Tugir bíla skemmst eftir að hafa verið ekið ofan í holur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. mars 2016 18:45 Unnið er hörðum höndum að viðgerðum á malbiki í borginni þessa dagana. Ástand gatna er víða slæmt og hafa skemmdir orðið á tugum bíla. Borgin áætlar að verja um hundrað og fimmtíu milljónum króna í viðgerðir á malbiki í ár og eru viðgerðirnar þegar hafnar. Í dag var verið að gera við á nokkrum stöðum í Reykjavík. „Það er slæmt,“ segir Atli Rúnar Bjarnason aðspurður um ástandið á götunum en hann er einn þeirra sem vann við viðgerðir í dag. Tryggingarfélagið Sjóvá tryggir Reykjavíkurborg og hafa 26 tjón, sem orðið hafa á bílum vegna ástands gatnanna, verið tilkynnt til þeirra. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félag íslenskra bifreiðareigenda telur tjónin fleiri. „Fólk hefur orðið fyrir miklu tjóni út af þessu. Við fáum fjölda tilvika inn til okkar þar sem fólk verður fyrir tjóni á ökutækjum sínum,“ segir Runólfur. Þá segir hann dæmi um að slys hafi orðið. Runólfur segir oft erfitt fyrir bifreiðareigendur að fá tjón sitt bætt. „Vegna þess hvernig vegalögin íslensku eru þá er ábyrgð veghaldara minni en við þekkjum víðast í nágrannalöndum okkar og fólk hefur átt mjög erfitt með að sækja bætur og það er bara brotabrot af þeim sem hafa orðið fyrir tjóni sem að hafa fengið tjón sitt bætt,“ segir Runólfur. Reykjavíkurborg áætlar að lagt verði malbik á tæpa 17 kílómetra í sumar og að kostnaður við malbikun og viðgerðir verði rúmar 700 milljónir króna. Runólfur segir ástandið nú tilkomið vegna þess hversu lítið fé hafi farið viðhald gatnakerfisins síðustu ár. „Þetta er uppsafnaður vandi. Það er bara viðhaldsskortur undanfarinna ára sem er að koma í bakið á okkur,“ segir Runólfur. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Unnið er hörðum höndum að viðgerðum á malbiki í borginni þessa dagana. Ástand gatna er víða slæmt og hafa skemmdir orðið á tugum bíla. Borgin áætlar að verja um hundrað og fimmtíu milljónum króna í viðgerðir á malbiki í ár og eru viðgerðirnar þegar hafnar. Í dag var verið að gera við á nokkrum stöðum í Reykjavík. „Það er slæmt,“ segir Atli Rúnar Bjarnason aðspurður um ástandið á götunum en hann er einn þeirra sem vann við viðgerðir í dag. Tryggingarfélagið Sjóvá tryggir Reykjavíkurborg og hafa 26 tjón, sem orðið hafa á bílum vegna ástands gatnanna, verið tilkynnt til þeirra. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félag íslenskra bifreiðareigenda telur tjónin fleiri. „Fólk hefur orðið fyrir miklu tjóni út af þessu. Við fáum fjölda tilvika inn til okkar þar sem fólk verður fyrir tjóni á ökutækjum sínum,“ segir Runólfur. Þá segir hann dæmi um að slys hafi orðið. Runólfur segir oft erfitt fyrir bifreiðareigendur að fá tjón sitt bætt. „Vegna þess hvernig vegalögin íslensku eru þá er ábyrgð veghaldara minni en við þekkjum víðast í nágrannalöndum okkar og fólk hefur átt mjög erfitt með að sækja bætur og það er bara brotabrot af þeim sem hafa orðið fyrir tjóni sem að hafa fengið tjón sitt bætt,“ segir Runólfur. Reykjavíkurborg áætlar að lagt verði malbik á tæpa 17 kílómetra í sumar og að kostnaður við malbikun og viðgerðir verði rúmar 700 milljónir króna. Runólfur segir ástandið nú tilkomið vegna þess hversu lítið fé hafi farið viðhald gatnakerfisins síðustu ár. „Þetta er uppsafnaður vandi. Það er bara viðhaldsskortur undanfarinna ára sem er að koma í bakið á okkur,“ segir Runólfur.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira