Ríkislögreglustjóri kominn á samfélagsmiðla í tilefni af EM Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 8. júní 2016 19:02 Ríkislögreglustjórinn er með bláleita Facebook-síðu. Vísir Hlutverk hinna íslensku lögreglumanna sem starfa munu í Frakklandi í tengslum við Evrópumótið í knattspyrnu verður fyrst og fremst að vera upplýsingamiðlarar og tengiliðir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Þannig verða tveir lögreglumenn staddir í stjórnstöð mótsins í París og munu þeir miðla upplýsingum milli franskra yfirvalda og íslensku lögreglumannanna sem verða viðstaddir leikina sjálfa. Sex lögreglumenn verða viðstaddir leikina en þeir verða tengiliðir milli íslenskra áhorfenda og franskra yfirvalda. Íslensk stjórnvöld sendu þessa átta lögreglumenn á Evrópumótið í knattspyrnu að ósk innanríkisráðherra Frakklands. Ríkisstjórnin samþykkti að veita allt að tuttugu milljónum króna af fjáraukalögum þessa árs í verkefnið. Átta lögreglumenn voru sendir til Frakklands.Vísir/Vilhelm„Allar ákvarðanir sem teknar eru í tengslum við mótið fara í gegnum stjórnstöðina. Stjórnstöðin verður opin allan sólarhringinn á meðan á mótinu stendur og munu íslensku lögreglumennirnir hafa viðveru þar á dagvinnutíma og vera með bakvakt á nóttunni,“ segir í tilkynningunni. Þar er rík áhersla lögð á það að hinir íslensku lögreglumenn hafa ekki lögregluvaldheimildir og munu ekki taka ákvarðanir um aðgerðir. „Öll stjórnun, skipulag og ákvörðunarvald er í höndum franskra yfirvalda. Því mun hlutverk íslenskra lögreglumanna vera að aðstoða Íslendinga eins og þörf krefur en þeir munu ekki taka ákvarðanir um neinar aðgerðir né hafa lögregluvaldheimildir.“ Vegna þessa ákvað Ríkislögreglustjóri að opna reikninga á samskiptamiðlunum Facebook, Instagram og Twitter. Ekkert tíst hefur birst enn en eina færsla embættisins á Facebook er birt hér að neðan. „Þessir miðlar verða notaðir til að koma á framfæri upplýsingum til íslenskra stuðningsmanna.“ Lögreglumennirnir hafa þegar hafið störf í Frakklandi.Nánari upplýsingar hér: Facebook: https://facebook.com/rikislogreglustjorinn Twitter:http://twitter.com/rikislogrstj - @rikislogrstj Instagram: https://instagram.com/rikislogrstjÍslendingum í neyð sem staddir eru í Frakklandi skal bent á að hringja í neyðarnúmerið 112 í Frakklandi.Ríkislögreglustjóri hefur einnig opnað póstfang fyrir almenning til að senda inn fyrirspurnir eða aðstoðarbeiðnir í tengslum við veru íslensku lögreglunnar í Frakklandi. Netfang: em2016@logreglan.is og em2016@police.is Tengdar fréttir Strákarnir kvöddu í stífpressuðum jakkafötum | Myndir Íslenska karlalandsliðið fór frá landinu til Frakklands í morgun. 7. júní 2016 11:04 Hollande varar við árásum á EM François Hollande, forseti Frakklands, varaði í gær við mögulegum hryðjuverkaárásum sem gætu farið fram á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu í sumar. Mótið er haldið í Frakklandi. 6. júní 2016 07:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Hlutverk hinna íslensku lögreglumanna sem starfa munu í Frakklandi í tengslum við Evrópumótið í knattspyrnu verður fyrst og fremst að vera upplýsingamiðlarar og tengiliðir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Þannig verða tveir lögreglumenn staddir í stjórnstöð mótsins í París og munu þeir miðla upplýsingum milli franskra yfirvalda og íslensku lögreglumannanna sem verða viðstaddir leikina sjálfa. Sex lögreglumenn verða viðstaddir leikina en þeir verða tengiliðir milli íslenskra áhorfenda og franskra yfirvalda. Íslensk stjórnvöld sendu þessa átta lögreglumenn á Evrópumótið í knattspyrnu að ósk innanríkisráðherra Frakklands. Ríkisstjórnin samþykkti að veita allt að tuttugu milljónum króna af fjáraukalögum þessa árs í verkefnið. Átta lögreglumenn voru sendir til Frakklands.Vísir/Vilhelm„Allar ákvarðanir sem teknar eru í tengslum við mótið fara í gegnum stjórnstöðina. Stjórnstöðin verður opin allan sólarhringinn á meðan á mótinu stendur og munu íslensku lögreglumennirnir hafa viðveru þar á dagvinnutíma og vera með bakvakt á nóttunni,“ segir í tilkynningunni. Þar er rík áhersla lögð á það að hinir íslensku lögreglumenn hafa ekki lögregluvaldheimildir og munu ekki taka ákvarðanir um aðgerðir. „Öll stjórnun, skipulag og ákvörðunarvald er í höndum franskra yfirvalda. Því mun hlutverk íslenskra lögreglumanna vera að aðstoða Íslendinga eins og þörf krefur en þeir munu ekki taka ákvarðanir um neinar aðgerðir né hafa lögregluvaldheimildir.“ Vegna þessa ákvað Ríkislögreglustjóri að opna reikninga á samskiptamiðlunum Facebook, Instagram og Twitter. Ekkert tíst hefur birst enn en eina færsla embættisins á Facebook er birt hér að neðan. „Þessir miðlar verða notaðir til að koma á framfæri upplýsingum til íslenskra stuðningsmanna.“ Lögreglumennirnir hafa þegar hafið störf í Frakklandi.Nánari upplýsingar hér: Facebook: https://facebook.com/rikislogreglustjorinn Twitter:http://twitter.com/rikislogrstj - @rikislogrstj Instagram: https://instagram.com/rikislogrstjÍslendingum í neyð sem staddir eru í Frakklandi skal bent á að hringja í neyðarnúmerið 112 í Frakklandi.Ríkislögreglustjóri hefur einnig opnað póstfang fyrir almenning til að senda inn fyrirspurnir eða aðstoðarbeiðnir í tengslum við veru íslensku lögreglunnar í Frakklandi. Netfang: em2016@logreglan.is og em2016@police.is
Tengdar fréttir Strákarnir kvöddu í stífpressuðum jakkafötum | Myndir Íslenska karlalandsliðið fór frá landinu til Frakklands í morgun. 7. júní 2016 11:04 Hollande varar við árásum á EM François Hollande, forseti Frakklands, varaði í gær við mögulegum hryðjuverkaárásum sem gætu farið fram á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu í sumar. Mótið er haldið í Frakklandi. 6. júní 2016 07:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Strákarnir kvöddu í stífpressuðum jakkafötum | Myndir Íslenska karlalandsliðið fór frá landinu til Frakklands í morgun. 7. júní 2016 11:04
Hollande varar við árásum á EM François Hollande, forseti Frakklands, varaði í gær við mögulegum hryðjuverkaárásum sem gætu farið fram á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu í sumar. Mótið er haldið í Frakklandi. 6. júní 2016 07:00