Fjórir nýir slökkviliðsbílar á næstu þremur árum Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Bíllinn bilaði á miðri leið og komst ekki til að slökkva þá elda sem þurfti. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu mun fá fjóra nýja slökkviliðsbíla í flota sinn á næstu þremur árum. Er það gert til að bregðast við hækkandi aldri bílaflotans. Einn af slökkviliðsbílum slökkviliðsins bilaði nýverið á leið í útkall í Hafnarfirði. Bilunin kom á versta tíma en bílar frá öðrum stöðvum voru einnig á leiðinni og því kom fjarvera bílsins ekki að sök. „Það bilaði túrbína í bílnum og hann komst því ekki á leiðarenda,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri. Búið er að panta nýja túrbínu og sagði Jón Viðar að bíllinn ætti að vera kominn á götuna í næstu viku. Slökkviliðið er með fjórar slökkvistöðvar á höfuðborgarsvæðinu, í Skógarhlíð, við Tunguháls, við Skútahraun í Hafnarfirði og á Kjalarnesi. Bílafloti slökkviliðsins er orðinn of gamall en Jón Viðar segir að verið sé að vinna í að yngja flotann upp. „Bílarnr eru orðnir of gamlir. Það er búið að ákveða að kaupa fjóra nýja bíla á næstu þremur árum og vinna þannig í vandanum. Það er bjart fram undan hjá okkur og hér er enginn að stinga höfðinu í sandinn.“Nýja túrbínan ætti að vera komin hingað til lands fyrir helgi og bíllinn í lag strax í næstu viku.Samþykkt var að heimila Jóni Viðari að fara í útboðið á stjórnarfundi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þann 15. maí í fyrra. Hann segir að bílarnir verði alhliðabílar sem geti sinnt eldi, vatnsleka, slysum og fleira. „Við vonum að þetta verði boðið út fyrir áramótin og fjórir nýir bílar verði komnir í notkun á næstu þremur árum. Það tekur smá tíma að framleiða svona slökkviliðsbíla því þeir eru ekki teknir beint úr hillunni,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu mun fá fjóra nýja slökkviliðsbíla í flota sinn á næstu þremur árum. Er það gert til að bregðast við hækkandi aldri bílaflotans. Einn af slökkviliðsbílum slökkviliðsins bilaði nýverið á leið í útkall í Hafnarfirði. Bilunin kom á versta tíma en bílar frá öðrum stöðvum voru einnig á leiðinni og því kom fjarvera bílsins ekki að sök. „Það bilaði túrbína í bílnum og hann komst því ekki á leiðarenda,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri. Búið er að panta nýja túrbínu og sagði Jón Viðar að bíllinn ætti að vera kominn á götuna í næstu viku. Slökkviliðið er með fjórar slökkvistöðvar á höfuðborgarsvæðinu, í Skógarhlíð, við Tunguháls, við Skútahraun í Hafnarfirði og á Kjalarnesi. Bílafloti slökkviliðsins er orðinn of gamall en Jón Viðar segir að verið sé að vinna í að yngja flotann upp. „Bílarnr eru orðnir of gamlir. Það er búið að ákveða að kaupa fjóra nýja bíla á næstu þremur árum og vinna þannig í vandanum. Það er bjart fram undan hjá okkur og hér er enginn að stinga höfðinu í sandinn.“Nýja túrbínan ætti að vera komin hingað til lands fyrir helgi og bíllinn í lag strax í næstu viku.Samþykkt var að heimila Jóni Viðari að fara í útboðið á stjórnarfundi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þann 15. maí í fyrra. Hann segir að bílarnir verði alhliðabílar sem geti sinnt eldi, vatnsleka, slysum og fleira. „Við vonum að þetta verði boðið út fyrir áramótin og fjórir nýir bílar verði komnir í notkun á næstu þremur árum. Það tekur smá tíma að framleiða svona slökkviliðsbíla því þeir eru ekki teknir beint úr hillunni,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira