Pamela segir Kristján kalla skömm yfir Ísland Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 28. október 2016 07:00 Pamela Anderson er allt annað en sátt við hvalveiðar Íslands og vonar að þjóðin rísi gegn þeim. Mynd/Emma Dunlavey „Ísland er ein af fjórum hræðilegum þjóðum sem eru enn að stæra sig af að drepa hvali. Atkvæðið þeirra kom mér lítið á óvart,“ segir ofurstjarnan og dýravinurinn Pamela Anderson í samtali við Fréttablaðið. Tillaga um griðasvæði fyrir hvali í Suður-Atlantshafi var felld í Alþjóðahvalveiðiráðinu í vikunni og greiddi Ísland gegn tillögunni eins og 37 aðrar þjóðir. Pamela notar frægð sína og áhrif til að vernda hvali og situr meðal annars í stjórn umhverfissamtakanna Sea Shepard. „Ísland brýtur gegn veiðistöðvun Alþjóðahvalveiðiráðsins og það ætti að beita þessar fjórar þjóðir, Ísland, Danmörku, Noreg og Japan, viðskipta- og efnahagsþvingunum fyrir þessar ólöglegu veiðar,“ segir Pamela. Rúmlega 2,9 milljónir hvala hafi verið drepnar í fyrra, þar af 71 prósent þar sem griðasvæði hefði átt að vera. Hvalveiðikvóti Íslands árið 2015 var 154 langreyðar og 229 hrefnur. Pamela sendi í fyrra Vladimír Pútín Rússlandsforseta persónulega beiðni um að stöðva för skips með langreyðakjöt frá Íslandi. Þegar Pútín svaraði ekki gekk hún sjálf í málið enda með sterkar skoðanir á hvalveiðum Íslendinga. „Ég er 100 prósent á móti þeim og á síðasta ári fór ég til Rússlands til að reyna að stöðva ferðir skips með íslenskt hvalkjöt. Ísland er eina landið sem veiðir langreyði og stundar ólögleg viðskipti með dýr í útrýmingarhættu. Allt vegna græðgi Kristjáns Loftssonar, sem að mínu viti kallar mikla skömm yfir heila þjóð.“ Sem stjórnarmaður í Sea Shepard er Pamela vel kunnug aðgerðum samtakanna hér á landi 1986 þegar tveimur hvalveiðibátum var sökkt. „Þetta var vel heppnuð aðgerð sem varð til þess að Ísland hætti að veiða hvali í 17 ár. Skipin eru nú á landi sem minnismerki um þessar vel heppnuðu aðgerðir. Paul Watson fór til Íslands 1988 og krafðist þess að vera ákærður í tengslum við atvikið en Ísland neitaði að verða við því sem segir mér að Íslendingar vissu að kæra myndi afhjúpa ranggjörðir landsins fyrir umheiminum,“ segir leikkonan sem kveður þau í Sea Shepard viss um að Íslendingar rísi upp og setji pressu á stjórnvöld til að enda hin hræðilegu dráp. „Einn maður græðir á hvalveiðum á Íslandi og kallar þannig skömm yfir landið,“ segir Pamela Anderson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
„Ísland er ein af fjórum hræðilegum þjóðum sem eru enn að stæra sig af að drepa hvali. Atkvæðið þeirra kom mér lítið á óvart,“ segir ofurstjarnan og dýravinurinn Pamela Anderson í samtali við Fréttablaðið. Tillaga um griðasvæði fyrir hvali í Suður-Atlantshafi var felld í Alþjóðahvalveiðiráðinu í vikunni og greiddi Ísland gegn tillögunni eins og 37 aðrar þjóðir. Pamela notar frægð sína og áhrif til að vernda hvali og situr meðal annars í stjórn umhverfissamtakanna Sea Shepard. „Ísland brýtur gegn veiðistöðvun Alþjóðahvalveiðiráðsins og það ætti að beita þessar fjórar þjóðir, Ísland, Danmörku, Noreg og Japan, viðskipta- og efnahagsþvingunum fyrir þessar ólöglegu veiðar,“ segir Pamela. Rúmlega 2,9 milljónir hvala hafi verið drepnar í fyrra, þar af 71 prósent þar sem griðasvæði hefði átt að vera. Hvalveiðikvóti Íslands árið 2015 var 154 langreyðar og 229 hrefnur. Pamela sendi í fyrra Vladimír Pútín Rússlandsforseta persónulega beiðni um að stöðva för skips með langreyðakjöt frá Íslandi. Þegar Pútín svaraði ekki gekk hún sjálf í málið enda með sterkar skoðanir á hvalveiðum Íslendinga. „Ég er 100 prósent á móti þeim og á síðasta ári fór ég til Rússlands til að reyna að stöðva ferðir skips með íslenskt hvalkjöt. Ísland er eina landið sem veiðir langreyði og stundar ólögleg viðskipti með dýr í útrýmingarhættu. Allt vegna græðgi Kristjáns Loftssonar, sem að mínu viti kallar mikla skömm yfir heila þjóð.“ Sem stjórnarmaður í Sea Shepard er Pamela vel kunnug aðgerðum samtakanna hér á landi 1986 þegar tveimur hvalveiðibátum var sökkt. „Þetta var vel heppnuð aðgerð sem varð til þess að Ísland hætti að veiða hvali í 17 ár. Skipin eru nú á landi sem minnismerki um þessar vel heppnuðu aðgerðir. Paul Watson fór til Íslands 1988 og krafðist þess að vera ákærður í tengslum við atvikið en Ísland neitaði að verða við því sem segir mér að Íslendingar vissu að kæra myndi afhjúpa ranggjörðir landsins fyrir umheiminum,“ segir leikkonan sem kveður þau í Sea Shepard viss um að Íslendingar rísi upp og setji pressu á stjórnvöld til að enda hin hræðilegu dráp. „Einn maður græðir á hvalveiðum á Íslandi og kallar þannig skömm yfir landið,“ segir Pamela Anderson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira