Yfir fimmtán hundruð bjóða sig fram til Alþingis og setja nýtt met Þorgeir Helgason skrifar 10. október 2016 07:00 Frambjóðendur til alþingiskosninga eru 1.534 talsins. Vísir/Stefán Alþingiskosningarnar 29. október verða þær fjórðu á rúmum níu árum. Frestur til að skila framboðslistum til kosninga til Alþingis rennur út klukkan 12 á hádegi þann 14. október. Stjórnmálahreyfingar sem hafa ekki fengið skráðan listabókstaf þurfa að tilkynna framboð sitt eigi síðar en klukkan 12 á hádegi þann 11. október. Þrettán stjórnmálaflokkar hafa boðað framboð til alþingiskosninganna, tólf í öllum kjördæmum. Aðeins einu sinni hafa fleiri stjórnmálaflokkar boðið fram en það var árið 2013 þegar fimmtán hreyfingar voru í framboði. Alls eru 1.534 í framboði í komandi kosningum sem er mestur fjöldi frambjóðenda í sögu kosninga hérlendis en árið 2013 buðu 1.512 fram krafta sína til setu á Alþingi. Til þess að framboð teljist gilt þarf tilskilinn fjölda meðmælenda. Í hverju kjördæmi þarf hver listi 30 til 40 yfirlýsta stuðningsmenn fyrir hvert þingsæti. Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn, Íslenska þjóðfylkingin, Flokkur fólksins, Lýðræðisflokkurinn, Framfaraflokkurinn, Píratar, Alþýðufylkingin, Samfylkingin, Dögun og Vinstrihreyfingin – grænt framboð stefna á að bjóða fram í öllum kjördæmum meðan Húmanistaflokkurinn býður fram í Reykjavíkurkjördæmi suður. Framfaraflokkurinn sem auglýsti framboð í síðustu viku og hélt stofnfund um síðustu helgi er hættur við. „Ég er búinn að slá þetta af, tíminn hljóp frá okkur. Það var ekki raunhæft að þetta næðist í tæka tíð,“ segir Þormar Jónsson, forsvarsmaður Framfaraflokksins. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru 246.515 kjósendur á kjörskrá. Takist öllum framboðum að afla tilskilins fjölda stuðningsmanna verða þeir á bilinu 23.010 til 30.680, sem er á bilinu níu til tólf prósent kjósenda.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Kosningar 2016 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Alþingiskosningarnar 29. október verða þær fjórðu á rúmum níu árum. Frestur til að skila framboðslistum til kosninga til Alþingis rennur út klukkan 12 á hádegi þann 14. október. Stjórnmálahreyfingar sem hafa ekki fengið skráðan listabókstaf þurfa að tilkynna framboð sitt eigi síðar en klukkan 12 á hádegi þann 11. október. Þrettán stjórnmálaflokkar hafa boðað framboð til alþingiskosninganna, tólf í öllum kjördæmum. Aðeins einu sinni hafa fleiri stjórnmálaflokkar boðið fram en það var árið 2013 þegar fimmtán hreyfingar voru í framboði. Alls eru 1.534 í framboði í komandi kosningum sem er mestur fjöldi frambjóðenda í sögu kosninga hérlendis en árið 2013 buðu 1.512 fram krafta sína til setu á Alþingi. Til þess að framboð teljist gilt þarf tilskilinn fjölda meðmælenda. Í hverju kjördæmi þarf hver listi 30 til 40 yfirlýsta stuðningsmenn fyrir hvert þingsæti. Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn, Íslenska þjóðfylkingin, Flokkur fólksins, Lýðræðisflokkurinn, Framfaraflokkurinn, Píratar, Alþýðufylkingin, Samfylkingin, Dögun og Vinstrihreyfingin – grænt framboð stefna á að bjóða fram í öllum kjördæmum meðan Húmanistaflokkurinn býður fram í Reykjavíkurkjördæmi suður. Framfaraflokkurinn sem auglýsti framboð í síðustu viku og hélt stofnfund um síðustu helgi er hættur við. „Ég er búinn að slá þetta af, tíminn hljóp frá okkur. Það var ekki raunhæft að þetta næðist í tæka tíð,“ segir Þormar Jónsson, forsvarsmaður Framfaraflokksins. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru 246.515 kjósendur á kjörskrá. Takist öllum framboðum að afla tilskilins fjölda stuðningsmanna verða þeir á bilinu 23.010 til 30.680, sem er á bilinu níu til tólf prósent kjósenda.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Kosningar 2016 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira