Auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. september 2016 17:24 Logi Pedro og félagar hans í 101 Boys hita upp fyrir Bieber í Kórnum. Vísir/Hanna/Ernir Söngvarinn Sturla Atlas og fjöllistahópurinn 101 Boys hituðu upp fyrir Justin Bieber í gærkvöldi. Aðspurður á Twitter sagði Logi Pedro, tónlistarmaður og meðlimur 101 Boys, að líklega væri auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber. Hann segir þó í samtali við Vísi að þeir hafi ekki sérstaklega sóst eftir því og að skemmtilegt væri að hita upp fyrir stórstjörnuna. Sturla Atlas mun aftur hita upp fyrir Bieber í Kórnum í kvöld. „Þetta var bara mjög skemmtilegt. Það kom mér skemmtilega á óvart hversu góðar viðtökurnar voru og hvernig fólk tók þátt með okkur,“ segir Logi Pedro í samtali við Vísi. Aðspurður segir hann undirbúninginn fyrir Bieber ekki hafa verið mjög frábrugðinn undirbúning fyrir hverja aðra tónleika. „Við tókum ákvarðanir um hvað við vildum gera, hvaða lög við vildum taka. Við útsettum intro og eitthvað svoleiðis. Frekar hefðbundið.“Nú sagðirðu á Twitter að líklega væri auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber, var allt lokað og læst? „Nei nei, alls ekki. Ég segi bara svona. Við höfðum lítinn áhuga á að vera troða okkur eitthvert, þannig að við vorum ekkert að pæla í því. En ég geri ráð fyrir því í ljósi þess að hann er stærsta poppstjarna í heiminum að það sé helvíti mikil gæsla.“@gudnylt örugglega auðveldara að sænga hjá páfanum.— Logi Pedro (@logifknpedro) September 8, 2016 Sóttust ekki sérstaklega eftir því að hita upp fyrir Bieber„Við vitum ekki betur en að þetta hafi verið valið úti. Þau voru með ákvörðunarvald og grænt ljós fengið þaðan. En hvernig ferlið átti sér stað í rauninni hef ég ekki hugmynd um. En við sóttumst ekki eftir því sérstaklega. Við sögðum bara að þau mættu hafa okkur í huga, fórum ekki í neina herferð eða svoleiðis,“ segir Logi Pedro. Logi segir þá hafa fengið jákvæð viðbrögð frá teymi Bieber og búist við góðri stemningu í kvöld. „Það leit út fyrir að vera uppselt í gær. Það eru kannski einhverjir til viðbótar í kvöld, en í stóra samhenginu er það ekkert. Þannig að ég held að þetta verði bara round tvö af fjöri.“ Sturla Atlas og 101 Boys stíga á svið í kórnum klukkan sjö í kvöld. Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira
Söngvarinn Sturla Atlas og fjöllistahópurinn 101 Boys hituðu upp fyrir Justin Bieber í gærkvöldi. Aðspurður á Twitter sagði Logi Pedro, tónlistarmaður og meðlimur 101 Boys, að líklega væri auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber. Hann segir þó í samtali við Vísi að þeir hafi ekki sérstaklega sóst eftir því og að skemmtilegt væri að hita upp fyrir stórstjörnuna. Sturla Atlas mun aftur hita upp fyrir Bieber í Kórnum í kvöld. „Þetta var bara mjög skemmtilegt. Það kom mér skemmtilega á óvart hversu góðar viðtökurnar voru og hvernig fólk tók þátt með okkur,“ segir Logi Pedro í samtali við Vísi. Aðspurður segir hann undirbúninginn fyrir Bieber ekki hafa verið mjög frábrugðinn undirbúning fyrir hverja aðra tónleika. „Við tókum ákvarðanir um hvað við vildum gera, hvaða lög við vildum taka. Við útsettum intro og eitthvað svoleiðis. Frekar hefðbundið.“Nú sagðirðu á Twitter að líklega væri auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber, var allt lokað og læst? „Nei nei, alls ekki. Ég segi bara svona. Við höfðum lítinn áhuga á að vera troða okkur eitthvert, þannig að við vorum ekkert að pæla í því. En ég geri ráð fyrir því í ljósi þess að hann er stærsta poppstjarna í heiminum að það sé helvíti mikil gæsla.“@gudnylt örugglega auðveldara að sænga hjá páfanum.— Logi Pedro (@logifknpedro) September 8, 2016 Sóttust ekki sérstaklega eftir því að hita upp fyrir Bieber„Við vitum ekki betur en að þetta hafi verið valið úti. Þau voru með ákvörðunarvald og grænt ljós fengið þaðan. En hvernig ferlið átti sér stað í rauninni hef ég ekki hugmynd um. En við sóttumst ekki eftir því sérstaklega. Við sögðum bara að þau mættu hafa okkur í huga, fórum ekki í neina herferð eða svoleiðis,“ segir Logi Pedro. Logi segir þá hafa fengið jákvæð viðbrögð frá teymi Bieber og búist við góðri stemningu í kvöld. „Það leit út fyrir að vera uppselt í gær. Það eru kannski einhverjir til viðbótar í kvöld, en í stóra samhenginu er það ekkert. Þannig að ég held að þetta verði bara round tvö af fjöri.“ Sturla Atlas og 101 Boys stíga á svið í kórnum klukkan sjö í kvöld.
Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira