Þorsteinn Sæmundsson: Augljóst að flokksþing yrði fyrir kosningar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 21. ágúst 2016 13:43 Misjafnar skoðanir virðast vera á því innan Framsóknarflokksins hvort halda eigi flokksþing fyrir komandi kosningar. Vísir Þingmaður Framsóknarflokksins segir augljóst að verði boðað til flokksþings að þá muni það fara fram fyrir kosningar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins segir hins vegar að þegar liggi fyrir að boðað verði til flokksþings, en þó sé ekki víst hvort það fari fram fyrir eða eftir kosningar. Tillaga á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi um að óska eftir flokksþingi í haust var felld í gær. Tillaga sama efnis var hins vegar samþykkt í Norðvestur- og Suðurkjördæmi. Samkvæmt reglum Framsóknarflokksins er skylt að boða til flokksþings ef meirihluti kjördæmisþinga óskar þess en þau eru fimm talsins. Í næstu viku fara fram kjördæmisþing flokksins í Suðurvesturkjördæmi og í Reykjavík og því ljóst að boðað verður til flokksþings samþykki annað þessara slíka tillögu en þar er æðsta stjórn flokksins kosin, það er formaður, varaformaður og ritari.Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins.Æskilegt að boða til flokksþingsÞorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurvesturkjördæmi, kemur til með að sitja bæði þessi kjördæmisþing en hann gefur kost á sér í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi kosningar „Ég held að það sé að mörgu leyti æskilegt að flýta flokksþingi. Bæði til að skerpa á stefnunni fyrir kosningar og ég held að það sé bara gott fyrir forystuna að fá endurnýjað umboð og fara þannig inn í kosningar.“Áttu von á að slík tillaga komi fram á kjördæmisþingum í Suðurvesturkjördæmi og í Reykjavík?„Ég á nú frekar von á því, já,“ segir Þorsteinn.Sigmundur Davíð, formaður Framsóknarflokksins.Kostir og gallarSigmundur Davíð segir þá tillögu sem var felld á kjördæmisþingi í Norðausturkjördæmi í gær hafa verið aukaatriði þar sem það liggi fyrir nú þegar að boðað verði til flokksþings. „Það er búið að boða miðstjórnarfund sem að sér um boðun flokksþings. Þannig að það fer bara sinn vanagang,“ segir Sigmundur.Hvers vegna segir þú að það sé búið að boða til flokksþings?„Vegna þess að það er hlutverk haustfundar miðstjórnar flokksþings að boða til flokksþings.“Ertu þá að tala um að það liggi fyrir að það verði flokksþing fyrir kosningar„Miðstjórnin bara metur það hvenær eða hvaða dagsetning hentar best.“Þannig að það liggur ekki fyrir ákvörðun um það að það verði flokksþing fyrir kosningar?„Nei, það bara geri ég ráð fyrir að menn meti hvaða tímasetning henti best.“Hver er þín skoðun á þessu, hvort það eigi að boða til flokksþings fyrir kosningar eða ekki?„Það eru svona bæði kostir og gallar við það að hafa hefðbundna aðferð, sem mér sýnist aðrir flokkar ætla að hafa, eða að breyta útaf því vegna þess að kosningar séu haldnar á svona óvenjulegum tíma. Við munum bara ræða það og meta á miðstjórnarfundi.“En þú vilt ekki gefa upp þína afstöðu?„Ég er bara að reyna að meta það eins og aðrir flokksmenn hvað henti best í því,“ segir Sigmundur Davíð.Augljóst að flokksþing yrði fyrir kosningarÞorsteinn Sæmundsson segir hins vegar augljóst að slíkt flokksþing kæmi til með að fara fram fyrir kosningar.Áttu von á að það verði flokksþing fyrir kosningar?„Ef við ákveðum að flýta flokksþingi að þá verður það haldið fyrir kosningar. Því að reglulegur tími flokksþings er að mig minnir í febrúar eða mars. Þannig að ef við ætluðum að flýta því hvort sem er, þá yrði því flýtt þannig að það yrði fyrir kosningar. Annars yrði enginn sérstakur akkur í því að flýta því,“ segir Þorsteinn. Kosningar 2016 X16 Norðaustur X16 Reykjavík Norður X16 Reykjavík Suður X16 Suður Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins segir augljóst að verði boðað til flokksþings að þá muni það fara fram fyrir kosningar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins segir hins vegar að þegar liggi fyrir að boðað verði til flokksþings, en þó sé ekki víst hvort það fari fram fyrir eða eftir kosningar. Tillaga á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi um að óska eftir flokksþingi í haust var felld í gær. Tillaga sama efnis var hins vegar samþykkt í Norðvestur- og Suðurkjördæmi. Samkvæmt reglum Framsóknarflokksins er skylt að boða til flokksþings ef meirihluti kjördæmisþinga óskar þess en þau eru fimm talsins. Í næstu viku fara fram kjördæmisþing flokksins í Suðurvesturkjördæmi og í Reykjavík og því ljóst að boðað verður til flokksþings samþykki annað þessara slíka tillögu en þar er æðsta stjórn flokksins kosin, það er formaður, varaformaður og ritari.Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins.Æskilegt að boða til flokksþingsÞorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurvesturkjördæmi, kemur til með að sitja bæði þessi kjördæmisþing en hann gefur kost á sér í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi kosningar „Ég held að það sé að mörgu leyti æskilegt að flýta flokksþingi. Bæði til að skerpa á stefnunni fyrir kosningar og ég held að það sé bara gott fyrir forystuna að fá endurnýjað umboð og fara þannig inn í kosningar.“Áttu von á að slík tillaga komi fram á kjördæmisþingum í Suðurvesturkjördæmi og í Reykjavík?„Ég á nú frekar von á því, já,“ segir Þorsteinn.Sigmundur Davíð, formaður Framsóknarflokksins.Kostir og gallarSigmundur Davíð segir þá tillögu sem var felld á kjördæmisþingi í Norðausturkjördæmi í gær hafa verið aukaatriði þar sem það liggi fyrir nú þegar að boðað verði til flokksþings. „Það er búið að boða miðstjórnarfund sem að sér um boðun flokksþings. Þannig að það fer bara sinn vanagang,“ segir Sigmundur.Hvers vegna segir þú að það sé búið að boða til flokksþings?„Vegna þess að það er hlutverk haustfundar miðstjórnar flokksþings að boða til flokksþings.“Ertu þá að tala um að það liggi fyrir að það verði flokksþing fyrir kosningar„Miðstjórnin bara metur það hvenær eða hvaða dagsetning hentar best.“Þannig að það liggur ekki fyrir ákvörðun um það að það verði flokksþing fyrir kosningar?„Nei, það bara geri ég ráð fyrir að menn meti hvaða tímasetning henti best.“Hver er þín skoðun á þessu, hvort það eigi að boða til flokksþings fyrir kosningar eða ekki?„Það eru svona bæði kostir og gallar við það að hafa hefðbundna aðferð, sem mér sýnist aðrir flokkar ætla að hafa, eða að breyta útaf því vegna þess að kosningar séu haldnar á svona óvenjulegum tíma. Við munum bara ræða það og meta á miðstjórnarfundi.“En þú vilt ekki gefa upp þína afstöðu?„Ég er bara að reyna að meta það eins og aðrir flokksmenn hvað henti best í því,“ segir Sigmundur Davíð.Augljóst að flokksþing yrði fyrir kosningarÞorsteinn Sæmundsson segir hins vegar augljóst að slíkt flokksþing kæmi til með að fara fram fyrir kosningar.Áttu von á að það verði flokksþing fyrir kosningar?„Ef við ákveðum að flýta flokksþingi að þá verður það haldið fyrir kosningar. Því að reglulegur tími flokksþings er að mig minnir í febrúar eða mars. Þannig að ef við ætluðum að flýta því hvort sem er, þá yrði því flýtt þannig að það yrði fyrir kosningar. Annars yrði enginn sérstakur akkur í því að flýta því,“ segir Þorsteinn.
Kosningar 2016 X16 Norðaustur X16 Reykjavík Norður X16 Reykjavík Suður X16 Suður Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira