Brúnum eggjum kastað í Matís fyrir misskilning Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. nóvember 2016 14:52 Steinar B. Aðalbjörnsson, upplýsingafulltrúi Matís, gerir ráð fyrir að gremja eggjakastarans hafi beinst að Matvælastofnun. Mynd/Steinar B. Aðalbjörnsson Eggjaklessur blöstu við starfsmanni Matís í morgun þegar hann var að taka aðalinnganginn úr lás. Steinar B. Aðalbjörnsson, upplýsingafulltrúi Matís, gerir ráð fyrir að gremja eggjakastarans hafi beinst að Matvælastofnun og segir það algengt að fólk rugli saman Matís og MAST. „Það var manneskja sem mætti rétt fyrir átta sem opnar hurðina, aðalinnganginn, tekur hann úr lás og þá blasti þetta við þarna að mestu leyti á stéttinni fyrir framan en það slettist aðeins upp á glerhurðina. Þetta var ekki mikið,“ segir Steinar í samtali við Vísi. Voru þetta brúnegg? „Þau voru allavega brún á litinn, ég veit ekki hvaðan þau komu en þau voru brún á litinn.“ Matís hefur undanfarið reynt að skilja á milli Matís, Matvís og Matvælastofnunnar sem oft er skammstöfuð MAST. „Við höfum náttúrulega fundið fyrir þessu í gegnum tíðina að fólk sé að rugla okkur ansi mikið saman. Við höfum fengið skammir frá fólki sem hefur til dæmis átt erindi til matvælastofnunar útaf einhverjum málum, það hefur ekki verið sátt. Þá hefur fólk kannski verið að skamma okkur á samfélagsmiðlum eða eitthvað slíkt.“ Matís er opinbert hlutafélag sem sinnir fjölbreyttu rannsókna- þjónustu- og nýsköpunarstarfi í matvæla- og líftækniiðnaði. Matvælastofnun (MAST) er ríkisstofnun sem sinnir meðal annars stjórnsýslu og eftirliti og samræmir starfsemi heilbrigðiseftirlitsins á landsvísu. Matvís eru svo félagasamtök iðnaðarmanna í matvæla- og veitingageiranum. „Þó við snúumst kannski öll í kringum matvælin að einhverju leyti þá erum við þrjár ólíkar einingar. Það sem flækir málin svo er að við sinnum ákveðinni þjónustu fyrir Matvælastofnun. Við rannsökum sýni sem þau koma með til okkar og þá eru þau viðskiptavinir eins og hver annar,“ segir Steinar. Brúneggjamálið Tengdar fréttir Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49 Stærstu eggjaframleiðendur landsins: Matvælastofnun brást ábyrgðarhlutverki sínu Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. 29. nóvember 2016 12:22 Brúnegg hafa hagnast um 113 milljónir á þremur árum Brúnegg hagnaðist um 42 milljónir árið 2015. 29. nóvember 2016 10:30 Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Eggjaklessur blöstu við starfsmanni Matís í morgun þegar hann var að taka aðalinnganginn úr lás. Steinar B. Aðalbjörnsson, upplýsingafulltrúi Matís, gerir ráð fyrir að gremja eggjakastarans hafi beinst að Matvælastofnun og segir það algengt að fólk rugli saman Matís og MAST. „Það var manneskja sem mætti rétt fyrir átta sem opnar hurðina, aðalinnganginn, tekur hann úr lás og þá blasti þetta við þarna að mestu leyti á stéttinni fyrir framan en það slettist aðeins upp á glerhurðina. Þetta var ekki mikið,“ segir Steinar í samtali við Vísi. Voru þetta brúnegg? „Þau voru allavega brún á litinn, ég veit ekki hvaðan þau komu en þau voru brún á litinn.“ Matís hefur undanfarið reynt að skilja á milli Matís, Matvís og Matvælastofnunnar sem oft er skammstöfuð MAST. „Við höfum náttúrulega fundið fyrir þessu í gegnum tíðina að fólk sé að rugla okkur ansi mikið saman. Við höfum fengið skammir frá fólki sem hefur til dæmis átt erindi til matvælastofnunar útaf einhverjum málum, það hefur ekki verið sátt. Þá hefur fólk kannski verið að skamma okkur á samfélagsmiðlum eða eitthvað slíkt.“ Matís er opinbert hlutafélag sem sinnir fjölbreyttu rannsókna- þjónustu- og nýsköpunarstarfi í matvæla- og líftækniiðnaði. Matvælastofnun (MAST) er ríkisstofnun sem sinnir meðal annars stjórnsýslu og eftirliti og samræmir starfsemi heilbrigðiseftirlitsins á landsvísu. Matvís eru svo félagasamtök iðnaðarmanna í matvæla- og veitingageiranum. „Þó við snúumst kannski öll í kringum matvælin að einhverju leyti þá erum við þrjár ólíkar einingar. Það sem flækir málin svo er að við sinnum ákveðinni þjónustu fyrir Matvælastofnun. Við rannsökum sýni sem þau koma með til okkar og þá eru þau viðskiptavinir eins og hver annar,“ segir Steinar.
Brúneggjamálið Tengdar fréttir Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49 Stærstu eggjaframleiðendur landsins: Matvælastofnun brást ábyrgðarhlutverki sínu Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. 29. nóvember 2016 12:22 Brúnegg hafa hagnast um 113 milljónir á þremur árum Brúnegg hagnaðist um 42 milljónir árið 2015. 29. nóvember 2016 10:30 Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49
Stærstu eggjaframleiðendur landsins: Matvælastofnun brást ábyrgðarhlutverki sínu Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. 29. nóvember 2016 12:22
Brúnegg hafa hagnast um 113 milljónir á þremur árum Brúnegg hagnaðist um 42 milljónir árið 2015. 29. nóvember 2016 10:30
Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28