Vil að fólk finni fyrir jörðinni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. júní 2016 11:15 Ég lýsi gömlum götum sem eru jafnvel klappaðar í stein eftir hófa. En líka nýrri leiðum því nútímagöngugarpurinn vill fara upp á fjallatoppa sem fólk sá ekki endilega ástæðu til áður, heldur valdi stystu og léttustu leið. Hvort tveggja er áhugavert,“ segir Elva Björg Einarsdóttir mannfræðingur sem í dag gefur út bókina Barðastrandarhreppur – göngubók. Bókinni fylgir þrívíddarkort eftir Kristbjörgu Olsen myndlistarkonu. Elva Björg er fædd og uppalin á Seftjörn á Barðaströnd og rætur hennar liggja allt í kringum Breiðafjörð. „Seftjörn er á bakkanum, rétt hjá Brjánslæk, þar sem Baldur leggst að. Þar býr bróðir minn núna,“ segir hún og lýsir tildrögum útgáfunnar. „Ég bjó erlendis og fannst mig vanta tengingu heim. Svo var ég í fríi í sveitinni minni og þræddi ströndina endilanga, þá gekk ég í mig þá tilfinningu að vera heima og upp frá því finn ég mig heima hvar sem ég er. Eftir að ég flutti til Íslands aftur fór ég að ganga meira þarna um markvisst og skrifa niður eitt og annað. Bókin er afrakstur þess.“ Hún telur fáa vita af földum perlum sveitarinnar, bæði dásemdarstöðum frá náttúrunnar hendi og sögulegum minjum. „Þarna eru fagrir fossar, þarna bjó Hrafna-Flóki, fyrsti maðurinn sem hafði vetursetu á Íslandi, og þarna er fjallið sem hann fór upp á þegar hann gaf landinu nafn. Ætti eiginlega að vera skyldufjall allra Íslendinga að ganga á.“ Göngurnar sem lýst er í bókinni taka frá 10 mínútum upp í 12 klukkustundir. Eru bæði stuttar og langar, léttar og erfiðari, á láglendi og í fjöllum, sumar liggja í hring. Þar er farið á vit fornleifa og sögunnar. Að auki er leiðsögn um Barðastrandarhrepp, frá Skiptá í Kjálkafirði í austri að Skarðabrún í vestri og litið við á hverjum bæ. „Ég bendi á 44 leiðir og lýsi hverjum bæ, örnefnum og öðru,“ segir Elva Björg. Mæli sérstaklega með því að ganga ströndina, hún er gulur sandkassi, tæplega 40 kílómetra langur en þar þarf að fara yfir tvo vaðla og sæta sjávarföllum ef maður vill stytta leiðina. Eiginlega mætti tala um Barðaströnd sem Barnaströnd vegna sandsins og alls þess sem þar er í boði fyrir börn,“ segir Elva Björg. Bókin er samstarfsverkefni sveitunganna að sögn Elvu Bjargar sem kveðst hafa farið á hvern bæ í sveitinni og kafað með heimafólki í örnefni og sagnir. „Í fyrstu gerði ég ráð fyrir að bókin líktist öðrum gönguleiðabókum, svo fékk ég smá fjarlægð á hana og þá fann ég að hún átti að verða öðruvísi bók. Það er strigi á henni því ég vildi að fólk fyndi fyrir jörðinni, liturinn á henni er af skófum á steini og leiðirnar sem ég hef gengið eru þrykktar ofan í kápuna og krotaðar inn á saurblöðin. Allt er þetta útpælt með aðstoð Bjargar Vilhjálms hönnuðar.“ Greinin birtist fyrst 7. júní 2016. Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira
Ég lýsi gömlum götum sem eru jafnvel klappaðar í stein eftir hófa. En líka nýrri leiðum því nútímagöngugarpurinn vill fara upp á fjallatoppa sem fólk sá ekki endilega ástæðu til áður, heldur valdi stystu og léttustu leið. Hvort tveggja er áhugavert,“ segir Elva Björg Einarsdóttir mannfræðingur sem í dag gefur út bókina Barðastrandarhreppur – göngubók. Bókinni fylgir þrívíddarkort eftir Kristbjörgu Olsen myndlistarkonu. Elva Björg er fædd og uppalin á Seftjörn á Barðaströnd og rætur hennar liggja allt í kringum Breiðafjörð. „Seftjörn er á bakkanum, rétt hjá Brjánslæk, þar sem Baldur leggst að. Þar býr bróðir minn núna,“ segir hún og lýsir tildrögum útgáfunnar. „Ég bjó erlendis og fannst mig vanta tengingu heim. Svo var ég í fríi í sveitinni minni og þræddi ströndina endilanga, þá gekk ég í mig þá tilfinningu að vera heima og upp frá því finn ég mig heima hvar sem ég er. Eftir að ég flutti til Íslands aftur fór ég að ganga meira þarna um markvisst og skrifa niður eitt og annað. Bókin er afrakstur þess.“ Hún telur fáa vita af földum perlum sveitarinnar, bæði dásemdarstöðum frá náttúrunnar hendi og sögulegum minjum. „Þarna eru fagrir fossar, þarna bjó Hrafna-Flóki, fyrsti maðurinn sem hafði vetursetu á Íslandi, og þarna er fjallið sem hann fór upp á þegar hann gaf landinu nafn. Ætti eiginlega að vera skyldufjall allra Íslendinga að ganga á.“ Göngurnar sem lýst er í bókinni taka frá 10 mínútum upp í 12 klukkustundir. Eru bæði stuttar og langar, léttar og erfiðari, á láglendi og í fjöllum, sumar liggja í hring. Þar er farið á vit fornleifa og sögunnar. Að auki er leiðsögn um Barðastrandarhrepp, frá Skiptá í Kjálkafirði í austri að Skarðabrún í vestri og litið við á hverjum bæ. „Ég bendi á 44 leiðir og lýsi hverjum bæ, örnefnum og öðru,“ segir Elva Björg. Mæli sérstaklega með því að ganga ströndina, hún er gulur sandkassi, tæplega 40 kílómetra langur en þar þarf að fara yfir tvo vaðla og sæta sjávarföllum ef maður vill stytta leiðina. Eiginlega mætti tala um Barðaströnd sem Barnaströnd vegna sandsins og alls þess sem þar er í boði fyrir börn,“ segir Elva Björg. Bókin er samstarfsverkefni sveitunganna að sögn Elvu Bjargar sem kveðst hafa farið á hvern bæ í sveitinni og kafað með heimafólki í örnefni og sagnir. „Í fyrstu gerði ég ráð fyrir að bókin líktist öðrum gönguleiðabókum, svo fékk ég smá fjarlægð á hana og þá fann ég að hún átti að verða öðruvísi bók. Það er strigi á henni því ég vildi að fólk fyndi fyrir jörðinni, liturinn á henni er af skófum á steini og leiðirnar sem ég hef gengið eru þrykktar ofan í kápuna og krotaðar inn á saurblöðin. Allt er þetta útpælt með aðstoð Bjargar Vilhjálms hönnuðar.“ Greinin birtist fyrst 7. júní 2016.
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira