Ísal óttast uppskipunarbann í Hollandi Heimir Már Pétursson skrifar 3. mars 2016 14:13 Upplýsingafulltrúi Ísal segir að útskipun yfirmanna fyrirtækisins á áli í Straumsvíkurhöfn hafi gengið vel. Hann lýsir furðu sinni á ef verkalýðsfélög í álverinu óski eftir því við verkalýðsfélög í Hollandi að þau stöðvi uppskipun á álinu þar. Tólf yfirmenn hjá Ísal byrjuðu að skipa út áli í Starumsvíkurhöfn um hádegisbil í gær eftir að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði úrskurðað í fyrrakvöld að þeir mættu ganga í störf hafnarverkamanna sem standa að útflutningsbanni. Einn fulltrúi verkalýðsfélaganna taldi að yfirmönnunum hefði tekist að lesta um 600 tonnum í gær en Ólafur Teitur Guðnason upplýsingafulltrúi Ísal segir það vanáætlað. Útskipunin hafi haldið áfram í morgun og hafi gengið vel.En yfirmenn hafa kannski ekki eins hraðar hendur og vanir hafnarverkamenn?„Þetta hefur samt bara gengið vel. Auðvitað erum við ekki í keppni um neitt annað en það að bjarga eins mikið af verðmætum og við getum. Við sjáum annars fram á að verða fyrir miklu tjóni af þessu verkfalli,“ segir Ólafur Teitur. Kolbeinn Gunnarsson formaður verkalýðsfélagins Hlífar segir verkalýðsfélögin velta fyrir sér ýmsum aðgerðum til aðþrýsta á fyrirtækið að gera viðþau kjarasamning. Einn möguleikinn sé aðóska eftir því við verkalýðsfélög í Hollandi aðþau stöðvi uppskipun áálinu þegar skipið kemur þangað. Hins vegar hafi engar formlegar viðræður eða óskir þar um átt sér stað. Samninganefnd verkalýðsfélaganna fundi reglulega um stöðuna. Ólafur Teitur segir Ísal hafa gætt þess að fara aðöllu eftir lögum og reglum í deilu sinni við verkalýðsfélögin. „Og það kæmi okkur áóvart ef verkalýðsfélögin ætluðu ekki að gera það. Og maður spyr sig hvers vegna skyldu verkalýðsfélög íútlöndum stöðva uppskipun þegar verkalýðsfélög áÍslandi stöðva ekki aðgerðirnar hér áÍslandi. Þannig að við sjáum ekki hvernig ætti að vera að stöðva uppskipun ááli sem er löglega skipaðút hér. Það er enginn lagalegur grundvöllur til þess,“ segir Ólafur Teitur. Samkvæmt áætlunum ætti flutningaskipið sem er verið að lesta að vera farið héðan en Ólafur Teitur segir ekki skipta máli þótt það fari ekki fyrr en á morgun. „En okkur er að takast að bjarga verðmætum hér á hverri mínútu og hverjum klukkutíma. Það telur allt til að verja fyrirtækið. Við erum auðvitað bara að bera hönd fyrir höfuð okkar með löglegum hætti,“ segir Ólafur teitur Guðnason. Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Upplýsingafulltrúi Ísal segir að útskipun yfirmanna fyrirtækisins á áli í Straumsvíkurhöfn hafi gengið vel. Hann lýsir furðu sinni á ef verkalýðsfélög í álverinu óski eftir því við verkalýðsfélög í Hollandi að þau stöðvi uppskipun á álinu þar. Tólf yfirmenn hjá Ísal byrjuðu að skipa út áli í Starumsvíkurhöfn um hádegisbil í gær eftir að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði úrskurðað í fyrrakvöld að þeir mættu ganga í störf hafnarverkamanna sem standa að útflutningsbanni. Einn fulltrúi verkalýðsfélaganna taldi að yfirmönnunum hefði tekist að lesta um 600 tonnum í gær en Ólafur Teitur Guðnason upplýsingafulltrúi Ísal segir það vanáætlað. Útskipunin hafi haldið áfram í morgun og hafi gengið vel.En yfirmenn hafa kannski ekki eins hraðar hendur og vanir hafnarverkamenn?„Þetta hefur samt bara gengið vel. Auðvitað erum við ekki í keppni um neitt annað en það að bjarga eins mikið af verðmætum og við getum. Við sjáum annars fram á að verða fyrir miklu tjóni af þessu verkfalli,“ segir Ólafur Teitur. Kolbeinn Gunnarsson formaður verkalýðsfélagins Hlífar segir verkalýðsfélögin velta fyrir sér ýmsum aðgerðum til aðþrýsta á fyrirtækið að gera viðþau kjarasamning. Einn möguleikinn sé aðóska eftir því við verkalýðsfélög í Hollandi aðþau stöðvi uppskipun áálinu þegar skipið kemur þangað. Hins vegar hafi engar formlegar viðræður eða óskir þar um átt sér stað. Samninganefnd verkalýðsfélaganna fundi reglulega um stöðuna. Ólafur Teitur segir Ísal hafa gætt þess að fara aðöllu eftir lögum og reglum í deilu sinni við verkalýðsfélögin. „Og það kæmi okkur áóvart ef verkalýðsfélögin ætluðu ekki að gera það. Og maður spyr sig hvers vegna skyldu verkalýðsfélög íútlöndum stöðva uppskipun þegar verkalýðsfélög áÍslandi stöðva ekki aðgerðirnar hér áÍslandi. Þannig að við sjáum ekki hvernig ætti að vera að stöðva uppskipun ááli sem er löglega skipaðút hér. Það er enginn lagalegur grundvöllur til þess,“ segir Ólafur Teitur. Samkvæmt áætlunum ætti flutningaskipið sem er verið að lesta að vera farið héðan en Ólafur Teitur segir ekki skipta máli þótt það fari ekki fyrr en á morgun. „En okkur er að takast að bjarga verðmætum hér á hverri mínútu og hverjum klukkutíma. Það telur allt til að verja fyrirtækið. Við erum auðvitað bara að bera hönd fyrir höfuð okkar með löglegum hætti,“ segir Ólafur teitur Guðnason.
Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira