GPS stríðir fleiri ferðamönnum en Noel: Ætluðu í Þórsmörk en enduðu í grillveislu hjá Þór Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. maí 2016 11:58 Bandaríska parið í góðum gír hjá Þór sem nýtti tímann og skoðaði GPS-tækið þeirra. Mynd/Þórarinn Svavarsson „Þetta var bara til að gera daginn skemmtilegri,“ segir Þór Þorsteinsson á Skálpastöðum II í Borgarfirði. Þór og Guðrún Björk kona hans voru með matarboð og í óðaönn að grilla lambakjöt þegar bankað var upp á. Til þeirra var mætt bandarískt par sem hafði ætlað sér að upplifa íslensku náttúruperluna Þórsmörk. Misskilning parsins má rekja til þess hve mjög þau treystu á GPS-tækið sem þau höfðu meðferðis og brunuðu af stað. Þannig er mál með vexti að eitt túnanna við Skálpastaði ber nafnið Þórsmörk og er sagan af því hvernig túnið fékk það heiti skemmtileg. Gefum Þór orðið: Túnin hafa hvert og eitt sitt nafn. Þeirra á meðal er Þórsmörk. „Sem ungur drengur smíðaði ég forláta fótboltamörk úr timbri á einu túni hérna í sveitinni. Til að þurfa ekki að sækja boltann eins langt setti ég net í mörkin, leifar af einhverri gamalli loðnunót. Síðan var spilaður fótbolti þar til kom að því að slá þurfti túnið. Þá var mér skipað að fjarlægja mörkin sem ég sannarlega gerði. Einhverjar leifar af loðnunótinni urðu hinsvegar eftir og lentu þær að sjálfsögðu í sláttuvélinni. Það tók það sem eftir var af deginum og fram undir morgun að losa netið úr sláttuvélinni og ekkert slegið á meðan. Pabbi var ekki sérlega ánægður með strákinn sinn þennan dag og var starfskrafta minna við að losa netið úr vélinni ekki óskað. Túnið hafði ekkert eiginlegt nafn þegar þetta gerðist ólíkt flestum öðrum túnum á bænum. Það var hluti af Goðalöndunum svokölluðum sem voru í raun fjögur tún og var kallað Efsta Goðaland. Þegar pabbi var búinn að jafna sig á þessum mistökum mínum og sláttur aftur kominn á fullt skrið fékk túnið loksins nafn. Þórsmörk. Nafngiftinni var sennilega ætlað að sjá til þess að ég myndi aldrei gera önnur eins mistök aftur.“ Noel, hinn viðkunnanlegi ungi Bandaríkjamaður, vildi koma sér á áfangastað sem fyrst, en aksturinn ætlaði engan enda að taka. Framtakssemi eldri borgara í Borgarfirði hefur orðið til þess að túnið Þórsmörk er nú auðfundið með aðstoð GPS-tækja. Þannig hefur hópur eldri borgara skráð örnefni á svæðinu samviskusamlega í samstarfi við Landmælingar Íslands. Er túnið því komið í kortagrunn Landmælinga. Víkur þá sögunni að bandaríska parinu sem bar að garði seinni partinn í gær. Guðrún Björk lýsir því þannig að parið hafi staðið í vegkantinum og horft yfir Grímsá. Þau hafi sagt hvort við annað: „Is this Þórsmörk? Is this the river we should cross?“ og væntanlega talið að um sjálfa Krossá væri að ræða. Bandaríska parið hafði mikinn húmor fyrir mistökum sínum að sögn Þórs. Hann hafi „að sjálfsögðu“ boðið þeim í mat og greinilegt að gestrisni vantar ekki hjá þeim Guðrúnu og Þór. Parið var frá Utah í Bandaríkjunum og má telja líklegt að heimsóknin til þeirra Þórs og Guðrúnar, þar sem lambakjöt var grillað, hafi verið hápunkturinn á Íslandsdvölinni. Hafa verður í huga að straumur ferðamanna til landsins í ár er rétt að hefjast fyrir sumarsprengjuna sem er rétt handan við hornið. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart ef fleiri ferðamenn á leið í Þórsmörk rata í Borgarfjörðinn. „Ég ætla bara að fara að selja inn,“ segir Þórs hlæjandi og hefur greinilega gaman af. Mikla athygli vakti þegar bandaríski ferðamaðurinn Noel Santillan ætlaði að gista á Hótel Frón á Laugavegi í febrúar en endaði á Siglufirði. Ástæðuna mátti rekja til þess að á Siglufirði er að finna götuna Laugarveg, með r-i, en Siglfirðingar tóku Noel fagnandi og sömuleiðis Reykvíkingar þegar hann mætti nokkrum dögum á eftir áætlun í höfuðborgina. Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Noel fær nýtt GPS-tæki að gjöf Avis-bílaleigan taldi öruggara að gefa Noel GPS-tæki. 8. febrúar 2016 16:39 Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19 Noel villtist enn og aftur Heimspressan á hælum hins unga bandaríska ferðalangs sem hefur vart haft undan að veita viðtöl. 5. febrúar 2016 11:05 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
„Þetta var bara til að gera daginn skemmtilegri,“ segir Þór Þorsteinsson á Skálpastöðum II í Borgarfirði. Þór og Guðrún Björk kona hans voru með matarboð og í óðaönn að grilla lambakjöt þegar bankað var upp á. Til þeirra var mætt bandarískt par sem hafði ætlað sér að upplifa íslensku náttúruperluna Þórsmörk. Misskilning parsins má rekja til þess hve mjög þau treystu á GPS-tækið sem þau höfðu meðferðis og brunuðu af stað. Þannig er mál með vexti að eitt túnanna við Skálpastaði ber nafnið Þórsmörk og er sagan af því hvernig túnið fékk það heiti skemmtileg. Gefum Þór orðið: Túnin hafa hvert og eitt sitt nafn. Þeirra á meðal er Þórsmörk. „Sem ungur drengur smíðaði ég forláta fótboltamörk úr timbri á einu túni hérna í sveitinni. Til að þurfa ekki að sækja boltann eins langt setti ég net í mörkin, leifar af einhverri gamalli loðnunót. Síðan var spilaður fótbolti þar til kom að því að slá þurfti túnið. Þá var mér skipað að fjarlægja mörkin sem ég sannarlega gerði. Einhverjar leifar af loðnunótinni urðu hinsvegar eftir og lentu þær að sjálfsögðu í sláttuvélinni. Það tók það sem eftir var af deginum og fram undir morgun að losa netið úr sláttuvélinni og ekkert slegið á meðan. Pabbi var ekki sérlega ánægður með strákinn sinn þennan dag og var starfskrafta minna við að losa netið úr vélinni ekki óskað. Túnið hafði ekkert eiginlegt nafn þegar þetta gerðist ólíkt flestum öðrum túnum á bænum. Það var hluti af Goðalöndunum svokölluðum sem voru í raun fjögur tún og var kallað Efsta Goðaland. Þegar pabbi var búinn að jafna sig á þessum mistökum mínum og sláttur aftur kominn á fullt skrið fékk túnið loksins nafn. Þórsmörk. Nafngiftinni var sennilega ætlað að sjá til þess að ég myndi aldrei gera önnur eins mistök aftur.“ Noel, hinn viðkunnanlegi ungi Bandaríkjamaður, vildi koma sér á áfangastað sem fyrst, en aksturinn ætlaði engan enda að taka. Framtakssemi eldri borgara í Borgarfirði hefur orðið til þess að túnið Þórsmörk er nú auðfundið með aðstoð GPS-tækja. Þannig hefur hópur eldri borgara skráð örnefni á svæðinu samviskusamlega í samstarfi við Landmælingar Íslands. Er túnið því komið í kortagrunn Landmælinga. Víkur þá sögunni að bandaríska parinu sem bar að garði seinni partinn í gær. Guðrún Björk lýsir því þannig að parið hafi staðið í vegkantinum og horft yfir Grímsá. Þau hafi sagt hvort við annað: „Is this Þórsmörk? Is this the river we should cross?“ og væntanlega talið að um sjálfa Krossá væri að ræða. Bandaríska parið hafði mikinn húmor fyrir mistökum sínum að sögn Þórs. Hann hafi „að sjálfsögðu“ boðið þeim í mat og greinilegt að gestrisni vantar ekki hjá þeim Guðrúnu og Þór. Parið var frá Utah í Bandaríkjunum og má telja líklegt að heimsóknin til þeirra Þórs og Guðrúnar, þar sem lambakjöt var grillað, hafi verið hápunkturinn á Íslandsdvölinni. Hafa verður í huga að straumur ferðamanna til landsins í ár er rétt að hefjast fyrir sumarsprengjuna sem er rétt handan við hornið. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart ef fleiri ferðamenn á leið í Þórsmörk rata í Borgarfjörðinn. „Ég ætla bara að fara að selja inn,“ segir Þórs hlæjandi og hefur greinilega gaman af. Mikla athygli vakti þegar bandaríski ferðamaðurinn Noel Santillan ætlaði að gista á Hótel Frón á Laugavegi í febrúar en endaði á Siglufirði. Ástæðuna mátti rekja til þess að á Siglufirði er að finna götuna Laugarveg, með r-i, en Siglfirðingar tóku Noel fagnandi og sömuleiðis Reykvíkingar þegar hann mætti nokkrum dögum á eftir áætlun í höfuðborgina.
Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Noel fær nýtt GPS-tæki að gjöf Avis-bílaleigan taldi öruggara að gefa Noel GPS-tæki. 8. febrúar 2016 16:39 Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19 Noel villtist enn og aftur Heimspressan á hælum hins unga bandaríska ferðalangs sem hefur vart haft undan að veita viðtöl. 5. febrúar 2016 11:05 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Noel fær nýtt GPS-tæki að gjöf Avis-bílaleigan taldi öruggara að gefa Noel GPS-tæki. 8. febrúar 2016 16:39
Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19
Noel villtist enn og aftur Heimspressan á hælum hins unga bandaríska ferðalangs sem hefur vart haft undan að veita viðtöl. 5. febrúar 2016 11:05