Íslenskir stuðningsmenn þurfa ekki að óttast um öryggi sitt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júní 2016 22:00 Íslenskur lögreglumaður sem er hluti af öryggisteymi á Evrópumótinu í knattspyrnu á ekki von á vandræðum þegar íslenskir og portúgalskir stuðningsmenn koma saman í Saint-Étienne á þriðjudaginn. Til átaka kom milli stuðningsmanna Rússa og Englendinga í Marseille í gærkvöldi. Englendingar eru í sárum eftir að hafa misst unninn leik niður í jafntefli á lokamínútunum í gær. Athygli fjölmiðla eftir leik fór þó fljótlega að beinast að átökum stuðningsmanna þjóðanna, bæði í stúkunni og á götum Marseille. Reiknað er með því að UEFA refsi Rússum harðlega fyrir framkomu sinna stuðningsmanna.“ Stuðningsmenn Rússa eru sakaðir um kynþáttaníð og ofbeldi á áhorfendapöllunum á Stade Velodrome. Að leik loknum þurfti lögregla að beita táragasi til að sundra stuðningsmönnum þjóðanna. Ekki slagsmál úti um alla borg Tjörvi Einarsson, íslenskur lögreglufulltrúi sem er hluti af öryggisteymi Evrópumótsins, segir að þótt átökin séu alvarleg verði að hafa í huga að þau séu staðbundin og eigi aðeins við um brotabrot stuðningsmanna „Átökin virðast ekki vera jafnútbreidd og má lesa út úr fjölmiðlum. Og þau virðast vera bundin við hópa af bullum,“ segir Tjörvi. Það séu þær sem eru að slást á milli sín og ekki þannig að um sé að ræða slagsmál úti um alla borg. Langflestir stuðningsmenn ætli að skemmta sér í Frakklandi og hvetur Tjörvi stuðningsmenn til að mæta á svokölluð Fan Zone þar sem eru risaskjáir, ókeypis inn og mikið öryggi. „Því miður eru ekki alveg allir sem hafa sömu skilgreiningu á skemmtun og við hin. Við brýnum fyrir fólki að vera ekki að ögra, það er ekki víst að því verði vel tekið, og kannski ekki öllum sem finnst stríðni jafnfyndin,“ segir Tjörvi. Það séu almennar varúðarráðleggingar.Ekki fyrir venjulegt fólk að hafa áhyggjur Ísland mætir Portúgal í Saint-Étienne á þriðjudaginn og hefur ekki áhyggjur af öryggi Íslendinga. „Það er haldið vel utan um öryggismál og 99% ætla ég að leyfa mér að fullyrða eru komin til að gera þetta á friðsamlegum nótum. Við venjulega fólkið eigum ekki að hafa of miklar áhyggjur af þeim. Bara þekkja að þetta sé til og vera ekki að sogast inn í svoleiðis vitlteysu.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39 EM í dag: Hótelhittingur og bullurnar í Marseille Fréttamenn 365 12. júní 2016 09:00 Íslendingur í táragasi í Marseille: „Þetta var svolítið scary“ Birkir Björnsson varð vitni að óeirðunum í strandborginni í Frakklandi í gær. 12. júní 2016 13:03 UEFA grípur til aðgerða gagnvart Rússum eftir ólætin í Marseille Ólætin í Marseille gætu dregið dilk á eftir sér. 12. júní 2016 12:22 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Sjá meira
Íslenskur lögreglumaður sem er hluti af öryggisteymi á Evrópumótinu í knattspyrnu á ekki von á vandræðum þegar íslenskir og portúgalskir stuðningsmenn koma saman í Saint-Étienne á þriðjudaginn. Til átaka kom milli stuðningsmanna Rússa og Englendinga í Marseille í gærkvöldi. Englendingar eru í sárum eftir að hafa misst unninn leik niður í jafntefli á lokamínútunum í gær. Athygli fjölmiðla eftir leik fór þó fljótlega að beinast að átökum stuðningsmanna þjóðanna, bæði í stúkunni og á götum Marseille. Reiknað er með því að UEFA refsi Rússum harðlega fyrir framkomu sinna stuðningsmanna.“ Stuðningsmenn Rússa eru sakaðir um kynþáttaníð og ofbeldi á áhorfendapöllunum á Stade Velodrome. Að leik loknum þurfti lögregla að beita táragasi til að sundra stuðningsmönnum þjóðanna. Ekki slagsmál úti um alla borg Tjörvi Einarsson, íslenskur lögreglufulltrúi sem er hluti af öryggisteymi Evrópumótsins, segir að þótt átökin séu alvarleg verði að hafa í huga að þau séu staðbundin og eigi aðeins við um brotabrot stuðningsmanna „Átökin virðast ekki vera jafnútbreidd og má lesa út úr fjölmiðlum. Og þau virðast vera bundin við hópa af bullum,“ segir Tjörvi. Það séu þær sem eru að slást á milli sín og ekki þannig að um sé að ræða slagsmál úti um alla borg. Langflestir stuðningsmenn ætli að skemmta sér í Frakklandi og hvetur Tjörvi stuðningsmenn til að mæta á svokölluð Fan Zone þar sem eru risaskjáir, ókeypis inn og mikið öryggi. „Því miður eru ekki alveg allir sem hafa sömu skilgreiningu á skemmtun og við hin. Við brýnum fyrir fólki að vera ekki að ögra, það er ekki víst að því verði vel tekið, og kannski ekki öllum sem finnst stríðni jafnfyndin,“ segir Tjörvi. Það séu almennar varúðarráðleggingar.Ekki fyrir venjulegt fólk að hafa áhyggjur Ísland mætir Portúgal í Saint-Étienne á þriðjudaginn og hefur ekki áhyggjur af öryggi Íslendinga. „Það er haldið vel utan um öryggismál og 99% ætla ég að leyfa mér að fullyrða eru komin til að gera þetta á friðsamlegum nótum. Við venjulega fólkið eigum ekki að hafa of miklar áhyggjur af þeim. Bara þekkja að þetta sé til og vera ekki að sogast inn í svoleiðis vitlteysu.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39 EM í dag: Hótelhittingur og bullurnar í Marseille Fréttamenn 365 12. júní 2016 09:00 Íslendingur í táragasi í Marseille: „Þetta var svolítið scary“ Birkir Björnsson varð vitni að óeirðunum í strandborginni í Frakklandi í gær. 12. júní 2016 13:03 UEFA grípur til aðgerða gagnvart Rússum eftir ólætin í Marseille Ólætin í Marseille gætu dregið dilk á eftir sér. 12. júní 2016 12:22 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Sjá meira
Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39
Íslendingur í táragasi í Marseille: „Þetta var svolítið scary“ Birkir Björnsson varð vitni að óeirðunum í strandborginni í Frakklandi í gær. 12. júní 2016 13:03
UEFA grípur til aðgerða gagnvart Rússum eftir ólætin í Marseille Ólætin í Marseille gætu dregið dilk á eftir sér. 12. júní 2016 12:22