Býr einn á eyju í Þjórsá og þarf að leggja töluvert á sig til að koma sínu atkvæði til skila Birgir Olgeirsson skrifar 29. október 2016 17:21 Hákon Kjalar Hjördísarson í Traustsholtshólma. Vísir Kjósendur á Íslandi þurfa að leggja mismikið á sig til að komast á kjörstað. Hákon Kjalar Hjördísarson er einn af þeim sem þarf að hafa töluvert fyrir því. Hann býr ásamt hundinum sínum Skugga á eyjunni Traustholtshólma sem er rétt fyrir ofan mynni Þjórsár. Til að komast á kjörstað þarf Hákon að labba yfir eyjuna, þaðan fer hann í bátinn sinn sem hann siglir yfir Þjórsá. Við bakka Þjórsár bíður bíllinn hans sem hann ekur um tuttugu mínútna leið að félagsheimilinu Félagslundi í Flóahreppi þar sem hann kýs. Félagslundur var áður í gamla Gaulverjahreppi en hann hefur verið sameinaður Flóahreppi.Hundurinn Skuggi bíður eftir Hákoni í bátnum.VísirVísir heyrði í Hákoni í dag sem segist hafa séð nokkra sem búa í borginni kvarta yfir því að koma sér á kjörstað, og þeir þurfa jafnvel einungis að standa upp úr sófanum fyrir framan sjónvarpið og ganga nokkur skref út í Hagaskóla til að koma atkvæði sínu til skila. „Það eru forréttindi að búa í lýðræðisríki og alveg sama hvað menn kjósa, þá eiga þeir að nýta réttinn sinn. Þetta er einn dagur á fjögurra ára fresti. Ef menn geta ekki staðið upp og kosið þá þýðir lítið að vera að kvarta yfir ástandinu,“ segir Hákon. Hákon er þriðji ættliðurinn sem á eyjuna Traustholtshólma en hann flutti sjálfur þangað í vor og hefur í sumar gert þar upp hús og staðið í uppbyggingu á ferðaþjónustu. Hann ætlar að vera á eyjunni fram í nóvember en fer þá upp á meginlandið til að vinna en fer svo aftur út í Traustholtshólma í apríl næstkomandi og verður yfir sumarið.Hér má sjá leiðina sem Hákon fer til að kjósa.Vísir/Loftmyndir.is Kosningar 2016 Tengdar fréttir Býður upp á gistingu í mongólsku tjaldi á einkaeyju í Þjórsá Hákon Kjalar Hjördísarson einbúi stundar sjálfsþurftarbúskap á Traustholtshólma og hefur tekið á móti ferðamönnum í allt sumar. 9. ágúst 2016 13:57 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Kjósendur á Íslandi þurfa að leggja mismikið á sig til að komast á kjörstað. Hákon Kjalar Hjördísarson er einn af þeim sem þarf að hafa töluvert fyrir því. Hann býr ásamt hundinum sínum Skugga á eyjunni Traustholtshólma sem er rétt fyrir ofan mynni Þjórsár. Til að komast á kjörstað þarf Hákon að labba yfir eyjuna, þaðan fer hann í bátinn sinn sem hann siglir yfir Þjórsá. Við bakka Þjórsár bíður bíllinn hans sem hann ekur um tuttugu mínútna leið að félagsheimilinu Félagslundi í Flóahreppi þar sem hann kýs. Félagslundur var áður í gamla Gaulverjahreppi en hann hefur verið sameinaður Flóahreppi.Hundurinn Skuggi bíður eftir Hákoni í bátnum.VísirVísir heyrði í Hákoni í dag sem segist hafa séð nokkra sem búa í borginni kvarta yfir því að koma sér á kjörstað, og þeir þurfa jafnvel einungis að standa upp úr sófanum fyrir framan sjónvarpið og ganga nokkur skref út í Hagaskóla til að koma atkvæði sínu til skila. „Það eru forréttindi að búa í lýðræðisríki og alveg sama hvað menn kjósa, þá eiga þeir að nýta réttinn sinn. Þetta er einn dagur á fjögurra ára fresti. Ef menn geta ekki staðið upp og kosið þá þýðir lítið að vera að kvarta yfir ástandinu,“ segir Hákon. Hákon er þriðji ættliðurinn sem á eyjuna Traustholtshólma en hann flutti sjálfur þangað í vor og hefur í sumar gert þar upp hús og staðið í uppbyggingu á ferðaþjónustu. Hann ætlar að vera á eyjunni fram í nóvember en fer þá upp á meginlandið til að vinna en fer svo aftur út í Traustholtshólma í apríl næstkomandi og verður yfir sumarið.Hér má sjá leiðina sem Hákon fer til að kjósa.Vísir/Loftmyndir.is
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Býður upp á gistingu í mongólsku tjaldi á einkaeyju í Þjórsá Hákon Kjalar Hjördísarson einbúi stundar sjálfsþurftarbúskap á Traustholtshólma og hefur tekið á móti ferðamönnum í allt sumar. 9. ágúst 2016 13:57 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Býður upp á gistingu í mongólsku tjaldi á einkaeyju í Þjórsá Hákon Kjalar Hjördísarson einbúi stundar sjálfsþurftarbúskap á Traustholtshólma og hefur tekið á móti ferðamönnum í allt sumar. 9. ágúst 2016 13:57