Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að bregðast ekki við aflandsmálunum Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2016 13:26 Stjórnarandstaðan gagnrýndi stjórnarmeirihlutann á Alþingi harðlega í morgun fyrir að bregðast ekki við aflandsmálum ráðherra og annarra sem tengjast stjórnarflokkunum. Vísir/Ernir Stjórnarandstaðan gagnrýndi stjórnarmeirihlutann á Alþingi harðlega í morgun fyrir að bregðast ekki við aflandsmálum ráðherra og annarra sem tengjast stjórnarflokkunum og sökuðu stjórnina um að spila pólitískan leik fyrir kosningar. Fjármálaráðherra skoraði á stjórnarandstöðuna að bera upp vantraust á einstaka ráðherra í stað þess að eyða tíma Alþingis í umræður um dagskrá þingsins. Þingfundur átti að hefjast með óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra klukkan hálf ellefu í morgun en stjórnarandstöðuþingmenn tóku fyrst hálftíma í að ræða fundarstjórn forseta. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar reið á vaðið og sagði að aflandseyjahneykslið, eins og hann orðaði það, hafi orðið til þess að forsætisráðherra sagði af sér og ýmsir aðir lægra settir hefðu sagt upp störfum. „En áfram situr fjármálaráðherra hér og neitar að horfast í augu við þau áhrif sem aflandseyjahneykslið hefur haft fyrir stöðu einstakra ráðherra og ríkisstjórnina. Neitar að rjúfa þetta þing og boða til kosninga. Það er kominn tími til að hæstvirtur fjármálaráðherra horfist í augu við það að hann nýtur ekki trausts til að aflétta höftum eða selja þær ríkiseignir sem hér eru,“ sagði Helgi. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna mælti á svipuðum nótum. „Ráðherra skattamála, skattamálaráðherra Íslands situr enn, en er sjálfur í Panamaskjölunum. Forseti, þetta gengur ekki. Þetta er algerlega óásættanlegt,“ sagði Svandís. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði áhyggjuefni að stjórnarandstaðan treysti sér ekki til að ræða þau fjölmörgu mál sem lægju fyrir þinginu og væru í meðförum nefnda þess. „Það sem við skulum bara gera er að nýta þetta þing þá daga sem eru framundan til að ljúka þeim málum. Við höfum á fundum með forystu stjórnarandstöðunnar margítrekað hvernig við viljum vinna að framgangi þessara mála. Svo göngum við til fundar við kjósendur til kosninga með haustinu,“ sagði Bjarni. Róbert Marshall þingmaður Bjartrar framtíðar sagði stjórnarflokkana reyna að bæta ímynd sína. „Það sem nú er að gerast er að Sjálfstæðisflokkurinn er að kaupa sér tíma til að reyna að hífa upp fylgi Framsóknarflokksins. Vegna þess að enginn annar ætlar með þeim í stjórn. Það vill enginn annar fara með þeim í stjórn. Hverjum myndi detta það í hug þegar afrekaskráin er eins og hún er,“ spurði Róbert. Fjármálaráðherra minnti á að flutt hafi verið vantrausttillaga á ríkisstjórnina. „Það var rætt hér vantraust á ríkisstjórnina og það var fellt. Ríkisstjórnin ákvað að eigin frumkvæði að ljúka þessu þingi, ljúka stórum og mikilvægum málum og hefur boðað að það verði kosið í haust. Fyrir þessu er mjög ríkur meirihluti hér í þinginu og það er ekki nema lýðræðislegt að fylgja því. Ef einstaka þingmenn vilja koma hér með vantrausttillögu á ráðherra skulu þeir bara gera það. En það á ekki að vera að eyða góðum tíma þingsins í svona umræðu undir dagskrá þingsins, sagði Bjarni og bætti við: „Og talandi um traust. Mættu ekki sumir þeirra sem stigu hér upp líta kannski örlítið í eigin barm og spyrja sig; hvernig er traustið til viðkomandi stjórnmálaflokka,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Stjórnarandstaðan gagnrýndi stjórnarmeirihlutann á Alþingi harðlega í morgun fyrir að bregðast ekki við aflandsmálum ráðherra og annarra sem tengjast stjórnarflokkunum og sökuðu stjórnina um að spila pólitískan leik fyrir kosningar. Fjármálaráðherra skoraði á stjórnarandstöðuna að bera upp vantraust á einstaka ráðherra í stað þess að eyða tíma Alþingis í umræður um dagskrá þingsins. Þingfundur átti að hefjast með óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra klukkan hálf ellefu í morgun en stjórnarandstöðuþingmenn tóku fyrst hálftíma í að ræða fundarstjórn forseta. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar reið á vaðið og sagði að aflandseyjahneykslið, eins og hann orðaði það, hafi orðið til þess að forsætisráðherra sagði af sér og ýmsir aðir lægra settir hefðu sagt upp störfum. „En áfram situr fjármálaráðherra hér og neitar að horfast í augu við þau áhrif sem aflandseyjahneykslið hefur haft fyrir stöðu einstakra ráðherra og ríkisstjórnina. Neitar að rjúfa þetta þing og boða til kosninga. Það er kominn tími til að hæstvirtur fjármálaráðherra horfist í augu við það að hann nýtur ekki trausts til að aflétta höftum eða selja þær ríkiseignir sem hér eru,“ sagði Helgi. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna mælti á svipuðum nótum. „Ráðherra skattamála, skattamálaráðherra Íslands situr enn, en er sjálfur í Panamaskjölunum. Forseti, þetta gengur ekki. Þetta er algerlega óásættanlegt,“ sagði Svandís. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði áhyggjuefni að stjórnarandstaðan treysti sér ekki til að ræða þau fjölmörgu mál sem lægju fyrir þinginu og væru í meðförum nefnda þess. „Það sem við skulum bara gera er að nýta þetta þing þá daga sem eru framundan til að ljúka þeim málum. Við höfum á fundum með forystu stjórnarandstöðunnar margítrekað hvernig við viljum vinna að framgangi þessara mála. Svo göngum við til fundar við kjósendur til kosninga með haustinu,“ sagði Bjarni. Róbert Marshall þingmaður Bjartrar framtíðar sagði stjórnarflokkana reyna að bæta ímynd sína. „Það sem nú er að gerast er að Sjálfstæðisflokkurinn er að kaupa sér tíma til að reyna að hífa upp fylgi Framsóknarflokksins. Vegna þess að enginn annar ætlar með þeim í stjórn. Það vill enginn annar fara með þeim í stjórn. Hverjum myndi detta það í hug þegar afrekaskráin er eins og hún er,“ spurði Róbert. Fjármálaráðherra minnti á að flutt hafi verið vantrausttillaga á ríkisstjórnina. „Það var rætt hér vantraust á ríkisstjórnina og það var fellt. Ríkisstjórnin ákvað að eigin frumkvæði að ljúka þessu þingi, ljúka stórum og mikilvægum málum og hefur boðað að það verði kosið í haust. Fyrir þessu er mjög ríkur meirihluti hér í þinginu og það er ekki nema lýðræðislegt að fylgja því. Ef einstaka þingmenn vilja koma hér með vantrausttillögu á ráðherra skulu þeir bara gera það. En það á ekki að vera að eyða góðum tíma þingsins í svona umræðu undir dagskrá þingsins, sagði Bjarni og bætti við: „Og talandi um traust. Mættu ekki sumir þeirra sem stigu hér upp líta kannski örlítið í eigin barm og spyrja sig; hvernig er traustið til viðkomandi stjórnmálaflokka,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira