Justin Bieber elskar að vera einn í náttúrunni Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 9. september 2016 07:15 Justin Bieber á sviðinu í Kórnum í gær. Vísir/Hanna Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber steig á svið í Kórnum í gærkvöldi og verður þar aftur í kvöld. Í einkaviðtali við Fréttablaðið, sem tekið var í gær, segist Justin ekki geta beðið eftir tónleikunum. Hann var hér ásamt fríðu föruneyti í fyrrahaust og tók þá upp myndband við lagið I'll Show You. „Við komum alls ekki í þeim tilgangi að taka upp myndbandið hér. Ég kom hingað því mig langaði að heimsækja Ísland og reyna að ná flottum myndum með vini mínum Chris Burkhard fyrir plötuumslagið á nýjustu plötu minni, Purpose. En það vildi svo skemmtilega til að tökumaðurinn minn var með okkur og í lok ferðarinnar vorum við komnir með fullt af frábæru efni og ákváðum í kjölfarið að gera úr því myndband,“ útskýrir Bieber. „Ég elskaði ferðina til Íslands í fyrra. Þetta er svo fallegt land og ég get ekki beðið eftir því að koma hér fram,“ segir poppprinsinn, spurður hvers vegna hann hafi ákveðið að hefja Evróputúrinn hér á landi, en eins og greint var frá í Fréttablaðinu á miðvikudag óskaði Justin sjálfur eftir því að halda tónleika hér. Þó Justin sé aðeins 22 ára gamall, er óhætt að segja að hann sé hokinn af reynslu, en hann var aðeins 15 ára gamall þegar hann fór í sitt fyrsta tónleikaferðalag til að fylgja eftir frumrauninni, My World. Frá þeim tíma hafa fjölmiðlar elt Justin á röndum og hann hefur smám saman orðið ein vinsælasta poppstjarna heims. Inntur eftir því hvað honum hafi þótt eftirminnilegast við heimsóknina til Íslands í fyrra segir hann það vera náttúruna. „Það sem er eftirminnilegast við heimsóknina eru fjallgöngurnar sem ég fór í og að vera einn í náttúrunni. Ég er klárlega búinn að ákveða að gera það aftur,“ segir Justin, en hann er mikið fyrir útivist og hugar vel að andlegri og líkamlegri heilsu þegar hann er ekki á ferðalögum um heiminn. „Þegar ég er ekki á tónleikaferðalagi eða að vinna að tónlist finnst mér skemmtilegast að spila hokkí og renna mér á hjólabretti“ segir hann. En hvað ætli poppgoðinu finnst best að borða? „Uppáhaldsmaturinn minn er spaghetti bolognese,“ segir hann. Búist er við hátt í 40 þúsund manns á tvenna tónleika Biebers í Kórnum. Spurður hverju aðdáendur hans megi búast við á tónleikunum segist poppprinsinn vonast til að tónleikarnir verði í alla staði frábærir. „Allir eiga að koma tilbúnir til að dansa, syngja og skemmta sér æðislega vel,“ segir Justin og bætir við að hann sé verulega upp með sér yfir hversu margir ætli að mæta á tónleikana. Purpose-túrinn hófst í Seattle í Bandaríkjunum í mars og ferðaðist Justin Bieber vítt og breitt um Bandaríkin allt fram í lok júlí. Aðspurður kveðst hann virkilega ánægður með fyrri hluta tónleikaferðalagsins. „Það urðu til alveg ótrúlega skemmtilegar minningar á síðustu mánuðum. Ég gæti ekki valið á milli þeirra.“ Lagalisti Justins Bieber er ekki af verri endanum en hann mun meðal annars taka lög á borð við Where Are Ü Now, Boyfriend, I’ll Show You og lagið Baby sem flest ef ekki allir Íslendingar þekkja. Spurður hvaða lag honum þyki skemmtilegast að flytja á tónleikum segir hann það ráðast af stemningunni hverju sinni. „Það breytist kvöld frá kvöldi, en mér þykir alltaf jafn skemmtilegt þegar kemur að órafmagnaða hlutanum. Það er þá sem ég upplifi sterkustu tengslin við aðdáendur mína.“ Justin segir að erfitt sé að segja hvaða lag það er sem honum finnst skemmtilegast að spila fyrir tónleikagesti, það fari þó eftir hvernig kvöldið þróast. „Það fer algjörlega eftir því hvernig kvöldið þróast, en ég nýt þess alltaf að spila órafmögnuðu lögin. Það er þá sem ég næ góðri tengingu við aðdáendur mína,“ segir Justin að lokum. Tónleikarnir í Kórnum voru þeir fyrstu á ferðalagi Biebers um Evrópu þar sem hann fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Purpose. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. september. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Fleiri fréttir Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Sjá meira
Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber steig á svið í Kórnum í gærkvöldi og verður þar aftur í kvöld. Í einkaviðtali við Fréttablaðið, sem tekið var í gær, segist Justin ekki geta beðið eftir tónleikunum. Hann var hér ásamt fríðu föruneyti í fyrrahaust og tók þá upp myndband við lagið I'll Show You. „Við komum alls ekki í þeim tilgangi að taka upp myndbandið hér. Ég kom hingað því mig langaði að heimsækja Ísland og reyna að ná flottum myndum með vini mínum Chris Burkhard fyrir plötuumslagið á nýjustu plötu minni, Purpose. En það vildi svo skemmtilega til að tökumaðurinn minn var með okkur og í lok ferðarinnar vorum við komnir með fullt af frábæru efni og ákváðum í kjölfarið að gera úr því myndband,“ útskýrir Bieber. „Ég elskaði ferðina til Íslands í fyrra. Þetta er svo fallegt land og ég get ekki beðið eftir því að koma hér fram,“ segir poppprinsinn, spurður hvers vegna hann hafi ákveðið að hefja Evróputúrinn hér á landi, en eins og greint var frá í Fréttablaðinu á miðvikudag óskaði Justin sjálfur eftir því að halda tónleika hér. Þó Justin sé aðeins 22 ára gamall, er óhætt að segja að hann sé hokinn af reynslu, en hann var aðeins 15 ára gamall þegar hann fór í sitt fyrsta tónleikaferðalag til að fylgja eftir frumrauninni, My World. Frá þeim tíma hafa fjölmiðlar elt Justin á röndum og hann hefur smám saman orðið ein vinsælasta poppstjarna heims. Inntur eftir því hvað honum hafi þótt eftirminnilegast við heimsóknina til Íslands í fyrra segir hann það vera náttúruna. „Það sem er eftirminnilegast við heimsóknina eru fjallgöngurnar sem ég fór í og að vera einn í náttúrunni. Ég er klárlega búinn að ákveða að gera það aftur,“ segir Justin, en hann er mikið fyrir útivist og hugar vel að andlegri og líkamlegri heilsu þegar hann er ekki á ferðalögum um heiminn. „Þegar ég er ekki á tónleikaferðalagi eða að vinna að tónlist finnst mér skemmtilegast að spila hokkí og renna mér á hjólabretti“ segir hann. En hvað ætli poppgoðinu finnst best að borða? „Uppáhaldsmaturinn minn er spaghetti bolognese,“ segir hann. Búist er við hátt í 40 þúsund manns á tvenna tónleika Biebers í Kórnum. Spurður hverju aðdáendur hans megi búast við á tónleikunum segist poppprinsinn vonast til að tónleikarnir verði í alla staði frábærir. „Allir eiga að koma tilbúnir til að dansa, syngja og skemmta sér æðislega vel,“ segir Justin og bætir við að hann sé verulega upp með sér yfir hversu margir ætli að mæta á tónleikana. Purpose-túrinn hófst í Seattle í Bandaríkjunum í mars og ferðaðist Justin Bieber vítt og breitt um Bandaríkin allt fram í lok júlí. Aðspurður kveðst hann virkilega ánægður með fyrri hluta tónleikaferðalagsins. „Það urðu til alveg ótrúlega skemmtilegar minningar á síðustu mánuðum. Ég gæti ekki valið á milli þeirra.“ Lagalisti Justins Bieber er ekki af verri endanum en hann mun meðal annars taka lög á borð við Where Are Ü Now, Boyfriend, I’ll Show You og lagið Baby sem flest ef ekki allir Íslendingar þekkja. Spurður hvaða lag honum þyki skemmtilegast að flytja á tónleikum segir hann það ráðast af stemningunni hverju sinni. „Það breytist kvöld frá kvöldi, en mér þykir alltaf jafn skemmtilegt þegar kemur að órafmagnaða hlutanum. Það er þá sem ég upplifi sterkustu tengslin við aðdáendur mína.“ Justin segir að erfitt sé að segja hvaða lag það er sem honum finnst skemmtilegast að spila fyrir tónleikagesti, það fari þó eftir hvernig kvöldið þróast. „Það fer algjörlega eftir því hvernig kvöldið þróast, en ég nýt þess alltaf að spila órafmögnuðu lögin. Það er þá sem ég næ góðri tengingu við aðdáendur mína,“ segir Justin að lokum. Tónleikarnir í Kórnum voru þeir fyrstu á ferðalagi Biebers um Evrópu þar sem hann fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Purpose. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. september.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Fleiri fréttir Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning