Á annað þúsund hafa kosið um nýjan formann Samfylkingarinnar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 30. maí 2016 13:00 Allsherjaratkvæðagreiðsla um nýjan formann Samfylkingarinnar hófst á laugardaginn og lýkur föstudaginn 3. júní þegar landsfundur flokksins hefst. Fjórir eru í framboði til formanns en það eru þau Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, Helgi Hjörvar þingmaður Reykvíkinga, Magnús Orri Schram varaþingmaður Suðvesturkjördæmis og Oddný G Harðardóttir þingmaður Suðurkjördæmis. Árni Páll Árnason sitjandi formaður ákvað fyrr í mánuðinum að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Kristján Guy Burgess, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, segir þátttökuna hafa verið góða um helgina. „Þátttakan hefur verið nokkuð góð. Ég er ekki með allra nýjustu tölur en þetta var komið á annað þúsund í morgun.“ Um 17 þúsund manns eru á kjörskrá hjá Samfylkingunni.Kristján Guy Burges, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.„Við erum nokkuð spennt fyrir þessum landsfundi. Það verður kosið í öll embætti innan flokksins. Formaðurinn verður kosinn með allsherjaratkvæðagreiðslu en á landsfundinum sjálfum verður kosið í önnur embætti.“ Kristján segir málefnastarf landsfundarins vera með öðru sniði en áður. „Síðan koma landsfundarfulltrúar allstaðar af landinu og semja í sameiningu áherslur flokksins fram að kosningum. Við erum að nota nýtt fyrirkomulag, það verður þjóðfundarform þar sem að allir landsfundarfulltrúar ræða þau mál sem þar eru og úr því koma svo ályktanir með nýju sniði.“ Samfylkingin hefur séð sinn fífil fegurri en hún mældist með 6,1 prósent fylgi í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins. Kristján segir þá stöðu óásættanlega. „Þessvegna ríður á að Samfylkingarfólk um allt land komi saman og kjósi sér nýja forystu og marki áherslurnar í sameiningu fram á við. Það er leiðin sem við förum í erfiðri stöðu er að kalla fólkið okkar saman allstaðar af landinu til að það finni kraftinn hvert í öðru og marki leiðina fram.“ Þá hefur ein mannsekja boðið sig fram til varaformanns flokksins, Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Enn er opið fyrir framboðsfrest til embættis varaformanns en kosið er um það embætti á landsfundinum.Uppfært kl.13:37.Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og námsráðgjafi tilkynnti rétt í þessu framboð til varaformann Samfylkingarinnar. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Allsherjaratkvæðagreiðsla um nýjan formann Samfylkingarinnar hófst á laugardaginn og lýkur föstudaginn 3. júní þegar landsfundur flokksins hefst. Fjórir eru í framboði til formanns en það eru þau Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, Helgi Hjörvar þingmaður Reykvíkinga, Magnús Orri Schram varaþingmaður Suðvesturkjördæmis og Oddný G Harðardóttir þingmaður Suðurkjördæmis. Árni Páll Árnason sitjandi formaður ákvað fyrr í mánuðinum að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Kristján Guy Burgess, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, segir þátttökuna hafa verið góða um helgina. „Þátttakan hefur verið nokkuð góð. Ég er ekki með allra nýjustu tölur en þetta var komið á annað þúsund í morgun.“ Um 17 þúsund manns eru á kjörskrá hjá Samfylkingunni.Kristján Guy Burges, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.„Við erum nokkuð spennt fyrir þessum landsfundi. Það verður kosið í öll embætti innan flokksins. Formaðurinn verður kosinn með allsherjaratkvæðagreiðslu en á landsfundinum sjálfum verður kosið í önnur embætti.“ Kristján segir málefnastarf landsfundarins vera með öðru sniði en áður. „Síðan koma landsfundarfulltrúar allstaðar af landinu og semja í sameiningu áherslur flokksins fram að kosningum. Við erum að nota nýtt fyrirkomulag, það verður þjóðfundarform þar sem að allir landsfundarfulltrúar ræða þau mál sem þar eru og úr því koma svo ályktanir með nýju sniði.“ Samfylkingin hefur séð sinn fífil fegurri en hún mældist með 6,1 prósent fylgi í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins. Kristján segir þá stöðu óásættanlega. „Þessvegna ríður á að Samfylkingarfólk um allt land komi saman og kjósi sér nýja forystu og marki áherslurnar í sameiningu fram á við. Það er leiðin sem við förum í erfiðri stöðu er að kalla fólkið okkar saman allstaðar af landinu til að það finni kraftinn hvert í öðru og marki leiðina fram.“ Þá hefur ein mannsekja boðið sig fram til varaformanns flokksins, Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Enn er opið fyrir framboðsfrest til embættis varaformanns en kosið er um það embætti á landsfundinum.Uppfært kl.13:37.Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og námsráðgjafi tilkynnti rétt í þessu framboð til varaformann Samfylkingarinnar.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira