Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að bregðast ekki við aflandsmálunum Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2016 13:26 Stjórnarandstaðan gagnrýndi stjórnarmeirihlutann á Alþingi harðlega í morgun fyrir að bregðast ekki við aflandsmálum ráðherra og annarra sem tengjast stjórnarflokkunum. Vísir/Ernir Stjórnarandstaðan gagnrýndi stjórnarmeirihlutann á Alþingi harðlega í morgun fyrir að bregðast ekki við aflandsmálum ráðherra og annarra sem tengjast stjórnarflokkunum og sökuðu stjórnina um að spila pólitískan leik fyrir kosningar. Fjármálaráðherra skoraði á stjórnarandstöðuna að bera upp vantraust á einstaka ráðherra í stað þess að eyða tíma Alþingis í umræður um dagskrá þingsins. Þingfundur átti að hefjast með óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra klukkan hálf ellefu í morgun en stjórnarandstöðuþingmenn tóku fyrst hálftíma í að ræða fundarstjórn forseta. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar reið á vaðið og sagði að aflandseyjahneykslið, eins og hann orðaði það, hafi orðið til þess að forsætisráðherra sagði af sér og ýmsir aðir lægra settir hefðu sagt upp störfum. „En áfram situr fjármálaráðherra hér og neitar að horfast í augu við þau áhrif sem aflandseyjahneykslið hefur haft fyrir stöðu einstakra ráðherra og ríkisstjórnina. Neitar að rjúfa þetta þing og boða til kosninga. Það er kominn tími til að hæstvirtur fjármálaráðherra horfist í augu við það að hann nýtur ekki trausts til að aflétta höftum eða selja þær ríkiseignir sem hér eru,“ sagði Helgi. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna mælti á svipuðum nótum. „Ráðherra skattamála, skattamálaráðherra Íslands situr enn, en er sjálfur í Panamaskjölunum. Forseti, þetta gengur ekki. Þetta er algerlega óásættanlegt,“ sagði Svandís. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði áhyggjuefni að stjórnarandstaðan treysti sér ekki til að ræða þau fjölmörgu mál sem lægju fyrir þinginu og væru í meðförum nefnda þess. „Það sem við skulum bara gera er að nýta þetta þing þá daga sem eru framundan til að ljúka þeim málum. Við höfum á fundum með forystu stjórnarandstöðunnar margítrekað hvernig við viljum vinna að framgangi þessara mála. Svo göngum við til fundar við kjósendur til kosninga með haustinu,“ sagði Bjarni. Róbert Marshall þingmaður Bjartrar framtíðar sagði stjórnarflokkana reyna að bæta ímynd sína. „Það sem nú er að gerast er að Sjálfstæðisflokkurinn er að kaupa sér tíma til að reyna að hífa upp fylgi Framsóknarflokksins. Vegna þess að enginn annar ætlar með þeim í stjórn. Það vill enginn annar fara með þeim í stjórn. Hverjum myndi detta það í hug þegar afrekaskráin er eins og hún er,“ spurði Róbert. Fjármálaráðherra minnti á að flutt hafi verið vantrausttillaga á ríkisstjórnina. „Það var rætt hér vantraust á ríkisstjórnina og það var fellt. Ríkisstjórnin ákvað að eigin frumkvæði að ljúka þessu þingi, ljúka stórum og mikilvægum málum og hefur boðað að það verði kosið í haust. Fyrir þessu er mjög ríkur meirihluti hér í þinginu og það er ekki nema lýðræðislegt að fylgja því. Ef einstaka þingmenn vilja koma hér með vantrausttillögu á ráðherra skulu þeir bara gera það. En það á ekki að vera að eyða góðum tíma þingsins í svona umræðu undir dagskrá þingsins, sagði Bjarni og bætti við: „Og talandi um traust. Mættu ekki sumir þeirra sem stigu hér upp líta kannski örlítið í eigin barm og spyrja sig; hvernig er traustið til viðkomandi stjórnmálaflokka,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Stjórnarandstaðan gagnrýndi stjórnarmeirihlutann á Alþingi harðlega í morgun fyrir að bregðast ekki við aflandsmálum ráðherra og annarra sem tengjast stjórnarflokkunum og sökuðu stjórnina um að spila pólitískan leik fyrir kosningar. Fjármálaráðherra skoraði á stjórnarandstöðuna að bera upp vantraust á einstaka ráðherra í stað þess að eyða tíma Alþingis í umræður um dagskrá þingsins. Þingfundur átti að hefjast með óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra klukkan hálf ellefu í morgun en stjórnarandstöðuþingmenn tóku fyrst hálftíma í að ræða fundarstjórn forseta. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar reið á vaðið og sagði að aflandseyjahneykslið, eins og hann orðaði það, hafi orðið til þess að forsætisráðherra sagði af sér og ýmsir aðir lægra settir hefðu sagt upp störfum. „En áfram situr fjármálaráðherra hér og neitar að horfast í augu við þau áhrif sem aflandseyjahneykslið hefur haft fyrir stöðu einstakra ráðherra og ríkisstjórnina. Neitar að rjúfa þetta þing og boða til kosninga. Það er kominn tími til að hæstvirtur fjármálaráðherra horfist í augu við það að hann nýtur ekki trausts til að aflétta höftum eða selja þær ríkiseignir sem hér eru,“ sagði Helgi. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna mælti á svipuðum nótum. „Ráðherra skattamála, skattamálaráðherra Íslands situr enn, en er sjálfur í Panamaskjölunum. Forseti, þetta gengur ekki. Þetta er algerlega óásættanlegt,“ sagði Svandís. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði áhyggjuefni að stjórnarandstaðan treysti sér ekki til að ræða þau fjölmörgu mál sem lægju fyrir þinginu og væru í meðförum nefnda þess. „Það sem við skulum bara gera er að nýta þetta þing þá daga sem eru framundan til að ljúka þeim málum. Við höfum á fundum með forystu stjórnarandstöðunnar margítrekað hvernig við viljum vinna að framgangi þessara mála. Svo göngum við til fundar við kjósendur til kosninga með haustinu,“ sagði Bjarni. Róbert Marshall þingmaður Bjartrar framtíðar sagði stjórnarflokkana reyna að bæta ímynd sína. „Það sem nú er að gerast er að Sjálfstæðisflokkurinn er að kaupa sér tíma til að reyna að hífa upp fylgi Framsóknarflokksins. Vegna þess að enginn annar ætlar með þeim í stjórn. Það vill enginn annar fara með þeim í stjórn. Hverjum myndi detta það í hug þegar afrekaskráin er eins og hún er,“ spurði Róbert. Fjármálaráðherra minnti á að flutt hafi verið vantrausttillaga á ríkisstjórnina. „Það var rætt hér vantraust á ríkisstjórnina og það var fellt. Ríkisstjórnin ákvað að eigin frumkvæði að ljúka þessu þingi, ljúka stórum og mikilvægum málum og hefur boðað að það verði kosið í haust. Fyrir þessu er mjög ríkur meirihluti hér í þinginu og það er ekki nema lýðræðislegt að fylgja því. Ef einstaka þingmenn vilja koma hér með vantrausttillögu á ráðherra skulu þeir bara gera það. En það á ekki að vera að eyða góðum tíma þingsins í svona umræðu undir dagskrá þingsins, sagði Bjarni og bætti við: „Og talandi um traust. Mættu ekki sumir þeirra sem stigu hér upp líta kannski örlítið í eigin barm og spyrja sig; hvernig er traustið til viðkomandi stjórnmálaflokka,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira