i-D frumsýnir nýtt myndband Samaris Birgir Örn Steinarsson skrifar 30. mars 2016 18:30 Í myndbandinu má sjá þau áhrif sem blóðrauður máni hefur á þrjár stúlkur. Visir/Þóra Hilmars Íslenska rafsveitin Samaris frumsýndi í gær nýtt myndband á vefsíðu tískutímaritsins i-D. Lagið, sem er án efa það poppaðasta sem sveitin hefur sent frá sér til þessa, heitir „Wanted 2 Say“ og er það fyrsta sem þau sleppa lausu af væntanlegri þriðju breiðskífu sveitarinnar „Black Lights“ sem kemur út í júní. Myndbandið er með glæsilegra móti en það er verk leikstjórans Þóru Hilmarsdóttur sem hefur upp á síðkastið ferðast á milli landa með stuttmynd sína Sub Rosa sem einmitt vann San Diego Film Festival í fyrra. Andi myndbandsins, sem skotið er í íbúahluta gömlu herstöðvarinnar í Keflavík, minnir um margt á stemmninguna í sænsku vampýrumyndinni „Lat den ratte komma in“ sem gert er eftir sömu bók og Þjóðleikhússýningin vinsæla „Hleyptu þeim rétta inn“. „Það var svolítið stemningin sem við vorum að leita að, svipuðum drunga og er að finna þar,“ segir Þóra en myndbandið er allt tekið upp um hánótt. Í myndbandinu má sjá þau áhrif sem töfrandi blóðrauður máni hefur á þrjár íslenskar stúlkur.Þóra við tökur í London þar sem hún gerði verðlauna stuttmynd sína.Vísir/Þóra HilmarsGerir ekki greinamun á kven- og karlkyns geirvörtumÍ grein sinni tekur blaðamaður i-D það sérstaklega fram að myndbandið styðji free-the-nipple hreyfinguna en glitta má í geirvörtu einnar leikkonunnar við enda lagsins. „Það var aldrei neitt mál að hafa þetta hluta af þerri hreyfingu. Seinna vöruðu bresku umboðsmenn sveitarinnar mér við því að þetta gæti orðið til þess að erfiðara yrði að sjá það á Youtube. Við tókum þó þá ákvörðun að hafa geirvörtuna inni. Mér finnst persónulega að það ætti ekki að gera greinamun á karlkyns og kvenkyns geirvörtum. Það er svo nýtt í tónlistarmyndböndum að þetta sé leyft“.Þóra Hilmarsdóttir var í listaháskóla í London og hefur verið með annað fótinn þar í sjö ár. Hún vinnur nú að annarri stuttmynd sem heitir Frelsun og verður tekin upp á Íslandi í sumar. Tónlist Tengdar fréttir Sex hljómsveitir og listamenn hljóta Kraumsverðlaunin Misþyrming, DJ flugvél og geimskip, Teitur Magnússon, Tonik Ensemble, Mr. Silla og Asdfgh eiga plötur ársins að mati dómnefndar Kraums. 17. desember 2015 22:33 Frumsýnt á Vísi: Nýtt myndband Samaris var tekið upp í einu skoti Myndbandið við lagið Hafið er drungalegt og flott. Marteinn Þórsson, leikstjóri XL, leikstýrði myndbandinu. 8. júlí 2015 12:00 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Íslenska rafsveitin Samaris frumsýndi í gær nýtt myndband á vefsíðu tískutímaritsins i-D. Lagið, sem er án efa það poppaðasta sem sveitin hefur sent frá sér til þessa, heitir „Wanted 2 Say“ og er það fyrsta sem þau sleppa lausu af væntanlegri þriðju breiðskífu sveitarinnar „Black Lights“ sem kemur út í júní. Myndbandið er með glæsilegra móti en það er verk leikstjórans Þóru Hilmarsdóttur sem hefur upp á síðkastið ferðast á milli landa með stuttmynd sína Sub Rosa sem einmitt vann San Diego Film Festival í fyrra. Andi myndbandsins, sem skotið er í íbúahluta gömlu herstöðvarinnar í Keflavík, minnir um margt á stemmninguna í sænsku vampýrumyndinni „Lat den ratte komma in“ sem gert er eftir sömu bók og Þjóðleikhússýningin vinsæla „Hleyptu þeim rétta inn“. „Það var svolítið stemningin sem við vorum að leita að, svipuðum drunga og er að finna þar,“ segir Þóra en myndbandið er allt tekið upp um hánótt. Í myndbandinu má sjá þau áhrif sem töfrandi blóðrauður máni hefur á þrjár íslenskar stúlkur.Þóra við tökur í London þar sem hún gerði verðlauna stuttmynd sína.Vísir/Þóra HilmarsGerir ekki greinamun á kven- og karlkyns geirvörtumÍ grein sinni tekur blaðamaður i-D það sérstaklega fram að myndbandið styðji free-the-nipple hreyfinguna en glitta má í geirvörtu einnar leikkonunnar við enda lagsins. „Það var aldrei neitt mál að hafa þetta hluta af þerri hreyfingu. Seinna vöruðu bresku umboðsmenn sveitarinnar mér við því að þetta gæti orðið til þess að erfiðara yrði að sjá það á Youtube. Við tókum þó þá ákvörðun að hafa geirvörtuna inni. Mér finnst persónulega að það ætti ekki að gera greinamun á karlkyns og kvenkyns geirvörtum. Það er svo nýtt í tónlistarmyndböndum að þetta sé leyft“.Þóra Hilmarsdóttir var í listaháskóla í London og hefur verið með annað fótinn þar í sjö ár. Hún vinnur nú að annarri stuttmynd sem heitir Frelsun og verður tekin upp á Íslandi í sumar.
Tónlist Tengdar fréttir Sex hljómsveitir og listamenn hljóta Kraumsverðlaunin Misþyrming, DJ flugvél og geimskip, Teitur Magnússon, Tonik Ensemble, Mr. Silla og Asdfgh eiga plötur ársins að mati dómnefndar Kraums. 17. desember 2015 22:33 Frumsýnt á Vísi: Nýtt myndband Samaris var tekið upp í einu skoti Myndbandið við lagið Hafið er drungalegt og flott. Marteinn Þórsson, leikstjóri XL, leikstýrði myndbandinu. 8. júlí 2015 12:00 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Sex hljómsveitir og listamenn hljóta Kraumsverðlaunin Misþyrming, DJ flugvél og geimskip, Teitur Magnússon, Tonik Ensemble, Mr. Silla og Asdfgh eiga plötur ársins að mati dómnefndar Kraums. 17. desember 2015 22:33
Frumsýnt á Vísi: Nýtt myndband Samaris var tekið upp í einu skoti Myndbandið við lagið Hafið er drungalegt og flott. Marteinn Þórsson, leikstjóri XL, leikstýrði myndbandinu. 8. júlí 2015 12:00