Þú getur gert það sem þú vilt ef það særir engan Magnús Guðmundsson skrifar 17. mars 2016 12:30 Ágúst Skúlason og Halla Jóhanna Magnúsdóttir á Tveimur hröfnum listhúsi. Visir/Anton Brink „Þessi hugmynd kviknaði fyrst fyrir um ári og er nú orðin að veruleika. Hlutirnir taka tíma í þessum bransa og þolinmæði er dyggð,“ segir Ágúst Skúlason galleristi í Tveimur hröfnum listhúsi að Baldursgötu. Í dag verður opnuð þar sýningin Whatever Works en titill sýningarinnar vísar í samnefnda kvikmynd Woody Allen. „Sýningin er samsýning þeirra listamanna sem eru á okkar snærum og okkur langaði til þess að gera slíka sýningu þar sem þeir myndu vinna ný verk fyrir sýninguna sérstaklega. Nafnið Whatever Works lýsir því kannski helst hvað er þarna í gangi en það er líka hægt að túlka það á svo ótal marga vegu og bæði jákvætt og neikvætt og allan hringinn. Þeir sem hafa horft á þessa Woody Allen mynd muna kannski að hún er svolítið þung framan af og karlinn, aðalpersónan sem Larry David leikur, dálítið pirraður en svo endar þetta skemmtilega. Þú gerir bara það sem þér hentar, hvað sem það er, svo lengi sem þú ert ekki að særa neinn annan í leiðinni.“ Ágúst segir að þau hafi ekki sett listamönnunum einhverjar takmarkanir fyrir sýninguna en þó hafi þau þurft að vera með ákveðinn stærðarramma. „En það bjagaðist nú eins og gengur og einu fyrirmælin sem stóðu eftir voru að hafa þetta ekki stór verk. Yngsti listamaðurinn sem er hjá okkur, hann Georg Óskar sem er að klára mastersnám í Noregi í myndlist, hann er með miðjuverkið ef svo má segja. Það var eiginlega hugmynd frá Jóni Óskari að leyfa þeim yngsta og nýjasta að fá svona ákveðna miðsetningu í þessu og styðja þannig við ungu kynslóðina. Mér fannst það flott hjá Jóni að leggja þetta svona fram og við studdum það.“ Listamennirnir sem eru með verk á sýningunni eru þau Georg Óskar, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hadda Fjóla Reykdal, Hallgrímur Helgason, Hulda Hákon, Húbert Nói Jóhannesson, Jón Óskar, Óli G. Jóhannsson og Steinunn Þórarinsdóttir. Ágúst segir að Halla hafi séð um að stilla upp sýningunni. „Hvert og eitt verk er gert fyrir sýninguna nema nokkrar teikningar eftir Óla G. sem við völdum en hann er fallinn frá og svo sýnum við eitt gamalt verk eftir Steinunni Þórarinsdóttur vegna þess að hún er að undirbúa sýningu sem hún verður með á Listahátíð hjá okkur í maí. Svo vonum við bara að fólk komi og hafi gaman af því að skoða þessa ólíku og flinku listamenn saman á einum stað.“ Menning Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Þessi hugmynd kviknaði fyrst fyrir um ári og er nú orðin að veruleika. Hlutirnir taka tíma í þessum bransa og þolinmæði er dyggð,“ segir Ágúst Skúlason galleristi í Tveimur hröfnum listhúsi að Baldursgötu. Í dag verður opnuð þar sýningin Whatever Works en titill sýningarinnar vísar í samnefnda kvikmynd Woody Allen. „Sýningin er samsýning þeirra listamanna sem eru á okkar snærum og okkur langaði til þess að gera slíka sýningu þar sem þeir myndu vinna ný verk fyrir sýninguna sérstaklega. Nafnið Whatever Works lýsir því kannski helst hvað er þarna í gangi en það er líka hægt að túlka það á svo ótal marga vegu og bæði jákvætt og neikvætt og allan hringinn. Þeir sem hafa horft á þessa Woody Allen mynd muna kannski að hún er svolítið þung framan af og karlinn, aðalpersónan sem Larry David leikur, dálítið pirraður en svo endar þetta skemmtilega. Þú gerir bara það sem þér hentar, hvað sem það er, svo lengi sem þú ert ekki að særa neinn annan í leiðinni.“ Ágúst segir að þau hafi ekki sett listamönnunum einhverjar takmarkanir fyrir sýninguna en þó hafi þau þurft að vera með ákveðinn stærðarramma. „En það bjagaðist nú eins og gengur og einu fyrirmælin sem stóðu eftir voru að hafa þetta ekki stór verk. Yngsti listamaðurinn sem er hjá okkur, hann Georg Óskar sem er að klára mastersnám í Noregi í myndlist, hann er með miðjuverkið ef svo má segja. Það var eiginlega hugmynd frá Jóni Óskari að leyfa þeim yngsta og nýjasta að fá svona ákveðna miðsetningu í þessu og styðja þannig við ungu kynslóðina. Mér fannst það flott hjá Jóni að leggja þetta svona fram og við studdum það.“ Listamennirnir sem eru með verk á sýningunni eru þau Georg Óskar, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hadda Fjóla Reykdal, Hallgrímur Helgason, Hulda Hákon, Húbert Nói Jóhannesson, Jón Óskar, Óli G. Jóhannsson og Steinunn Þórarinsdóttir. Ágúst segir að Halla hafi séð um að stilla upp sýningunni. „Hvert og eitt verk er gert fyrir sýninguna nema nokkrar teikningar eftir Óla G. sem við völdum en hann er fallinn frá og svo sýnum við eitt gamalt verk eftir Steinunni Þórarinsdóttur vegna þess að hún er að undirbúa sýningu sem hún verður með á Listahátíð hjá okkur í maí. Svo vonum við bara að fólk komi og hafi gaman af því að skoða þessa ólíku og flinku listamenn saman á einum stað.“
Menning Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“