Gunnar Hrafn tjáir sig um veikindin: „Þessi sjúkdómur er tabú“ Lillý Valgerður Pétursdóttir og Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifa 21. desember 2016 19:43 Gunnar Hrafn Jónsson, nýr alþingismaður Pírata, setti inn færslu á Facebook í gær þar sem hann greindi frá alvarlegu þunglyndi sem hann glímir við um þessar mundir. Hann hefur tekið sér tímabundið leyfi frá störfum sínum á Alþingi vegna veikindanna. Inntur eftir ástæðu fyrir því hvers vegna hann ákvað að stíga fram og segja frá veikindum sínum núna segir Gunnar að enn sé algengt að fólk sem þjáist af þunglyndi beri harm sinn í hljóði. Sú staðreynd að þunglyndi skuli vera tabú sé alvarlegt vandamál. „Ég veit að það eru margir í þessu samfélagi sem þjást,“ segir Gunnar en hann fékk mikil viðbrögð í kjölfar færslu sinnar í gær. „Ég hef ekki við að svara fólki sem er að koma „út úr skápnum“ með sitt þunglyndi og þorir ekki að segja frá.“Fleiri deyja af völdum sjálfsmorðs en í umferðinniGunnar telur að þörf sé á vitundarvakningu og að vandamálið felist fyrst og fremst í því að fólk vilji ekki horfast í augu við sjúkdóminn. Hann bendir á að almennt deyi fleiri af völdum sjálfsvígs en í umferðarslysum á ári hverju. „Mér finnst við vera að gera góða hluti í forvörnum varðandi banaslys í umferðinni en það er eins og fólk vilji ekki horfast í augu við að þetta sé eitthvað sem getur komið fyrir það sjálft eða nákomna.“ Gunnar bendir á að árið 2014 féllu 49 manns fyrir eigin hendi en sama ár létust aðeins fjórir í umferðinni.Hefur verið hvattur til þess að fara alla leiðÞótt viðbrögð Gunnars við færslunni í gær hafi langflest verið af jákvæðum toga segir hann að honum hafi einnig borist hatursfull skilaboð. „Ég hef fengið á mig árásir og ég hef verið hvattur til þess að ganga alla leið og fyrirfara mér,“ segir Gunnar. Honum hafi verið bent á að hann ætti ekki að vera á launum hjá ríkinu og að hann hefði ekki átt að sækja um starf alþingismanns. „Ég velti fyrir mér hver viðbrögðin hefðu verið ef ég hefði fengið botnlangabólgu eða verið sykursjúkur. Mér finnst þetta vera gríðarlegir fordómar,“ segir Gunnar. Hann tekur fram að honum þyki síst af öllu skemmtilegt að opinbera veikindi sín fyrir þjóðinni. „Ég er ekki að gera þetta að neinu leyti vega þess að mér þykir gaman að standa fyrir framan alþjóð og opinbera mín veikustu sár. Ég er einungis að gera þetta vegna þess að ég þekki persónulega þrjá mjög góða vini sem hafa fallið frá af völdum þessa sjúkdóms. Við þurfum að efla heilbrigðiskerfið og það verður efst á baugi hjá mér þegar ég kem aftur úr veikindaleyfi. Við verðum að hjálpa þessu fólki.“ Aðspurður um hvort honum hafi erfitt að stíga skrefið og greina frá veikindum segir hann að svo hafi vissulega verið. „Mér fannst vera réttast sem alþingismaður að greina mínum kjósendum frá því hvernig ástandið væri á mér og um leið að taka tabúið burt“Áfengismeðferðin breytti ölluGunnar hafði verið laus við þunglyndið í nokkurn tíma þangað til þess að sjúkdómurinn knúði dyra nú fyrir skemmstu. „Ég var búinn að vera góður í rúmt ár. Ég fór í áfengismeðferð í fyrra og hún breytti í raun og veru lífi mínu.“ Gunnar segir að árið hafi verið gott, eftir áfengismeðferðina náði hann betri tengslum við dóttur sína og fjölskyldu. Þess auki náði hann kjöri á Alþingi nú í haust. „Allt hefur í raun og veru verið eins og dans á rósum þangað til boðefnin í höfðinu á mér fóru að segja eitthvað annað.“ Gunnar lýsir sjúkdómnum sem algjöru svartnætti. „Maður missir allan vilja til allra verka, hættir að hirða sjálfan sig og aðra og hafa samband við vini sína. Maður einangrar sig og bara líður vítiskvalir. Maður grætur einn uppi í rúmi heilu dagana án þess að gera neitt eða fara út eða borða eða gera neitt,“ segir Gunnar. Hann telur þó að með góðri meðferð og réttum lyfjum sé hægt að ná sér af sjúkdómnum. „Ég hef veikst tvisvar alvarlega af þessu [þunglyndi]. Ég komst upp úr því einu sinni og mun gera það aftur. Það er hægt að sleppa við þetta, þú þarft ekki að deyja.“Ætlaði að fyrirfara sér ásamt besta vini sínumGunnar segist hugsa daglega um sjálfsvíg þegar hann er langt niðri. Þegar fólk geti ekki hugsað um neitt jákvætt sé oft ekkert annað í stöðunni. „Þegar maður getur ekki hugsað sér neitt jákvætt þá er bara ein leið út. Þetta er leiðin sem um fimmtíu manns á Íslandi fara á hverju ári,“ segir Gunnar og ítrekar að með eflingu heilbrigðiskerfisins sé hægt að lækka þessa tölu. „Þegar ég kem aftur á þing þá mun ég verða tvíefldur við að bæta þetta kerfi og bjarga þessum mannslífum.“ Gunnar hefur sjálfur reynt sjálfsvíg oftar en einu sinni. „Versta tilfellið var þegar ég og besti vinur minn ætluðum að fyrirfara okkur saman. Ég hætti við á síðustu stundu og reyndi að elta hann uppi. Ég missti hins vegar af honum og hann fannst í fjörunni næsta morgun.“ Gunnar segir að bann við allri vímuefnaneyslu, reglulegar heimsóknir til sálfræðings eða geðlæknis og rétt lyf hafi hjálpað honum í glímunni við þunglyndi. Ýmislegt sé til ráða fyrir þá sem glíma við þennan lúmska sjúkdóm. „Það eru alls konar möguleikar og alls konar von.“ Alþingi Tengdar fréttir Þingmaður tekur sér tímabundið leyfi vegna þunglyndis Gunnar Hrafn segist vilja sýna gott fordæmi sem þingmaður í baráttunni við veikindi sín. 20. desember 2016 19:32 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Gunnar Hrafn Jónsson, nýr alþingismaður Pírata, setti inn færslu á Facebook í gær þar sem hann greindi frá alvarlegu þunglyndi sem hann glímir við um þessar mundir. Hann hefur tekið sér tímabundið leyfi frá störfum sínum á Alþingi vegna veikindanna. Inntur eftir ástæðu fyrir því hvers vegna hann ákvað að stíga fram og segja frá veikindum sínum núna segir Gunnar að enn sé algengt að fólk sem þjáist af þunglyndi beri harm sinn í hljóði. Sú staðreynd að þunglyndi skuli vera tabú sé alvarlegt vandamál. „Ég veit að það eru margir í þessu samfélagi sem þjást,“ segir Gunnar en hann fékk mikil viðbrögð í kjölfar færslu sinnar í gær. „Ég hef ekki við að svara fólki sem er að koma „út úr skápnum“ með sitt þunglyndi og þorir ekki að segja frá.“Fleiri deyja af völdum sjálfsmorðs en í umferðinniGunnar telur að þörf sé á vitundarvakningu og að vandamálið felist fyrst og fremst í því að fólk vilji ekki horfast í augu við sjúkdóminn. Hann bendir á að almennt deyi fleiri af völdum sjálfsvígs en í umferðarslysum á ári hverju. „Mér finnst við vera að gera góða hluti í forvörnum varðandi banaslys í umferðinni en það er eins og fólk vilji ekki horfast í augu við að þetta sé eitthvað sem getur komið fyrir það sjálft eða nákomna.“ Gunnar bendir á að árið 2014 féllu 49 manns fyrir eigin hendi en sama ár létust aðeins fjórir í umferðinni.Hefur verið hvattur til þess að fara alla leiðÞótt viðbrögð Gunnars við færslunni í gær hafi langflest verið af jákvæðum toga segir hann að honum hafi einnig borist hatursfull skilaboð. „Ég hef fengið á mig árásir og ég hef verið hvattur til þess að ganga alla leið og fyrirfara mér,“ segir Gunnar. Honum hafi verið bent á að hann ætti ekki að vera á launum hjá ríkinu og að hann hefði ekki átt að sækja um starf alþingismanns. „Ég velti fyrir mér hver viðbrögðin hefðu verið ef ég hefði fengið botnlangabólgu eða verið sykursjúkur. Mér finnst þetta vera gríðarlegir fordómar,“ segir Gunnar. Hann tekur fram að honum þyki síst af öllu skemmtilegt að opinbera veikindi sín fyrir þjóðinni. „Ég er ekki að gera þetta að neinu leyti vega þess að mér þykir gaman að standa fyrir framan alþjóð og opinbera mín veikustu sár. Ég er einungis að gera þetta vegna þess að ég þekki persónulega þrjá mjög góða vini sem hafa fallið frá af völdum þessa sjúkdóms. Við þurfum að efla heilbrigðiskerfið og það verður efst á baugi hjá mér þegar ég kem aftur úr veikindaleyfi. Við verðum að hjálpa þessu fólki.“ Aðspurður um hvort honum hafi erfitt að stíga skrefið og greina frá veikindum segir hann að svo hafi vissulega verið. „Mér fannst vera réttast sem alþingismaður að greina mínum kjósendum frá því hvernig ástandið væri á mér og um leið að taka tabúið burt“Áfengismeðferðin breytti ölluGunnar hafði verið laus við þunglyndið í nokkurn tíma þangað til þess að sjúkdómurinn knúði dyra nú fyrir skemmstu. „Ég var búinn að vera góður í rúmt ár. Ég fór í áfengismeðferð í fyrra og hún breytti í raun og veru lífi mínu.“ Gunnar segir að árið hafi verið gott, eftir áfengismeðferðina náði hann betri tengslum við dóttur sína og fjölskyldu. Þess auki náði hann kjöri á Alþingi nú í haust. „Allt hefur í raun og veru verið eins og dans á rósum þangað til boðefnin í höfðinu á mér fóru að segja eitthvað annað.“ Gunnar lýsir sjúkdómnum sem algjöru svartnætti. „Maður missir allan vilja til allra verka, hættir að hirða sjálfan sig og aðra og hafa samband við vini sína. Maður einangrar sig og bara líður vítiskvalir. Maður grætur einn uppi í rúmi heilu dagana án þess að gera neitt eða fara út eða borða eða gera neitt,“ segir Gunnar. Hann telur þó að með góðri meðferð og réttum lyfjum sé hægt að ná sér af sjúkdómnum. „Ég hef veikst tvisvar alvarlega af þessu [þunglyndi]. Ég komst upp úr því einu sinni og mun gera það aftur. Það er hægt að sleppa við þetta, þú þarft ekki að deyja.“Ætlaði að fyrirfara sér ásamt besta vini sínumGunnar segist hugsa daglega um sjálfsvíg þegar hann er langt niðri. Þegar fólk geti ekki hugsað um neitt jákvætt sé oft ekkert annað í stöðunni. „Þegar maður getur ekki hugsað sér neitt jákvætt þá er bara ein leið út. Þetta er leiðin sem um fimmtíu manns á Íslandi fara á hverju ári,“ segir Gunnar og ítrekar að með eflingu heilbrigðiskerfisins sé hægt að lækka þessa tölu. „Þegar ég kem aftur á þing þá mun ég verða tvíefldur við að bæta þetta kerfi og bjarga þessum mannslífum.“ Gunnar hefur sjálfur reynt sjálfsvíg oftar en einu sinni. „Versta tilfellið var þegar ég og besti vinur minn ætluðum að fyrirfara okkur saman. Ég hætti við á síðustu stundu og reyndi að elta hann uppi. Ég missti hins vegar af honum og hann fannst í fjörunni næsta morgun.“ Gunnar segir að bann við allri vímuefnaneyslu, reglulegar heimsóknir til sálfræðings eða geðlæknis og rétt lyf hafi hjálpað honum í glímunni við þunglyndi. Ýmislegt sé til ráða fyrir þá sem glíma við þennan lúmska sjúkdóm. „Það eru alls konar möguleikar og alls konar von.“
Alþingi Tengdar fréttir Þingmaður tekur sér tímabundið leyfi vegna þunglyndis Gunnar Hrafn segist vilja sýna gott fordæmi sem þingmaður í baráttunni við veikindi sín. 20. desember 2016 19:32 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Þingmaður tekur sér tímabundið leyfi vegna þunglyndis Gunnar Hrafn segist vilja sýna gott fordæmi sem þingmaður í baráttunni við veikindi sín. 20. desember 2016 19:32