Hófst strax handa við að mynda ríkisstjórn Snærós Sindradóttir skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Bjarni Benediktsson ræddi við blaðamenn eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tilkynnti að hann fæli Bjarna stjórnarmyndunarumboð. vísir/eyþór Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þarf að upplýsa forseta Íslands um gang mála í stjórnarmyndunarviðræðum um næstu helgi eða strax eftir helgi. Þetta kom fram í máli forseta á Bessastöðum í gær þar sem hann tilkynnti að Bjarni hefði fengið umboð til stjórnarmyndunar. „Ég hugsa að þetta sé nú bara að hann vill vita hvenær hann á að afturkalla umboðið, að menn séu ekki að liggja með þetta of lengi. Það er pressa á að mynda stjórnina því það þarf að leggja fram fjárlög. Það er líklega það sem liggur þarna að baki,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði og forseti hugvísindasviðs Háskóla Íslands, um fyrirvarann sem forseti setur. „Ekki það að menn séu að drolla við þetta yfirleitt. Hann hefur áhyggjur af því hvort þetta gangi ekki hratt og örugglega fyrir sig.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, boðaði Bjarna á fund sinn klukkan ellefu í gærmorgun og tilkynnti að fundi loknum að Bjarni hefði fengið umboð til að mynda ríkisstjórn. Í máli forsetans kom fram að Bjarni hefði ekki tilkynnt honum hvaða stjórn hann myndi fyrst reyna að mynda eða hver óskaríkisstjórn hans væri.Guðmundur Hálfdánarson prófessor.vísir/anton brinkGuðni tók jafnframt fram að hann væri ekki að útnefna næsta forsætisráðherra með ákvörðun sinni. Fyrst og fremst væri hann að hjálpa leiðtogum stjórnmálaflokkanna að mynda ríkisstjórn og ljúka því verki. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sótti það nokkuð fast að fá umboð til stjórnarmyndunar því margt í orðum formanna hinna flokkanna bendir til þess að Viðreisn verði í næstu ríkisstjórn. Formaður Bjartrar framtíðar, Óttarr Proppé, óskaði jafnframt eftir því að Benedikt fengi umboðið. Guðni svaraði því til að honum hefði þótt vænlegra til árangurs að Bjarni fengið umboðið. Eftir tilkynningu forsetans sagðist Bjarni ætla að ræða við alla formenn flokkanna og ekki vera með neina eina stjórn í huga fremur annarri. Áður hafði Bjarni útilokað samstarf með Pírötum. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar er sögð vera í burðarliðnum en Bjarni sagði að á henni væri sá galli að hún hefði aðeins eins manns meirihluta. Þegar Fréttablaðið náði tali af Benedikt, formanni Viðreisnar, hafði Bjarni átt við hann samtal í gegnum síma og þeir bókað fund sem fram fer í dag. Bjarni fundaði með þingflokki Sjálfstæðisflokks í gær og svo með formanni Framsóknarflokksins. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þarf að upplýsa forseta Íslands um gang mála í stjórnarmyndunarviðræðum um næstu helgi eða strax eftir helgi. Þetta kom fram í máli forseta á Bessastöðum í gær þar sem hann tilkynnti að Bjarni hefði fengið umboð til stjórnarmyndunar. „Ég hugsa að þetta sé nú bara að hann vill vita hvenær hann á að afturkalla umboðið, að menn séu ekki að liggja með þetta of lengi. Það er pressa á að mynda stjórnina því það þarf að leggja fram fjárlög. Það er líklega það sem liggur þarna að baki,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði og forseti hugvísindasviðs Háskóla Íslands, um fyrirvarann sem forseti setur. „Ekki það að menn séu að drolla við þetta yfirleitt. Hann hefur áhyggjur af því hvort þetta gangi ekki hratt og örugglega fyrir sig.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, boðaði Bjarna á fund sinn klukkan ellefu í gærmorgun og tilkynnti að fundi loknum að Bjarni hefði fengið umboð til að mynda ríkisstjórn. Í máli forsetans kom fram að Bjarni hefði ekki tilkynnt honum hvaða stjórn hann myndi fyrst reyna að mynda eða hver óskaríkisstjórn hans væri.Guðmundur Hálfdánarson prófessor.vísir/anton brinkGuðni tók jafnframt fram að hann væri ekki að útnefna næsta forsætisráðherra með ákvörðun sinni. Fyrst og fremst væri hann að hjálpa leiðtogum stjórnmálaflokkanna að mynda ríkisstjórn og ljúka því verki. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sótti það nokkuð fast að fá umboð til stjórnarmyndunar því margt í orðum formanna hinna flokkanna bendir til þess að Viðreisn verði í næstu ríkisstjórn. Formaður Bjartrar framtíðar, Óttarr Proppé, óskaði jafnframt eftir því að Benedikt fengi umboðið. Guðni svaraði því til að honum hefði þótt vænlegra til árangurs að Bjarni fengið umboðið. Eftir tilkynningu forsetans sagðist Bjarni ætla að ræða við alla formenn flokkanna og ekki vera með neina eina stjórn í huga fremur annarri. Áður hafði Bjarni útilokað samstarf með Pírötum. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar er sögð vera í burðarliðnum en Bjarni sagði að á henni væri sá galli að hún hefði aðeins eins manns meirihluta. Þegar Fréttablaðið náði tali af Benedikt, formanni Viðreisnar, hafði Bjarni átt við hann samtal í gegnum síma og þeir bókað fund sem fram fer í dag. Bjarni fundaði með þingflokki Sjálfstæðisflokks í gær og svo með formanni Framsóknarflokksins. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira