Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2016 13:03 Umboðsmenn Pírata, þau Birgitta Jónsdóttir, Smári McCarthy og Einar Brynjólfsson, áttu um 45 mínútna langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum í dag. Eftir fundinn sögðu þau fjölmiðlamönnum að þau væru tilbúin til þess að styðja minnihlutastjórn þriggja flokka, það er Viðreisnar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar. Birgitta sagði í samtali við blaðamenn að úrslit kosninganna bæru með sér að verið væri að kalla eftir meiri breidd í stjórnskipan landsins en áður hefur þekkst. Því hafi þau borið upp hugmynd Pírata, sem rædd var á þingflokksfundi þeirra í gærkvöldi, að flokkurinn myndi styðja minnihlutastjórn Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar. Það væri þó ekki nægur þingstyrkur fyrir meirihluta og því þyrfti Samfylkingin einnig að verja stjórnina falli eða taka þátt í henni. Aðspurð um hvers vegna þau gerðu ekki kröfu um að sitja í ríkisstjórn sögðu þau að það hefði fyrst og fremst með flækjustigið að gera. Það væri flókið ef að formenn fimm flokka myndu eiga sæti við ríkisstjórnarborðið og að þetta útspil þeirra væri til þess fallið að skapa frið og stöðugleika. „Við erum að þessu til að ná fram breytingum í samfélaginu en ekki til þess að ná völdum,“ sagði Smári. Þá voru þau spurð hvernig forsetinn hefði tekið þessu. „Hann hljómaði opinn fyrir þessu og ætlaði að ræða þetta við aðra en svo verðum við bara að sjá til hvað kemur út úr þessu,“ sagði Smári. Birgitta sagði jafnframt að Píratar væru með þessu útspili sínu ekki að segja að þau vilji ekki vera í fimm flokka stjórn, þau vildu einfaldlega leggja þetta til málanna ef það gæti orðið til þess að leysa einhverja hnúta. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni sagði Guðna að hann teldi Sjálfstæðisflokkinn geta verið kjölfestuna í næstu stjórn Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er farinn frá Bessastöðum en hann og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands funduðu í um hálftíma núna í morgun um næstu skref varðandi myndun nýrrar ríkisstjórnar. 31. október 2016 10:54 Katrín sagði Guðna að fyrsti valkostur Vinstri grænna væri fimm flokka stjórn til vinstri Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna átti um hálftíma langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum núna á milli klukkan ellefu og hálftólf. 31. október 2016 11:48 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Umboðsmenn Pírata, þau Birgitta Jónsdóttir, Smári McCarthy og Einar Brynjólfsson, áttu um 45 mínútna langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum í dag. Eftir fundinn sögðu þau fjölmiðlamönnum að þau væru tilbúin til þess að styðja minnihlutastjórn þriggja flokka, það er Viðreisnar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar. Birgitta sagði í samtali við blaðamenn að úrslit kosninganna bæru með sér að verið væri að kalla eftir meiri breidd í stjórnskipan landsins en áður hefur þekkst. Því hafi þau borið upp hugmynd Pírata, sem rædd var á þingflokksfundi þeirra í gærkvöldi, að flokkurinn myndi styðja minnihlutastjórn Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar. Það væri þó ekki nægur þingstyrkur fyrir meirihluta og því þyrfti Samfylkingin einnig að verja stjórnina falli eða taka þátt í henni. Aðspurð um hvers vegna þau gerðu ekki kröfu um að sitja í ríkisstjórn sögðu þau að það hefði fyrst og fremst með flækjustigið að gera. Það væri flókið ef að formenn fimm flokka myndu eiga sæti við ríkisstjórnarborðið og að þetta útspil þeirra væri til þess fallið að skapa frið og stöðugleika. „Við erum að þessu til að ná fram breytingum í samfélaginu en ekki til þess að ná völdum,“ sagði Smári. Þá voru þau spurð hvernig forsetinn hefði tekið þessu. „Hann hljómaði opinn fyrir þessu og ætlaði að ræða þetta við aðra en svo verðum við bara að sjá til hvað kemur út úr þessu,“ sagði Smári. Birgitta sagði jafnframt að Píratar væru með þessu útspili sínu ekki að segja að þau vilji ekki vera í fimm flokka stjórn, þau vildu einfaldlega leggja þetta til málanna ef það gæti orðið til þess að leysa einhverja hnúta.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni sagði Guðna að hann teldi Sjálfstæðisflokkinn geta verið kjölfestuna í næstu stjórn Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er farinn frá Bessastöðum en hann og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands funduðu í um hálftíma núna í morgun um næstu skref varðandi myndun nýrrar ríkisstjórnar. 31. október 2016 10:54 Katrín sagði Guðna að fyrsti valkostur Vinstri grænna væri fimm flokka stjórn til vinstri Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna átti um hálftíma langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum núna á milli klukkan ellefu og hálftólf. 31. október 2016 11:48 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Bjarni sagði Guðna að hann teldi Sjálfstæðisflokkinn geta verið kjölfestuna í næstu stjórn Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er farinn frá Bessastöðum en hann og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands funduðu í um hálftíma núna í morgun um næstu skref varðandi myndun nýrrar ríkisstjórnar. 31. október 2016 10:54
Katrín sagði Guðna að fyrsti valkostur Vinstri grænna væri fimm flokka stjórn til vinstri Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna átti um hálftíma langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum núna á milli klukkan ellefu og hálftólf. 31. október 2016 11:48