Ríkislögreglustjóri kominn á samfélagsmiðla í tilefni af EM Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 8. júní 2016 19:02 Ríkislögreglustjórinn er með bláleita Facebook-síðu. Vísir Hlutverk hinna íslensku lögreglumanna sem starfa munu í Frakklandi í tengslum við Evrópumótið í knattspyrnu verður fyrst og fremst að vera upplýsingamiðlarar og tengiliðir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Þannig verða tveir lögreglumenn staddir í stjórnstöð mótsins í París og munu þeir miðla upplýsingum milli franskra yfirvalda og íslensku lögreglumannanna sem verða viðstaddir leikina sjálfa. Sex lögreglumenn verða viðstaddir leikina en þeir verða tengiliðir milli íslenskra áhorfenda og franskra yfirvalda. Íslensk stjórnvöld sendu þessa átta lögreglumenn á Evrópumótið í knattspyrnu að ósk innanríkisráðherra Frakklands. Ríkisstjórnin samþykkti að veita allt að tuttugu milljónum króna af fjáraukalögum þessa árs í verkefnið. Átta lögreglumenn voru sendir til Frakklands.Vísir/Vilhelm„Allar ákvarðanir sem teknar eru í tengslum við mótið fara í gegnum stjórnstöðina. Stjórnstöðin verður opin allan sólarhringinn á meðan á mótinu stendur og munu íslensku lögreglumennirnir hafa viðveru þar á dagvinnutíma og vera með bakvakt á nóttunni,“ segir í tilkynningunni. Þar er rík áhersla lögð á það að hinir íslensku lögreglumenn hafa ekki lögregluvaldheimildir og munu ekki taka ákvarðanir um aðgerðir. „Öll stjórnun, skipulag og ákvörðunarvald er í höndum franskra yfirvalda. Því mun hlutverk íslenskra lögreglumanna vera að aðstoða Íslendinga eins og þörf krefur en þeir munu ekki taka ákvarðanir um neinar aðgerðir né hafa lögregluvaldheimildir.“ Vegna þessa ákvað Ríkislögreglustjóri að opna reikninga á samskiptamiðlunum Facebook, Instagram og Twitter. Ekkert tíst hefur birst enn en eina færsla embættisins á Facebook er birt hér að neðan. „Þessir miðlar verða notaðir til að koma á framfæri upplýsingum til íslenskra stuðningsmanna.“ Lögreglumennirnir hafa þegar hafið störf í Frakklandi.Nánari upplýsingar hér: Facebook: https://facebook.com/rikislogreglustjorinn Twitter:http://twitter.com/rikislogrstj - @rikislogrstj Instagram: https://instagram.com/rikislogrstjÍslendingum í neyð sem staddir eru í Frakklandi skal bent á að hringja í neyðarnúmerið 112 í Frakklandi.Ríkislögreglustjóri hefur einnig opnað póstfang fyrir almenning til að senda inn fyrirspurnir eða aðstoðarbeiðnir í tengslum við veru íslensku lögreglunnar í Frakklandi. Netfang: em2016@logreglan.is og em2016@police.is Tengdar fréttir Strákarnir kvöddu í stífpressuðum jakkafötum | Myndir Íslenska karlalandsliðið fór frá landinu til Frakklands í morgun. 7. júní 2016 11:04 Hollande varar við árásum á EM François Hollande, forseti Frakklands, varaði í gær við mögulegum hryðjuverkaárásum sem gætu farið fram á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu í sumar. Mótið er haldið í Frakklandi. 6. júní 2016 07:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Hlutverk hinna íslensku lögreglumanna sem starfa munu í Frakklandi í tengslum við Evrópumótið í knattspyrnu verður fyrst og fremst að vera upplýsingamiðlarar og tengiliðir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Þannig verða tveir lögreglumenn staddir í stjórnstöð mótsins í París og munu þeir miðla upplýsingum milli franskra yfirvalda og íslensku lögreglumannanna sem verða viðstaddir leikina sjálfa. Sex lögreglumenn verða viðstaddir leikina en þeir verða tengiliðir milli íslenskra áhorfenda og franskra yfirvalda. Íslensk stjórnvöld sendu þessa átta lögreglumenn á Evrópumótið í knattspyrnu að ósk innanríkisráðherra Frakklands. Ríkisstjórnin samþykkti að veita allt að tuttugu milljónum króna af fjáraukalögum þessa árs í verkefnið. Átta lögreglumenn voru sendir til Frakklands.Vísir/Vilhelm„Allar ákvarðanir sem teknar eru í tengslum við mótið fara í gegnum stjórnstöðina. Stjórnstöðin verður opin allan sólarhringinn á meðan á mótinu stendur og munu íslensku lögreglumennirnir hafa viðveru þar á dagvinnutíma og vera með bakvakt á nóttunni,“ segir í tilkynningunni. Þar er rík áhersla lögð á það að hinir íslensku lögreglumenn hafa ekki lögregluvaldheimildir og munu ekki taka ákvarðanir um aðgerðir. „Öll stjórnun, skipulag og ákvörðunarvald er í höndum franskra yfirvalda. Því mun hlutverk íslenskra lögreglumanna vera að aðstoða Íslendinga eins og þörf krefur en þeir munu ekki taka ákvarðanir um neinar aðgerðir né hafa lögregluvaldheimildir.“ Vegna þessa ákvað Ríkislögreglustjóri að opna reikninga á samskiptamiðlunum Facebook, Instagram og Twitter. Ekkert tíst hefur birst enn en eina færsla embættisins á Facebook er birt hér að neðan. „Þessir miðlar verða notaðir til að koma á framfæri upplýsingum til íslenskra stuðningsmanna.“ Lögreglumennirnir hafa þegar hafið störf í Frakklandi.Nánari upplýsingar hér: Facebook: https://facebook.com/rikislogreglustjorinn Twitter:http://twitter.com/rikislogrstj - @rikislogrstj Instagram: https://instagram.com/rikislogrstjÍslendingum í neyð sem staddir eru í Frakklandi skal bent á að hringja í neyðarnúmerið 112 í Frakklandi.Ríkislögreglustjóri hefur einnig opnað póstfang fyrir almenning til að senda inn fyrirspurnir eða aðstoðarbeiðnir í tengslum við veru íslensku lögreglunnar í Frakklandi. Netfang: em2016@logreglan.is og em2016@police.is
Tengdar fréttir Strákarnir kvöddu í stífpressuðum jakkafötum | Myndir Íslenska karlalandsliðið fór frá landinu til Frakklands í morgun. 7. júní 2016 11:04 Hollande varar við árásum á EM François Hollande, forseti Frakklands, varaði í gær við mögulegum hryðjuverkaárásum sem gætu farið fram á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu í sumar. Mótið er haldið í Frakklandi. 6. júní 2016 07:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Strákarnir kvöddu í stífpressuðum jakkafötum | Myndir Íslenska karlalandsliðið fór frá landinu til Frakklands í morgun. 7. júní 2016 11:04
Hollande varar við árásum á EM François Hollande, forseti Frakklands, varaði í gær við mögulegum hryðjuverkaárásum sem gætu farið fram á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu í sumar. Mótið er haldið í Frakklandi. 6. júní 2016 07:00