Dreifa hefndarklámi og hafa í hótunum við Emmu Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 14. október 2016 20:00 Emma Holten er 25 ára dönsk baráttukona gegn hefndarklámi . Hún er stödd hér á landi til þess að tala um mikilvægi þess að útrýma ofbeldi gegn konum á netinu. Hún var nítján ára gömul þegar einhver hakkaði sig inn á tölvupóstinn hennar og Facebooksíðu og setti myndir af henni á þekkta síðu fyrir hefndarklám. Sársaukafull reynsla „Þetta var mjög sársaukafull reynsla og mér fannst ég mjög vanmáttug,“ segir Emma. Hún segir það ósköp venjulega menn sem áreiti hana og kúgi vegna myndanna. Jafnvel fjölskyldufeður. „Mér fannst þetta mikið ofbeldi og það var mikið áfall fyrir mig að upplifa að þetta voru frekar venjulegir menn sem stunduðu þetta á sínum venjulegu Facebook-síðum, að senda þessi skilaboð, þeir höfðu ekki einu sinni fyrir því að gera þetta undir nafnleynd. Sumir þeirra fjölskyldufeður.“Sneri vörn í sókn Emma ákvað að snúa vörn í sókn og kom á fót verkefninu Consent. Hún lét þekktan ljósmyndara taka af sér nektarmyndir sem hún birti á eigin forsendum. Verkefnið kom af stað byltingu gegn hefndarklámi. „Ég skammaðist mín ekki fyrir það sem hafði komið fyrir mig og mér fannst ekki að ég ætti að gera það og mér fannst þetta sannarlega ekki mér að kenna.“Fékk grófa hótun í gær Sex árum síðar verður hún enn fyrir áreiti vegna myndanna. Hún segir okkur frá grófri hótun sem hún fékk í gær. „Svona hljóðaði hún: Þú ert svo djöfull ógeðsleg. Ég var að sjá að þetta hefði verið sett upp. Viltu senda mér nýjar nektarmyndir, annars hef ég samband við skólann þar sem þú kennir. Ég sé að þú átt 11 þúsund vini á Facebook. Ég er viss um að þeir vildu gjarnan sjá þetta.“ Emma er í ítarlegra viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Áhugasamir geta sótt fyrirlestur hennar sem er haldinn í Brugghúsinu klukkan þrjú á morgun. Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira
Emma Holten er 25 ára dönsk baráttukona gegn hefndarklámi . Hún er stödd hér á landi til þess að tala um mikilvægi þess að útrýma ofbeldi gegn konum á netinu. Hún var nítján ára gömul þegar einhver hakkaði sig inn á tölvupóstinn hennar og Facebooksíðu og setti myndir af henni á þekkta síðu fyrir hefndarklám. Sársaukafull reynsla „Þetta var mjög sársaukafull reynsla og mér fannst ég mjög vanmáttug,“ segir Emma. Hún segir það ósköp venjulega menn sem áreiti hana og kúgi vegna myndanna. Jafnvel fjölskyldufeður. „Mér fannst þetta mikið ofbeldi og það var mikið áfall fyrir mig að upplifa að þetta voru frekar venjulegir menn sem stunduðu þetta á sínum venjulegu Facebook-síðum, að senda þessi skilaboð, þeir höfðu ekki einu sinni fyrir því að gera þetta undir nafnleynd. Sumir þeirra fjölskyldufeður.“Sneri vörn í sókn Emma ákvað að snúa vörn í sókn og kom á fót verkefninu Consent. Hún lét þekktan ljósmyndara taka af sér nektarmyndir sem hún birti á eigin forsendum. Verkefnið kom af stað byltingu gegn hefndarklámi. „Ég skammaðist mín ekki fyrir það sem hafði komið fyrir mig og mér fannst ekki að ég ætti að gera það og mér fannst þetta sannarlega ekki mér að kenna.“Fékk grófa hótun í gær Sex árum síðar verður hún enn fyrir áreiti vegna myndanna. Hún segir okkur frá grófri hótun sem hún fékk í gær. „Svona hljóðaði hún: Þú ert svo djöfull ógeðsleg. Ég var að sjá að þetta hefði verið sett upp. Viltu senda mér nýjar nektarmyndir, annars hef ég samband við skólann þar sem þú kennir. Ég sé að þú átt 11 þúsund vini á Facebook. Ég er viss um að þeir vildu gjarnan sjá þetta.“ Emma er í ítarlegra viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Áhugasamir geta sótt fyrirlestur hennar sem er haldinn í Brugghúsinu klukkan þrjú á morgun.
Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira