Leið flokkaflakkarans um kosningarvökur Snærós Sindradóttir skrifar 29. október 2016 07:00 Kosningavökur stjórnmálaflokkanna í kvöld eru víða Það er af nægu að taka fyrir skemmtanaglaða kjósendur í kvöld og fram á nótt. Flokkarnir bjóða allir upp á kosningavökur og leggja allt í sölurnar til að halda sínum kjósendum ánægðum á þessari uppskeruhátíð eftir kosningarnar. Fylgi flokkanna í könnunum síðustu daga bendir þó til þess að ekki muni allir geta fagnað og líklegt að botninn detti snemma úr hjá nokkrum þessara flokka. Fari svo að Samfylkingin komi jafn illa eða verr út í kosningum en hún hefur verið að mælast og detti jafnvel af þingi er hægur leikur fyrir stuðningsmenn flokksins að skjótast yfir í kosningavöku Pírata sem er aðeins þremur húsum frá, í stóru húsnæði Bryggjunnar við Grandagarð. Píratar hafa verið að mælast vel í könnunum allt síðasta ár og eru líklegir til að geta lýst sig sigurvegara kvöldsins, að minnsta kosti í einhverjum skilningi. Það má bóka að hjá Pírötum verða líka flestir nýir þingmenn, blautir á bak við eyrun, og kjörið tækifæri fyrir kjósendur til að spyrja þá spjörunum úr á mest taugatrekkjandi kvöldi ársins.Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, kosningastjóri Samfylkingarinnar.vísir/anton brinkSamfylkingarfólk er þó bjartsýnt á kvöldið. „Það verður auðvitað rífandi stemning, lifandi tónlist og plötusnúður fram eftir kvöldi. Allir velkomnir,“ segir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, kosningastjóri Samfylkingarinnar. Allar kosningavökur flokkanna eru í miðbænum ef frá eru taldar vökur Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Fréttablaðið reiknaði út að tæpa klukkustund tæki að ganga á milli allra kosningavakanna, allt frá Samfylkingu við Grandagarð að Sjálfstæðisflokki á Grand Hóteli. Það borgar sig að taka leigubíl eða láta skutla sér á kosningavökur Viðreisnar og Flokks fólksins. Kosningastjóri Viðreisnar, Stefanía Sigurðardóttir, hefur engar áhyggjur af fjarlægðinni frá miðbænum. „Það verður bara partí. Ég stefni á að dansa af mér skóna. Það hefur verið það mikil gleði í framboðinu að við verðum að halda því áfram.“ Flestar kosningavökurnar hefjast upp úr klukkan níu en kjörstöðum verður lokað klukkan tíu og búast má við fyrstu tölum tiltölulega fljótlega upp úr því, á ellefta tímanum. Tölurnar verða kynntar í beinni útsendingu á Stöð 2. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Það er af nægu að taka fyrir skemmtanaglaða kjósendur í kvöld og fram á nótt. Flokkarnir bjóða allir upp á kosningavökur og leggja allt í sölurnar til að halda sínum kjósendum ánægðum á þessari uppskeruhátíð eftir kosningarnar. Fylgi flokkanna í könnunum síðustu daga bendir þó til þess að ekki muni allir geta fagnað og líklegt að botninn detti snemma úr hjá nokkrum þessara flokka. Fari svo að Samfylkingin komi jafn illa eða verr út í kosningum en hún hefur verið að mælast og detti jafnvel af þingi er hægur leikur fyrir stuðningsmenn flokksins að skjótast yfir í kosningavöku Pírata sem er aðeins þremur húsum frá, í stóru húsnæði Bryggjunnar við Grandagarð. Píratar hafa verið að mælast vel í könnunum allt síðasta ár og eru líklegir til að geta lýst sig sigurvegara kvöldsins, að minnsta kosti í einhverjum skilningi. Það má bóka að hjá Pírötum verða líka flestir nýir þingmenn, blautir á bak við eyrun, og kjörið tækifæri fyrir kjósendur til að spyrja þá spjörunum úr á mest taugatrekkjandi kvöldi ársins.Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, kosningastjóri Samfylkingarinnar.vísir/anton brinkSamfylkingarfólk er þó bjartsýnt á kvöldið. „Það verður auðvitað rífandi stemning, lifandi tónlist og plötusnúður fram eftir kvöldi. Allir velkomnir,“ segir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, kosningastjóri Samfylkingarinnar. Allar kosningavökur flokkanna eru í miðbænum ef frá eru taldar vökur Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Fréttablaðið reiknaði út að tæpa klukkustund tæki að ganga á milli allra kosningavakanna, allt frá Samfylkingu við Grandagarð að Sjálfstæðisflokki á Grand Hóteli. Það borgar sig að taka leigubíl eða láta skutla sér á kosningavökur Viðreisnar og Flokks fólksins. Kosningastjóri Viðreisnar, Stefanía Sigurðardóttir, hefur engar áhyggjur af fjarlægðinni frá miðbænum. „Það verður bara partí. Ég stefni á að dansa af mér skóna. Það hefur verið það mikil gleði í framboðinu að við verðum að halda því áfram.“ Flestar kosningavökurnar hefjast upp úr klukkan níu en kjörstöðum verður lokað klukkan tíu og búast má við fyrstu tölum tiltölulega fljótlega upp úr því, á ellefta tímanum. Tölurnar verða kynntar í beinni útsendingu á Stöð 2.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira