Heiðar snyrtir kveður upp dóm sinn: „Forsetinn er bráðmyndarlegur með þetta buff“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. nóvember 2016 09:00 „Mér finnst forsetinn bara bráðmyndarlegur með þetta buff,“ segir Heiðar Jónsson snyrtir um höfuðfat sem forseti Íslands skartaði á laugardagsmorgun við afhjúpun upplýsingaskiltis um gamlar minjar á landi Bessastaða. Buffið hefur vakið mikla athygli og sýnist sitt hverjum. Sitt sýnist hverjum um klæðaburð forsetans en í könnun meðal lesenda Vísis skiptist fólk í tvær svo til jafnfjölmennar fylkingar þegar kemur að því hvort Guðni eigi að geyma eða gleyma buffinu. Ljóst er hvorum hópnum Heiðar snyrtir tilheyrir en hann ræddi „stóra buffmálið“ í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég skil ekki málið. Þetta er rosalegt. Ég fer út með buff ef veðrið er þannig og ég þarf á því að halda. Mér finnst buff bara flott,“ segir Heiðar og uppskar hlátur hjá þáttastjórnendunum Heimi Karlssyni og Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur líkt og þau hefðu átt von á öðru svari frá snyrtinum sem kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að klæðaburði. Forseta forseta forseta forseta forseta forsetabuff. #forsetabuff SO á @KristjanHrannar fyrir hugmyndina. pic.twitter.com/9bFenyDnYj— Árni Torfason (@arnitorfa) November 13, 2016 Mynd af öllum forsetum Íslands með buff á höfði fór í dreifingu á samfélagsmiðlum um helgina. Heiðar sá þá mynd. „Ég viðurkenni að ég hefði kannski ekki verið samþykkur buffnotkun hinna. En Guðni er flottur með þetta.“ Munurinn felist í persónuleikanum. „Hann er bara fullkomlega venjulegur íslenskur borgari, og buffari, á meðan hann er forsetinn okkar. Það hefur ekki verið áður. Ég er alls ekki að tala niður til fyrri forseta. Mér finnst bara ógurlega gaman að hafa forseta sem er algjörlega einn af okkur. Setur á sig buff ef hann þarf á að halda.“Ragnheiður Jónsdóttir biskupsfrú með buff undir hatti sínum.Heimir spurði Heiðar hvort hann væri nokkuð með fimm þúsund króna seðil á sér enda mætti finna buff á höfði Ragnheiðar Jónsdóttur biskupsfrúr sem prýðir seðilinn. „Þær buffuðu í gamla daga, allar flottu konurnar,“ segir Heiðar sem á ekki von á að Guðni sé búinn að koma af stað tískubylgju. Bráðum verði fullorðið fólk búið að skipta út húfum og höttum fyrir buff. „Ég held ekki en ég held að hann eigi eftir að breyta ýmsu, ekki bara með því að vera með buff en að vera með þennan stíl.“ Þó séu mörk hvenær eigi að nota buffið þegar maður sé forseti Íslands.Guðni með fílabindið sitt á Sólheimum í sumar.Vísir/GVA„Það þarf að vera viðeigandi. Ég er ekki að segja að hann eigi að taka á móti erlendum þjóðhöfðingjum með buff á hausnum.“ Guðni tjáði sig sjálfur um buffið á Facebook í morgun þar sem hann sagði buffið, sem hann fékk frá Alzheimer-samtökunum á fimmtudaginn, þegar hafa komið að góðum notum. Eins og alþjóð veit. Forsetinn ætlar að gefa fílabindið sitt og skrautlegt sokkapar til Dropans, styrktarfélags barna með sykursýki, sem stendur fyrir fjáröflun á uppboðssíðunni ebay.com. Guðni er ekki eini forsetinn til að skarta fílabindi því Ólafur Ragnar á slíkt bindi í skáp sínum, gjöf frá eiginkonunni Dorrit Moussaieff. „Gangi þetta vel er aldrei að vita nema ég gefi Alzheimer-buffið mitt líka til að styrkja gott málefni.“Að neðan geturðu sagt skoðun þína á því hvort Guðni eigi að geyma eða gleyma buffinu. #forsetabuff Tweets Tengdar fréttir Könnun: Á Guðni Th. að geyma eða gleyma forsetabuffinu? Forsetabuff Guðna Th. hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 13. nóvember 2016 14:30 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
„Mér finnst forsetinn bara bráðmyndarlegur með þetta buff,“ segir Heiðar Jónsson snyrtir um höfuðfat sem forseti Íslands skartaði á laugardagsmorgun við afhjúpun upplýsingaskiltis um gamlar minjar á landi Bessastaða. Buffið hefur vakið mikla athygli og sýnist sitt hverjum. Sitt sýnist hverjum um klæðaburð forsetans en í könnun meðal lesenda Vísis skiptist fólk í tvær svo til jafnfjölmennar fylkingar þegar kemur að því hvort Guðni eigi að geyma eða gleyma buffinu. Ljóst er hvorum hópnum Heiðar snyrtir tilheyrir en hann ræddi „stóra buffmálið“ í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég skil ekki málið. Þetta er rosalegt. Ég fer út með buff ef veðrið er þannig og ég þarf á því að halda. Mér finnst buff bara flott,“ segir Heiðar og uppskar hlátur hjá þáttastjórnendunum Heimi Karlssyni og Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur líkt og þau hefðu átt von á öðru svari frá snyrtinum sem kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að klæðaburði. Forseta forseta forseta forseta forseta forsetabuff. #forsetabuff SO á @KristjanHrannar fyrir hugmyndina. pic.twitter.com/9bFenyDnYj— Árni Torfason (@arnitorfa) November 13, 2016 Mynd af öllum forsetum Íslands með buff á höfði fór í dreifingu á samfélagsmiðlum um helgina. Heiðar sá þá mynd. „Ég viðurkenni að ég hefði kannski ekki verið samþykkur buffnotkun hinna. En Guðni er flottur með þetta.“ Munurinn felist í persónuleikanum. „Hann er bara fullkomlega venjulegur íslenskur borgari, og buffari, á meðan hann er forsetinn okkar. Það hefur ekki verið áður. Ég er alls ekki að tala niður til fyrri forseta. Mér finnst bara ógurlega gaman að hafa forseta sem er algjörlega einn af okkur. Setur á sig buff ef hann þarf á að halda.“Ragnheiður Jónsdóttir biskupsfrú með buff undir hatti sínum.Heimir spurði Heiðar hvort hann væri nokkuð með fimm þúsund króna seðil á sér enda mætti finna buff á höfði Ragnheiðar Jónsdóttur biskupsfrúr sem prýðir seðilinn. „Þær buffuðu í gamla daga, allar flottu konurnar,“ segir Heiðar sem á ekki von á að Guðni sé búinn að koma af stað tískubylgju. Bráðum verði fullorðið fólk búið að skipta út húfum og höttum fyrir buff. „Ég held ekki en ég held að hann eigi eftir að breyta ýmsu, ekki bara með því að vera með buff en að vera með þennan stíl.“ Þó séu mörk hvenær eigi að nota buffið þegar maður sé forseti Íslands.Guðni með fílabindið sitt á Sólheimum í sumar.Vísir/GVA„Það þarf að vera viðeigandi. Ég er ekki að segja að hann eigi að taka á móti erlendum þjóðhöfðingjum með buff á hausnum.“ Guðni tjáði sig sjálfur um buffið á Facebook í morgun þar sem hann sagði buffið, sem hann fékk frá Alzheimer-samtökunum á fimmtudaginn, þegar hafa komið að góðum notum. Eins og alþjóð veit. Forsetinn ætlar að gefa fílabindið sitt og skrautlegt sokkapar til Dropans, styrktarfélags barna með sykursýki, sem stendur fyrir fjáröflun á uppboðssíðunni ebay.com. Guðni er ekki eini forsetinn til að skarta fílabindi því Ólafur Ragnar á slíkt bindi í skáp sínum, gjöf frá eiginkonunni Dorrit Moussaieff. „Gangi þetta vel er aldrei að vita nema ég gefi Alzheimer-buffið mitt líka til að styrkja gott málefni.“Að neðan geturðu sagt skoðun þína á því hvort Guðni eigi að geyma eða gleyma buffinu. #forsetabuff Tweets
Tengdar fréttir Könnun: Á Guðni Th. að geyma eða gleyma forsetabuffinu? Forsetabuff Guðna Th. hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 13. nóvember 2016 14:30 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
Könnun: Á Guðni Th. að geyma eða gleyma forsetabuffinu? Forsetabuff Guðna Th. hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 13. nóvember 2016 14:30
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp