Fann manndóm sinn í róðrum yfir úthöfin Una Sighvatsdóttir skrifar 31. ágúst 2016 21:00 Fiann Paul er pólskur Íslendingur, sem sigraði nú í ágúst róðrarkeppnina Great Pacific Race í flokki fjögurra manna liða. Um leið náði hann þeim áfanga að verða fyrsti maðurinn til að slá hraðamet í róðrarsiglingu yfir þrjú úthöf. Þessi afrek hefur Fiann unnið fyrir Íslands hönd því hann rær undir íslenskum fána.Mikil snerting við náttúruna Fiann segist meðal annars sækja innblástur í afrek sjófarenda til forna, eins og landnemana sem fyrstir sigldu frá Íslandi til Grænlands og Norður-Ameríku. „Mér finnst það mjög fallegt og heillandi í mörgum víddum að róa. Það er ekki bara líkamlegi þátturinn. Maður fær mikla landkönnunartilfinningu og mikla snertingu við náttúruna, þetta er mjög einstakt." Fiann á úthafinu.Mynd/Úr einkasafniÆtlar að róa til Svalbarða næst Fiann þveraði Atlantshafið á 32 dögum frá Marokko til Barbados eyja árið 2011. Þremur árum síðar réri hann yfir Indlandshaf á 57 dögum og nú yfir Kyrrahafið á 39 dögum frá Kaliforníu til Hawaii. Hann segist þó enn eiga nóg eftir. „Á næsta ári er ég að hugsa um að róa frá Íslandi til Svalbarða. Það verður líka brautryðjendaferð, nokkuð sem aldrei hefur verið gert áður. Og svo er ég líka að afla mér meiri menntunar," segir Fiann sem heldur innan skamms til Sviss þar sem hann leggur stund á doktorsnám í sálfræðiLíkamlega áskorunin hjóm eitt Og sálfræðin spilar sannarlega inn í á róðrinum, því Fiann segir líkamlegu áskorunina hjóm eitt í samanburði við þá andlegu. „Þetta hefur brjálæðisleg áhrif á sálarlífið. Ég gæti talað um það í marga klukkutíma, en í stuttu máli þá smækkar þetta mann, en það stækkar mann líka á sama tíma. Og það gerir manni kleift að kynnast sjálfum sér á annan hátt en maður hefur áður getað." Róðurinn yfir heimshöfin er því ekki síst ferðalag inn á við, í leit að hinum innri manni. „Það er ekki bara andlegt, þetta er á tilvistarlegan hátt eitthvað sem hjálpar manni að staðfesta manndóm sinn, sérstakelga þroska manndómsins." Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Fiann Paul er pólskur Íslendingur, sem sigraði nú í ágúst róðrarkeppnina Great Pacific Race í flokki fjögurra manna liða. Um leið náði hann þeim áfanga að verða fyrsti maðurinn til að slá hraðamet í róðrarsiglingu yfir þrjú úthöf. Þessi afrek hefur Fiann unnið fyrir Íslands hönd því hann rær undir íslenskum fána.Mikil snerting við náttúruna Fiann segist meðal annars sækja innblástur í afrek sjófarenda til forna, eins og landnemana sem fyrstir sigldu frá Íslandi til Grænlands og Norður-Ameríku. „Mér finnst það mjög fallegt og heillandi í mörgum víddum að róa. Það er ekki bara líkamlegi þátturinn. Maður fær mikla landkönnunartilfinningu og mikla snertingu við náttúruna, þetta er mjög einstakt." Fiann á úthafinu.Mynd/Úr einkasafniÆtlar að róa til Svalbarða næst Fiann þveraði Atlantshafið á 32 dögum frá Marokko til Barbados eyja árið 2011. Þremur árum síðar réri hann yfir Indlandshaf á 57 dögum og nú yfir Kyrrahafið á 39 dögum frá Kaliforníu til Hawaii. Hann segist þó enn eiga nóg eftir. „Á næsta ári er ég að hugsa um að róa frá Íslandi til Svalbarða. Það verður líka brautryðjendaferð, nokkuð sem aldrei hefur verið gert áður. Og svo er ég líka að afla mér meiri menntunar," segir Fiann sem heldur innan skamms til Sviss þar sem hann leggur stund á doktorsnám í sálfræðiLíkamlega áskorunin hjóm eitt Og sálfræðin spilar sannarlega inn í á róðrinum, því Fiann segir líkamlegu áskorunina hjóm eitt í samanburði við þá andlegu. „Þetta hefur brjálæðisleg áhrif á sálarlífið. Ég gæti talað um það í marga klukkutíma, en í stuttu máli þá smækkar þetta mann, en það stækkar mann líka á sama tíma. Og það gerir manni kleift að kynnast sjálfum sér á annan hátt en maður hefur áður getað." Róðurinn yfir heimshöfin er því ekki síst ferðalag inn á við, í leit að hinum innri manni. „Það er ekki bara andlegt, þetta er á tilvistarlegan hátt eitthvað sem hjálpar manni að staðfesta manndóm sinn, sérstakelga þroska manndómsins."
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira