Heldur hlustunarpartí og frumsýnir myndband sama kvöldið Stefán Þór Hjartarson skrifar 30. apríl 2016 10:30 Aron Can ætlar að gefa út myndband og plötu á næstu dögum. Vísir/Vilhelm Aron Can Gultekin er ungur og efnilegur rappari úr Grafarvoginum sem hefur komið eins og stormsveipur inn í íslensku rappsenuna. Aron er fæddur árið 1999 og er því ekki mjög gamall en hann hefur þó verið að semja texta og rappa í 6 ár eða síðan hann var 10 ára. Lögin hans Þekkir stráginn og Enginn mórall hafa fengið ágætis viðtökur á YouTube, bæði komin með hátt í 20 þúsund áhorf, og á Prikinu í kvöld ætlar hann að halda hlustunarpartí með nýtt mixteip og frumsýna myndband við tvö lög af plötunni. „Þetta er myndband við lögin Enginn mórall og Grunaður, tvö lög í einu, 9 mínútur. Við vorum ógeðslega heppnir með að fá hann Ágúst Elí, sem er að taka upp myndbandið og vinna í því „as we speak“, með okkur. Við tókum þetta upp hérna heima, ég útskýrði bara fyrir honum hvernig þetta ætti að vera, þetta er allt „one take“, við náðum þessu í fyrstu tilraun og búmm - komið.“Aron Can.Vísir/VilhelmHér er um frumraun Arons að ræða en hann hefur þó verið nokkuð duglegur við að koma fram á tónleikum hingað til, kom m.a. fram á AK Extreme snjóbrettahátíðinni á Akureyri, hefur verið tíður gestur á Prikinu og verður að spila á Secret Solstice hátíðinni í sumar. „Þetta er átta laga teip, engin „features“ – bara ég. Síðan eru Aron Rafn og Jón Bjarni á öllu öðru, bæði mixi og pródúseringu. Ég ákvað að vera bara einn á þessu teipi, þetta er bara ég að gera mína tónlist. En síðan verð ég í lagi með Emmsjé Gauta á plötunni hans. Mig langar svo mikið að vinna bara með nýjum tónlistarmönnum, allavegana í mínum lögum. Mér finnst geggjað „sweet“ að vera „featured“ í lögum með öðrum af því að ég er nýr að vera í lögum með þessum gæjum, en þegar kemur að mínum lögum vil ég halda mig í mínum hring. Ég og pródúserarnir erum eiginlega hljómsveit, þetta erum bara við strákarnir á þessum teipum,“ segir Aron spurður út í mixteipið. Hann stefnir á að gefa það út á miðvikudaginn og síðan ætti myndbandið að koma út fljótlega á næstu dögum eftir það. Tónlist Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Aron Can Gultekin er ungur og efnilegur rappari úr Grafarvoginum sem hefur komið eins og stormsveipur inn í íslensku rappsenuna. Aron er fæddur árið 1999 og er því ekki mjög gamall en hann hefur þó verið að semja texta og rappa í 6 ár eða síðan hann var 10 ára. Lögin hans Þekkir stráginn og Enginn mórall hafa fengið ágætis viðtökur á YouTube, bæði komin með hátt í 20 þúsund áhorf, og á Prikinu í kvöld ætlar hann að halda hlustunarpartí með nýtt mixteip og frumsýna myndband við tvö lög af plötunni. „Þetta er myndband við lögin Enginn mórall og Grunaður, tvö lög í einu, 9 mínútur. Við vorum ógeðslega heppnir með að fá hann Ágúst Elí, sem er að taka upp myndbandið og vinna í því „as we speak“, með okkur. Við tókum þetta upp hérna heima, ég útskýrði bara fyrir honum hvernig þetta ætti að vera, þetta er allt „one take“, við náðum þessu í fyrstu tilraun og búmm - komið.“Aron Can.Vísir/VilhelmHér er um frumraun Arons að ræða en hann hefur þó verið nokkuð duglegur við að koma fram á tónleikum hingað til, kom m.a. fram á AK Extreme snjóbrettahátíðinni á Akureyri, hefur verið tíður gestur á Prikinu og verður að spila á Secret Solstice hátíðinni í sumar. „Þetta er átta laga teip, engin „features“ – bara ég. Síðan eru Aron Rafn og Jón Bjarni á öllu öðru, bæði mixi og pródúseringu. Ég ákvað að vera bara einn á þessu teipi, þetta er bara ég að gera mína tónlist. En síðan verð ég í lagi með Emmsjé Gauta á plötunni hans. Mig langar svo mikið að vinna bara með nýjum tónlistarmönnum, allavegana í mínum lögum. Mér finnst geggjað „sweet“ að vera „featured“ í lögum með öðrum af því að ég er nýr að vera í lögum með þessum gæjum, en þegar kemur að mínum lögum vil ég halda mig í mínum hring. Ég og pródúserarnir erum eiginlega hljómsveit, þetta erum bara við strákarnir á þessum teipum,“ segir Aron spurður út í mixteipið. Hann stefnir á að gefa það út á miðvikudaginn og síðan ætti myndbandið að koma út fljótlega á næstu dögum eftir það.
Tónlist Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira