Skýr dómur og hluti neyðarbrautar þegar farinn Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. mars 2016 19:30 Nú þegar hefur verið fjárfest fyrir mörg hundruð milljónir króna vegna íbúðabyggðar á Hlíðarenda og stór hluti Norðaustur-Suðvestur-flugbrautarinnar, svokallaðrar neyðarbrautar, hefur þegar verið fjarlægður. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að samningur sem innanríkisráðherra undirritaði í október 2013 feli í sér skýra og fyrirvaralausa skuldbindingu ráðherra um að loka brautinni. Því er slegið föstu með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gær að innanríkisráðherra geti gefið Isavia bindandi fyrirmæli um lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli. Og að í lögum sé ekki að finna sérstakar reglur um flugvöllinn sem takmarka vald ráðherra við ákvarðanir um málefni hans. Síðan er í forsendum dómsins vitnað í samkomulag sem Hanna Birna Kristjánsdóttir þáverandi innanríkisráðhera og Jón Gnarr þáverandi borgarstjóri undirrituðu 25. október 2013 en dómnum segir: „Við túlkun skjalsins verður í fyrsta lagi að líta til þess að orðalag annars liðar þess felur í sér skýra og fyrirvaralausa skuldbindingu innanríkisráðherra um að loka umræddri NA/SV-flugbraut og endurskoða skipulagsreglur flugvallarins til samræmis við það.“ Dómurinn er mjög afdráttarlaus en í forsendum hans segir til dæmis: „Verður yfirlýsingin jafnframt ekki túlkuð á aðra leið en að meginskylda ráðherrans hafi falist í því að loka umræddri flugbraut.“ NA/SV-flugbrautin hefur verið kölluð neyðarbraut í opinberri umræðu. Búið er að fjárfesta fyrir mörg hundruð milljónir króna á Hlíðarenda, bæði af einka- og opinberu fé. Þá hefur stór hluti neyðarbrautarinnar þegar verið fjarlægður en hér sjást leifar þess hluta sem tekinn var. „Þær framkvæmdir sem hér hafa verið í gangi undanfarið ár eru mestmegnis gatnagerðarframkvæmdir sem borgin ber kostnað af. Ég gæti trúað að þær framkvæmdir væru einhvers staðar á bilinu 5-600 milljónir,“ segir Brynjar Harðarson frakmvæmdastjóri Valsmanna hf. Fastlega má búast við að íbúðir við Hlíðarenda verði eftirsóttar. Fermetraverð í Norðurmýri er um hálf milljón króna ef menn vilja glöggva sig á verðinu. Á Hlíðarenda verður blönduð byggð með litlum og meðalstórum íbúðum fyrir fjölskyldur. Brynjar Harðarson segir að fyrstu húsin gætu risið á þessu ári ef allt gengur eftir. „Ég á von á því að raunverulegar byggingaframkvæmdir hefjist á þessu ári. Og helst bara í sumar en það fer eftir því hvort ríkið áfrýjar þessum dómi til Hæstaréttar,“ segir Brynjar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun hjá ríkislögmanni um áfrýjun dómsins. Vegna eðlis málsins og hversu umdeilt það er í samfélaginu er frekar líklegt að dómnum verði áfrýjað en ríkislögmaður mun taka slíka ákvörðun að fengnu samráði við innanríkisráðuneytið. Þá má allt eins búast við fjölskipuðum Hæstarétti þegar málið verður tekið fyrir. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Nú þegar hefur verið fjárfest fyrir mörg hundruð milljónir króna vegna íbúðabyggðar á Hlíðarenda og stór hluti Norðaustur-Suðvestur-flugbrautarinnar, svokallaðrar neyðarbrautar, hefur þegar verið fjarlægður. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að samningur sem innanríkisráðherra undirritaði í október 2013 feli í sér skýra og fyrirvaralausa skuldbindingu ráðherra um að loka brautinni. Því er slegið föstu með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gær að innanríkisráðherra geti gefið Isavia bindandi fyrirmæli um lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli. Og að í lögum sé ekki að finna sérstakar reglur um flugvöllinn sem takmarka vald ráðherra við ákvarðanir um málefni hans. Síðan er í forsendum dómsins vitnað í samkomulag sem Hanna Birna Kristjánsdóttir þáverandi innanríkisráðhera og Jón Gnarr þáverandi borgarstjóri undirrituðu 25. október 2013 en dómnum segir: „Við túlkun skjalsins verður í fyrsta lagi að líta til þess að orðalag annars liðar þess felur í sér skýra og fyrirvaralausa skuldbindingu innanríkisráðherra um að loka umræddri NA/SV-flugbraut og endurskoða skipulagsreglur flugvallarins til samræmis við það.“ Dómurinn er mjög afdráttarlaus en í forsendum hans segir til dæmis: „Verður yfirlýsingin jafnframt ekki túlkuð á aðra leið en að meginskylda ráðherrans hafi falist í því að loka umræddri flugbraut.“ NA/SV-flugbrautin hefur verið kölluð neyðarbraut í opinberri umræðu. Búið er að fjárfesta fyrir mörg hundruð milljónir króna á Hlíðarenda, bæði af einka- og opinberu fé. Þá hefur stór hluti neyðarbrautarinnar þegar verið fjarlægður en hér sjást leifar þess hluta sem tekinn var. „Þær framkvæmdir sem hér hafa verið í gangi undanfarið ár eru mestmegnis gatnagerðarframkvæmdir sem borgin ber kostnað af. Ég gæti trúað að þær framkvæmdir væru einhvers staðar á bilinu 5-600 milljónir,“ segir Brynjar Harðarson frakmvæmdastjóri Valsmanna hf. Fastlega má búast við að íbúðir við Hlíðarenda verði eftirsóttar. Fermetraverð í Norðurmýri er um hálf milljón króna ef menn vilja glöggva sig á verðinu. Á Hlíðarenda verður blönduð byggð með litlum og meðalstórum íbúðum fyrir fjölskyldur. Brynjar Harðarson segir að fyrstu húsin gætu risið á þessu ári ef allt gengur eftir. „Ég á von á því að raunverulegar byggingaframkvæmdir hefjist á þessu ári. Og helst bara í sumar en það fer eftir því hvort ríkið áfrýjar þessum dómi til Hæstaréttar,“ segir Brynjar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun hjá ríkislögmanni um áfrýjun dómsins. Vegna eðlis málsins og hversu umdeilt það er í samfélaginu er frekar líklegt að dómnum verði áfrýjað en ríkislögmaður mun taka slíka ákvörðun að fengnu samráði við innanríkisráðuneytið. Þá má allt eins búast við fjölskipuðum Hæstarétti þegar málið verður tekið fyrir.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira