Fjórir nýir slökkviliðsbílar á næstu þremur árum Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Bíllinn bilaði á miðri leið og komst ekki til að slökkva þá elda sem þurfti. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu mun fá fjóra nýja slökkviliðsbíla í flota sinn á næstu þremur árum. Er það gert til að bregðast við hækkandi aldri bílaflotans. Einn af slökkviliðsbílum slökkviliðsins bilaði nýverið á leið í útkall í Hafnarfirði. Bilunin kom á versta tíma en bílar frá öðrum stöðvum voru einnig á leiðinni og því kom fjarvera bílsins ekki að sök. „Það bilaði túrbína í bílnum og hann komst því ekki á leiðarenda,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri. Búið er að panta nýja túrbínu og sagði Jón Viðar að bíllinn ætti að vera kominn á götuna í næstu viku. Slökkviliðið er með fjórar slökkvistöðvar á höfuðborgarsvæðinu, í Skógarhlíð, við Tunguháls, við Skútahraun í Hafnarfirði og á Kjalarnesi. Bílafloti slökkviliðsins er orðinn of gamall en Jón Viðar segir að verið sé að vinna í að yngja flotann upp. „Bílarnr eru orðnir of gamlir. Það er búið að ákveða að kaupa fjóra nýja bíla á næstu þremur árum og vinna þannig í vandanum. Það er bjart fram undan hjá okkur og hér er enginn að stinga höfðinu í sandinn.“Nýja túrbínan ætti að vera komin hingað til lands fyrir helgi og bíllinn í lag strax í næstu viku.Samþykkt var að heimila Jóni Viðari að fara í útboðið á stjórnarfundi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þann 15. maí í fyrra. Hann segir að bílarnir verði alhliðabílar sem geti sinnt eldi, vatnsleka, slysum og fleira. „Við vonum að þetta verði boðið út fyrir áramótin og fjórir nýir bílar verði komnir í notkun á næstu þremur árum. Það tekur smá tíma að framleiða svona slökkviliðsbíla því þeir eru ekki teknir beint úr hillunni,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu mun fá fjóra nýja slökkviliðsbíla í flota sinn á næstu þremur árum. Er það gert til að bregðast við hækkandi aldri bílaflotans. Einn af slökkviliðsbílum slökkviliðsins bilaði nýverið á leið í útkall í Hafnarfirði. Bilunin kom á versta tíma en bílar frá öðrum stöðvum voru einnig á leiðinni og því kom fjarvera bílsins ekki að sök. „Það bilaði túrbína í bílnum og hann komst því ekki á leiðarenda,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri. Búið er að panta nýja túrbínu og sagði Jón Viðar að bíllinn ætti að vera kominn á götuna í næstu viku. Slökkviliðið er með fjórar slökkvistöðvar á höfuðborgarsvæðinu, í Skógarhlíð, við Tunguháls, við Skútahraun í Hafnarfirði og á Kjalarnesi. Bílafloti slökkviliðsins er orðinn of gamall en Jón Viðar segir að verið sé að vinna í að yngja flotann upp. „Bílarnr eru orðnir of gamlir. Það er búið að ákveða að kaupa fjóra nýja bíla á næstu þremur árum og vinna þannig í vandanum. Það er bjart fram undan hjá okkur og hér er enginn að stinga höfðinu í sandinn.“Nýja túrbínan ætti að vera komin hingað til lands fyrir helgi og bíllinn í lag strax í næstu viku.Samþykkt var að heimila Jóni Viðari að fara í útboðið á stjórnarfundi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þann 15. maí í fyrra. Hann segir að bílarnir verði alhliðabílar sem geti sinnt eldi, vatnsleka, slysum og fleira. „Við vonum að þetta verði boðið út fyrir áramótin og fjórir nýir bílar verði komnir í notkun á næstu þremur árum. Það tekur smá tíma að framleiða svona slökkviliðsbíla því þeir eru ekki teknir beint úr hillunni,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira