Barátta Emmu gegn hefndarklámi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 15. október 2016 07:00 Emma Holten hefur að miklu leyti helgað sig baráttunni gegn hefndarklámi eftir að myndum af henni var dreift á klámsíðu. vísir/vilhelm Emma Holten er 25 ára dönsk baráttukona gegn hefndarklámi. Hún er stödd hér á landi til þess að tala um mikilvægi þess að útrýma ofbeldi gegn konum á netinu. Hún var nítján ára gömul þegar einhver hakkaði sig inn á tölvupóstinn hennar og Facebook-síðu og setti myndir af henni á þekkta síðu fyrir hefndarklám. „Einhver hakkaði sig inn í tölvuna mína, tölvupóstinn og Facebook. Einn haustdag árið 2011 breyttist allt líf mitt,“ segir Emma og segist í fyrstu hafa haldið að nektarmyndirnar af henni myndu valda usla á meðal félaga hennar í skólanum um tíma. Það myndi líða hjá. „En það gerði það ekki. Við tók skelfilegur veruleiki og mér fóru að berast hótanir frá strákum og körlum. Að þeir myndu dreifa myndunum áfram, til fólks sem ég þekkti, ef ég myndi ekki senda þeim fleiri myndir, borga þeim eða þaðan af verra,“ segir hún frá. Emma ákvað að snúa vörn í sókn og kom á fót verkefninu Consent. Hún lét þekktan ljósmyndara taka af sér nektarmyndir sem hún birti á eigin forsendum. Verkefnið kom af stað byltingu gegn hefndarklámi. „Mér fannst mikilvægt að minna á samþykkið. Hefndarklám er kynferðisofbeldi, það er án samþykkis. Ég dreifði myndum af mér nakinni, í hversdagslegum aðstæðum og frásögn minni. Þannig fannst mér ég vekja athygli á því að það er ég sem ræð yfir eigin líkama,“ segir Emma. Sex árum síðar verður hún enn fyrir áreiti vegna myndanna. Degi áður en blaðamaður hittir hana fær hún mjög grófa hótun. Henni er sagt að sendi hún viðkomandi ekki fleiri myndir þá muni nektarmyndum af henni verða dreift á vinnustað hennar. Þá er hún líka minnt á að hún sé með ellefu þúsund fylgjendur á Facebook. Hvort hún vilji að þeir sjái þessar myndir? „Ef ég hefði fengið þessa hótun fyrir þremur árum þá hefði það verið mér virkilega erfitt. Og auðvitað er þetta erfitt, en ég er sterkari núna,“ segir hún frá. Emma segir þá karlmenn sem hóta henni jafnvel vera fjölskyldufeður og sumir hafi ekki einu sinni fyrir því að hóta henni undir dulnefni. Þá telur hún að ástæðan fyrir því að þeir skoði myndirnar og kúgi hana sé erfið viðfangs. „Ég held að valdaleysið og þjáning konunnar sé það sem fær þá til að vilja horfa á þessar myndir og ganga svo langt að hóta mér, sumir fá einfaldlega eitthvað út úr því þegar önnur manneskja þjáist.“ Emmu finnst mikilvægt að efla lögreglu í því að vernda fólk á netinu og nota þau refsiúrræði sem til eru. „Í sumum tilfellum þarf vissulega að bæta löggjöfina. Það mikilvægasta er að efla lögregluna til að nota þau úrræði sem eru til staðar. Það þarf stórfellda vitundarvakningu í því og fjármagn. Stjórnmálamenn vilja reyna að leysa þessi mál án þess að kosta miklu til. En það er ekki hægt. Við búum í heimi þar sem kynferðisglæpir eru framdir á netinu og hafa alvarlegar afleiðingar í raunheimum. Lögreglan þarf að geta tekið á móti þolendum og rannsakað mál þeirra af þekkingu,“ segir Emma. Emma minnir á að það er nauðsynlegt að tryggja að ábyrgðinni og sökinni sé ekki skellt á þolendur hefndarkláms, eins og oft vill verða um þolendur kynferðisofbeldis, heldur þá sem dreifa myndefninu og fremja brotin. „Þegar ég varð fyrir því að myndunum var dreift hafði ég samband við lögregluna. Þeir báðu mig um að senda sér link með myndunum sem ég og gerði. Þeir sögðu síðan um nektarmyndirnar, þetta er nú ekki svo slæmt! Ég svaraði bara, það er ykkar skoðun og ekki mín. Svo var mér sagt að vissulega hefði glæpur verið framinn. En það væri lítið hægt að gera. Því er ég ósammála,“ segir Emma. Emma talaði á fundi í gær sem var skipulagður af Samfylkingunni um það hvort jafnréttisbarátta nútímans nái til hins stafræna heims og í dag talar hún á fundi með ungum femínistum á Bryggjunni brugghúsi. Hverju finnst henni þurfa að breyta? „Hættið að segja ungum konum að passa sig. Hættið að kenna þeim um þegar þær eru beittar ofbeldi og kúgunum. Standið með þeim og leggið áherslu á þessu mál hjá löggæslunni.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Dreifa hefndarklámi og hafa í hótunum við Emmu Venjulegir karlmenn og fjölskyldufeður eru á meðal þeirra sem dreifa hefndarklámi og hóta Emmu Holten vegna nektarmynda af henni sem voru settar á netið. 14. október 2016 20:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira
Emma Holten er 25 ára dönsk baráttukona gegn hefndarklámi. Hún er stödd hér á landi til þess að tala um mikilvægi þess að útrýma ofbeldi gegn konum á netinu. Hún var nítján ára gömul þegar einhver hakkaði sig inn á tölvupóstinn hennar og Facebook-síðu og setti myndir af henni á þekkta síðu fyrir hefndarklám. „Einhver hakkaði sig inn í tölvuna mína, tölvupóstinn og Facebook. Einn haustdag árið 2011 breyttist allt líf mitt,“ segir Emma og segist í fyrstu hafa haldið að nektarmyndirnar af henni myndu valda usla á meðal félaga hennar í skólanum um tíma. Það myndi líða hjá. „En það gerði það ekki. Við tók skelfilegur veruleiki og mér fóru að berast hótanir frá strákum og körlum. Að þeir myndu dreifa myndunum áfram, til fólks sem ég þekkti, ef ég myndi ekki senda þeim fleiri myndir, borga þeim eða þaðan af verra,“ segir hún frá. Emma ákvað að snúa vörn í sókn og kom á fót verkefninu Consent. Hún lét þekktan ljósmyndara taka af sér nektarmyndir sem hún birti á eigin forsendum. Verkefnið kom af stað byltingu gegn hefndarklámi. „Mér fannst mikilvægt að minna á samþykkið. Hefndarklám er kynferðisofbeldi, það er án samþykkis. Ég dreifði myndum af mér nakinni, í hversdagslegum aðstæðum og frásögn minni. Þannig fannst mér ég vekja athygli á því að það er ég sem ræð yfir eigin líkama,“ segir Emma. Sex árum síðar verður hún enn fyrir áreiti vegna myndanna. Degi áður en blaðamaður hittir hana fær hún mjög grófa hótun. Henni er sagt að sendi hún viðkomandi ekki fleiri myndir þá muni nektarmyndum af henni verða dreift á vinnustað hennar. Þá er hún líka minnt á að hún sé með ellefu þúsund fylgjendur á Facebook. Hvort hún vilji að þeir sjái þessar myndir? „Ef ég hefði fengið þessa hótun fyrir þremur árum þá hefði það verið mér virkilega erfitt. Og auðvitað er þetta erfitt, en ég er sterkari núna,“ segir hún frá. Emma segir þá karlmenn sem hóta henni jafnvel vera fjölskyldufeður og sumir hafi ekki einu sinni fyrir því að hóta henni undir dulnefni. Þá telur hún að ástæðan fyrir því að þeir skoði myndirnar og kúgi hana sé erfið viðfangs. „Ég held að valdaleysið og þjáning konunnar sé það sem fær þá til að vilja horfa á þessar myndir og ganga svo langt að hóta mér, sumir fá einfaldlega eitthvað út úr því þegar önnur manneskja þjáist.“ Emmu finnst mikilvægt að efla lögreglu í því að vernda fólk á netinu og nota þau refsiúrræði sem til eru. „Í sumum tilfellum þarf vissulega að bæta löggjöfina. Það mikilvægasta er að efla lögregluna til að nota þau úrræði sem eru til staðar. Það þarf stórfellda vitundarvakningu í því og fjármagn. Stjórnmálamenn vilja reyna að leysa þessi mál án þess að kosta miklu til. En það er ekki hægt. Við búum í heimi þar sem kynferðisglæpir eru framdir á netinu og hafa alvarlegar afleiðingar í raunheimum. Lögreglan þarf að geta tekið á móti þolendum og rannsakað mál þeirra af þekkingu,“ segir Emma. Emma minnir á að það er nauðsynlegt að tryggja að ábyrgðinni og sökinni sé ekki skellt á þolendur hefndarkláms, eins og oft vill verða um þolendur kynferðisofbeldis, heldur þá sem dreifa myndefninu og fremja brotin. „Þegar ég varð fyrir því að myndunum var dreift hafði ég samband við lögregluna. Þeir báðu mig um að senda sér link með myndunum sem ég og gerði. Þeir sögðu síðan um nektarmyndirnar, þetta er nú ekki svo slæmt! Ég svaraði bara, það er ykkar skoðun og ekki mín. Svo var mér sagt að vissulega hefði glæpur verið framinn. En það væri lítið hægt að gera. Því er ég ósammála,“ segir Emma. Emma talaði á fundi í gær sem var skipulagður af Samfylkingunni um það hvort jafnréttisbarátta nútímans nái til hins stafræna heims og í dag talar hún á fundi með ungum femínistum á Bryggjunni brugghúsi. Hverju finnst henni þurfa að breyta? „Hættið að segja ungum konum að passa sig. Hættið að kenna þeim um þegar þær eru beittar ofbeldi og kúgunum. Standið með þeim og leggið áherslu á þessu mál hjá löggæslunni.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Dreifa hefndarklámi og hafa í hótunum við Emmu Venjulegir karlmenn og fjölskyldufeður eru á meðal þeirra sem dreifa hefndarklámi og hóta Emmu Holten vegna nektarmynda af henni sem voru settar á netið. 14. október 2016 20:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira
Dreifa hefndarklámi og hafa í hótunum við Emmu Venjulegir karlmenn og fjölskyldufeður eru á meðal þeirra sem dreifa hefndarklámi og hóta Emmu Holten vegna nektarmynda af henni sem voru settar á netið. 14. október 2016 20:00