Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Svavar Hávarðsson skrifar 1. apríl 2016 07:00 Stóra-Laxá í Hreppum er einn 11 nýrra virkjunarkosta í biðflokki Rammans að óbreyttu. vísir/bh Vatnasvið Skjálfandafljóts, Skaftár og Héraðsvatna og þar með stóru Jökulsánna í Skagafirði falla í verndarflokk Rammaáætlunar að óbreyttu. Sjö nýir virkjunarkostir falla í nýtingarflokk til viðbótar við þá níu sem fyrir voru, og þar á meðal tveir mjög svo umdeildir í neðri hluta Þjórsár – Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Þetta kemur fram í drögum að lokaskýrslu verkefnisstjórnar rammaáætlunar sem lögð var fram í gær. Í skýrslunni er gerð tillaga um flokkun 25 virkjunarkosta og svæða, sem Stefán Gíslason, formaður verkefnisstjórnarinnar, gerði grein fyrir á kynningarfundi í Hörpu í gær. Upphaflega voru gögn vegna 81 virkjunarkosts á borði verkefnastjórnarinnar þegar allt er talið. Þar af eru 47 virkjunarkostir í vatnsafli og 33 í jarðvarma. Verkefnisstjórn ákvað snemma árs 2015 að vísa aðeins rúmum fjórðungi til faglegrar umfjöllunar hjá faghópum. Í hnotskurn má segja að fyrstu viðbrögð viðmælenda Fréttablaðsins við niðurstöðum verkefnisstjórnarinnar séu blendin en þó í stórum dráttum jákvæð – og hvort sem horft er til talsmanna náttúruverndar eða þeirra sem vilja ganga lengra í nýtingu. Stóra þrætueplinu á undanförnum árum, virkjunum í neðri hluta Þjórsár, hefur nú að nýju verið skipað í nýtingarflokk. Þó er stórum spurningum vegna stofna laxfiska í ánni enn ósvarað, en óvissan um afdrif stofnanna urðu til þess að Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun voru færðar tímabundið í biðflokk. Verkefnisstjórnin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að hún gæti ekki gengið lengra við að velta þessum einstaka þætti fyrir sér og vísar málinu áfram. Um þetta verður deilt á næstu mánuðum og árum – það liggur fyrir. Þeir sjö virkjunarkostir sem bætast við þá níu sem fyrir voru í nýtingarflokki gefa rúmlega 600 megavött (MW) ef svo fer að þeir verði allir nýttir, en það er með öllu óvíst í dag. Þá eru innan nýtingarflokks 17 virkjunarkostir og möguleiki á 1.376 MW viðbót við orkuöflun hérlendis til næstu ára og áratuga. Með því að flokka vatnasvið stóránna Skjálfandafljóts, Skaftár og Héraðsvatna í verndarflokk hefur hins vegar verið stigið risaskref í náttúruvernd – um það er einhugur og varðar það ekki síst hugmyndir náttúruverndarsamtaka og ferðaþjónustunnar um hálendisþjóðgarð sem kynntar voru fyrir skemmstu. Umsagnarferli um tillögur verkefnisstjórnarinnar um flokkun virkjunarkosta hefst 11. maí Það stendur í til og með 3. ágúst. Þá mun verkefnisstjórnin ganga frá tillögum sínum til ráðherra og afhenda þær 1. september. Ráðherra gengur í framhaldi af því frá tillögu til Alþingis um þingsályktun um verndar- og orkunýtingaráætlun – eða nýja Rammaáætlun. Neðri-Þjórsá öll í nýtingarflokkÍ skýrslunni er gerð tillaga um flokkun 25 virkjunarkosta og svæða: Í nýtingarflokk: Skrokkölduvirkjun, Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Austurengjar, Hverahlíð II, Þverárdalur og Blöndulundur. Í verndarflokk fari fjögur svæði: Héraðsvötn (Villinganesvirkjun, Skatastaðavirkjanir C og D), Skjálfandafljót (Fljótshnúksvirkjun og Hrafnabjargavirkjanir A, B og C), Skaftá (Búlandsvirkjun) og Þjórsá vestur (Kjalölduveita). Í biðflokk: Hólmsá (við Atley og án miðlunar), Búðartunguvirkjun, Hagavatnsvirkjun, Stóra-Laxá, Trölladyngja, Innstidalur, Hágönguvirkjun, Fremrinámar, Búrfellslundur og Austurgilsvirkjun.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl. Tengdar fréttir Fagnar tillögum um virkjunarkosti í neðri hluta Þjórsár Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis fagnar þeirri ákvörðun verkefnisstjórnar rammaáætlunar að setja virkjanir í neðri hluta Þjórsár í nýtingarflokk. 31. mars 2016 18:45 Skrokkalda og neðri hluti Þjórsár í nýtingarflokk Drög að tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun voru kynnt í dag og fara sjö svæði í orkunýtingarflokk samkvæmt þeim. 31. mars 2016 15:49 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Vatnasvið Skjálfandafljóts, Skaftár og Héraðsvatna og þar með stóru Jökulsánna í Skagafirði falla í verndarflokk Rammaáætlunar að óbreyttu. Sjö nýir virkjunarkostir falla í nýtingarflokk til viðbótar við þá níu sem fyrir voru, og þar á meðal tveir mjög svo umdeildir í neðri hluta Þjórsár – Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Þetta kemur fram í drögum að lokaskýrslu verkefnisstjórnar rammaáætlunar sem lögð var fram í gær. Í skýrslunni er gerð tillaga um flokkun 25 virkjunarkosta og svæða, sem Stefán Gíslason, formaður verkefnisstjórnarinnar, gerði grein fyrir á kynningarfundi í Hörpu í gær. Upphaflega voru gögn vegna 81 virkjunarkosts á borði verkefnastjórnarinnar þegar allt er talið. Þar af eru 47 virkjunarkostir í vatnsafli og 33 í jarðvarma. Verkefnisstjórn ákvað snemma árs 2015 að vísa aðeins rúmum fjórðungi til faglegrar umfjöllunar hjá faghópum. Í hnotskurn má segja að fyrstu viðbrögð viðmælenda Fréttablaðsins við niðurstöðum verkefnisstjórnarinnar séu blendin en þó í stórum dráttum jákvæð – og hvort sem horft er til talsmanna náttúruverndar eða þeirra sem vilja ganga lengra í nýtingu. Stóra þrætueplinu á undanförnum árum, virkjunum í neðri hluta Þjórsár, hefur nú að nýju verið skipað í nýtingarflokk. Þó er stórum spurningum vegna stofna laxfiska í ánni enn ósvarað, en óvissan um afdrif stofnanna urðu til þess að Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun voru færðar tímabundið í biðflokk. Verkefnisstjórnin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að hún gæti ekki gengið lengra við að velta þessum einstaka þætti fyrir sér og vísar málinu áfram. Um þetta verður deilt á næstu mánuðum og árum – það liggur fyrir. Þeir sjö virkjunarkostir sem bætast við þá níu sem fyrir voru í nýtingarflokki gefa rúmlega 600 megavött (MW) ef svo fer að þeir verði allir nýttir, en það er með öllu óvíst í dag. Þá eru innan nýtingarflokks 17 virkjunarkostir og möguleiki á 1.376 MW viðbót við orkuöflun hérlendis til næstu ára og áratuga. Með því að flokka vatnasvið stóránna Skjálfandafljóts, Skaftár og Héraðsvatna í verndarflokk hefur hins vegar verið stigið risaskref í náttúruvernd – um það er einhugur og varðar það ekki síst hugmyndir náttúruverndarsamtaka og ferðaþjónustunnar um hálendisþjóðgarð sem kynntar voru fyrir skemmstu. Umsagnarferli um tillögur verkefnisstjórnarinnar um flokkun virkjunarkosta hefst 11. maí Það stendur í til og með 3. ágúst. Þá mun verkefnisstjórnin ganga frá tillögum sínum til ráðherra og afhenda þær 1. september. Ráðherra gengur í framhaldi af því frá tillögu til Alþingis um þingsályktun um verndar- og orkunýtingaráætlun – eða nýja Rammaáætlun. Neðri-Þjórsá öll í nýtingarflokkÍ skýrslunni er gerð tillaga um flokkun 25 virkjunarkosta og svæða: Í nýtingarflokk: Skrokkölduvirkjun, Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Austurengjar, Hverahlíð II, Þverárdalur og Blöndulundur. Í verndarflokk fari fjögur svæði: Héraðsvötn (Villinganesvirkjun, Skatastaðavirkjanir C og D), Skjálfandafljót (Fljótshnúksvirkjun og Hrafnabjargavirkjanir A, B og C), Skaftá (Búlandsvirkjun) og Þjórsá vestur (Kjalölduveita). Í biðflokk: Hólmsá (við Atley og án miðlunar), Búðartunguvirkjun, Hagavatnsvirkjun, Stóra-Laxá, Trölladyngja, Innstidalur, Hágönguvirkjun, Fremrinámar, Búrfellslundur og Austurgilsvirkjun.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl.
Tengdar fréttir Fagnar tillögum um virkjunarkosti í neðri hluta Þjórsár Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis fagnar þeirri ákvörðun verkefnisstjórnar rammaáætlunar að setja virkjanir í neðri hluta Þjórsár í nýtingarflokk. 31. mars 2016 18:45 Skrokkalda og neðri hluti Þjórsár í nýtingarflokk Drög að tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun voru kynnt í dag og fara sjö svæði í orkunýtingarflokk samkvæmt þeim. 31. mars 2016 15:49 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Fagnar tillögum um virkjunarkosti í neðri hluta Þjórsár Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis fagnar þeirri ákvörðun verkefnisstjórnar rammaáætlunar að setja virkjanir í neðri hluta Þjórsár í nýtingarflokk. 31. mars 2016 18:45
Skrokkalda og neðri hluti Þjórsár í nýtingarflokk Drög að tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun voru kynnt í dag og fara sjö svæði í orkunýtingarflokk samkvæmt þeim. 31. mars 2016 15:49