Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2016 13:03 Umboðsmenn Pírata, þau Birgitta Jónsdóttir, Smári McCarthy og Einar Brynjólfsson, áttu um 45 mínútna langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum í dag. Eftir fundinn sögðu þau fjölmiðlamönnum að þau væru tilbúin til þess að styðja minnihlutastjórn þriggja flokka, það er Viðreisnar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar. Birgitta sagði í samtali við blaðamenn að úrslit kosninganna bæru með sér að verið væri að kalla eftir meiri breidd í stjórnskipan landsins en áður hefur þekkst. Því hafi þau borið upp hugmynd Pírata, sem rædd var á þingflokksfundi þeirra í gærkvöldi, að flokkurinn myndi styðja minnihlutastjórn Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar. Það væri þó ekki nægur þingstyrkur fyrir meirihluta og því þyrfti Samfylkingin einnig að verja stjórnina falli eða taka þátt í henni. Aðspurð um hvers vegna þau gerðu ekki kröfu um að sitja í ríkisstjórn sögðu þau að það hefði fyrst og fremst með flækjustigið að gera. Það væri flókið ef að formenn fimm flokka myndu eiga sæti við ríkisstjórnarborðið og að þetta útspil þeirra væri til þess fallið að skapa frið og stöðugleika. „Við erum að þessu til að ná fram breytingum í samfélaginu en ekki til þess að ná völdum,“ sagði Smári. Þá voru þau spurð hvernig forsetinn hefði tekið þessu. „Hann hljómaði opinn fyrir þessu og ætlaði að ræða þetta við aðra en svo verðum við bara að sjá til hvað kemur út úr þessu,“ sagði Smári. Birgitta sagði jafnframt að Píratar væru með þessu útspili sínu ekki að segja að þau vilji ekki vera í fimm flokka stjórn, þau vildu einfaldlega leggja þetta til málanna ef það gæti orðið til þess að leysa einhverja hnúta. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni sagði Guðna að hann teldi Sjálfstæðisflokkinn geta verið kjölfestuna í næstu stjórn Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er farinn frá Bessastöðum en hann og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands funduðu í um hálftíma núna í morgun um næstu skref varðandi myndun nýrrar ríkisstjórnar. 31. október 2016 10:54 Katrín sagði Guðna að fyrsti valkostur Vinstri grænna væri fimm flokka stjórn til vinstri Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna átti um hálftíma langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum núna á milli klukkan ellefu og hálftólf. 31. október 2016 11:48 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Umboðsmenn Pírata, þau Birgitta Jónsdóttir, Smári McCarthy og Einar Brynjólfsson, áttu um 45 mínútna langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum í dag. Eftir fundinn sögðu þau fjölmiðlamönnum að þau væru tilbúin til þess að styðja minnihlutastjórn þriggja flokka, það er Viðreisnar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar. Birgitta sagði í samtali við blaðamenn að úrslit kosninganna bæru með sér að verið væri að kalla eftir meiri breidd í stjórnskipan landsins en áður hefur þekkst. Því hafi þau borið upp hugmynd Pírata, sem rædd var á þingflokksfundi þeirra í gærkvöldi, að flokkurinn myndi styðja minnihlutastjórn Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar. Það væri þó ekki nægur þingstyrkur fyrir meirihluta og því þyrfti Samfylkingin einnig að verja stjórnina falli eða taka þátt í henni. Aðspurð um hvers vegna þau gerðu ekki kröfu um að sitja í ríkisstjórn sögðu þau að það hefði fyrst og fremst með flækjustigið að gera. Það væri flókið ef að formenn fimm flokka myndu eiga sæti við ríkisstjórnarborðið og að þetta útspil þeirra væri til þess fallið að skapa frið og stöðugleika. „Við erum að þessu til að ná fram breytingum í samfélaginu en ekki til þess að ná völdum,“ sagði Smári. Þá voru þau spurð hvernig forsetinn hefði tekið þessu. „Hann hljómaði opinn fyrir þessu og ætlaði að ræða þetta við aðra en svo verðum við bara að sjá til hvað kemur út úr þessu,“ sagði Smári. Birgitta sagði jafnframt að Píratar væru með þessu útspili sínu ekki að segja að þau vilji ekki vera í fimm flokka stjórn, þau vildu einfaldlega leggja þetta til málanna ef það gæti orðið til þess að leysa einhverja hnúta.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni sagði Guðna að hann teldi Sjálfstæðisflokkinn geta verið kjölfestuna í næstu stjórn Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er farinn frá Bessastöðum en hann og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands funduðu í um hálftíma núna í morgun um næstu skref varðandi myndun nýrrar ríkisstjórnar. 31. október 2016 10:54 Katrín sagði Guðna að fyrsti valkostur Vinstri grænna væri fimm flokka stjórn til vinstri Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna átti um hálftíma langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum núna á milli klukkan ellefu og hálftólf. 31. október 2016 11:48 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Bjarni sagði Guðna að hann teldi Sjálfstæðisflokkinn geta verið kjölfestuna í næstu stjórn Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er farinn frá Bessastöðum en hann og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands funduðu í um hálftíma núna í morgun um næstu skref varðandi myndun nýrrar ríkisstjórnar. 31. október 2016 10:54
Katrín sagði Guðna að fyrsti valkostur Vinstri grænna væri fimm flokka stjórn til vinstri Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna átti um hálftíma langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum núna á milli klukkan ellefu og hálftólf. 31. október 2016 11:48