16. febrúar 2014 10:42
Á annað þúsund hafa kosið um nýjan formann Samfylkingarinnar Allsherjaratkvæðagreiðsla um nýjan formann Samfylkingarinnar hófst á laugardaginn og lýkur föstudaginn 3. júní þegar landsfundur flokksins hefst. 30. maí 2016 13:00