Pamela segir Kristján kalla skömm yfir Ísland Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 28. október 2016 07:00 Pamela Anderson er allt annað en sátt við hvalveiðar Íslands og vonar að þjóðin rísi gegn þeim. Mynd/Emma Dunlavey „Ísland er ein af fjórum hræðilegum þjóðum sem eru enn að stæra sig af að drepa hvali. Atkvæðið þeirra kom mér lítið á óvart,“ segir ofurstjarnan og dýravinurinn Pamela Anderson í samtali við Fréttablaðið. Tillaga um griðasvæði fyrir hvali í Suður-Atlantshafi var felld í Alþjóðahvalveiðiráðinu í vikunni og greiddi Ísland gegn tillögunni eins og 37 aðrar þjóðir. Pamela notar frægð sína og áhrif til að vernda hvali og situr meðal annars í stjórn umhverfissamtakanna Sea Shepard. „Ísland brýtur gegn veiðistöðvun Alþjóðahvalveiðiráðsins og það ætti að beita þessar fjórar þjóðir, Ísland, Danmörku, Noreg og Japan, viðskipta- og efnahagsþvingunum fyrir þessar ólöglegu veiðar,“ segir Pamela. Rúmlega 2,9 milljónir hvala hafi verið drepnar í fyrra, þar af 71 prósent þar sem griðasvæði hefði átt að vera. Hvalveiðikvóti Íslands árið 2015 var 154 langreyðar og 229 hrefnur. Pamela sendi í fyrra Vladimír Pútín Rússlandsforseta persónulega beiðni um að stöðva för skips með langreyðakjöt frá Íslandi. Þegar Pútín svaraði ekki gekk hún sjálf í málið enda með sterkar skoðanir á hvalveiðum Íslendinga. „Ég er 100 prósent á móti þeim og á síðasta ári fór ég til Rússlands til að reyna að stöðva ferðir skips með íslenskt hvalkjöt. Ísland er eina landið sem veiðir langreyði og stundar ólögleg viðskipti með dýr í útrýmingarhættu. Allt vegna græðgi Kristjáns Loftssonar, sem að mínu viti kallar mikla skömm yfir heila þjóð.“ Sem stjórnarmaður í Sea Shepard er Pamela vel kunnug aðgerðum samtakanna hér á landi 1986 þegar tveimur hvalveiðibátum var sökkt. „Þetta var vel heppnuð aðgerð sem varð til þess að Ísland hætti að veiða hvali í 17 ár. Skipin eru nú á landi sem minnismerki um þessar vel heppnuðu aðgerðir. Paul Watson fór til Íslands 1988 og krafðist þess að vera ákærður í tengslum við atvikið en Ísland neitaði að verða við því sem segir mér að Íslendingar vissu að kæra myndi afhjúpa ranggjörðir landsins fyrir umheiminum,“ segir leikkonan sem kveður þau í Sea Shepard viss um að Íslendingar rísi upp og setji pressu á stjórnvöld til að enda hin hræðilegu dráp. „Einn maður græðir á hvalveiðum á Íslandi og kallar þannig skömm yfir landið,“ segir Pamela Anderson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
„Ísland er ein af fjórum hræðilegum þjóðum sem eru enn að stæra sig af að drepa hvali. Atkvæðið þeirra kom mér lítið á óvart,“ segir ofurstjarnan og dýravinurinn Pamela Anderson í samtali við Fréttablaðið. Tillaga um griðasvæði fyrir hvali í Suður-Atlantshafi var felld í Alþjóðahvalveiðiráðinu í vikunni og greiddi Ísland gegn tillögunni eins og 37 aðrar þjóðir. Pamela notar frægð sína og áhrif til að vernda hvali og situr meðal annars í stjórn umhverfissamtakanna Sea Shepard. „Ísland brýtur gegn veiðistöðvun Alþjóðahvalveiðiráðsins og það ætti að beita þessar fjórar þjóðir, Ísland, Danmörku, Noreg og Japan, viðskipta- og efnahagsþvingunum fyrir þessar ólöglegu veiðar,“ segir Pamela. Rúmlega 2,9 milljónir hvala hafi verið drepnar í fyrra, þar af 71 prósent þar sem griðasvæði hefði átt að vera. Hvalveiðikvóti Íslands árið 2015 var 154 langreyðar og 229 hrefnur. Pamela sendi í fyrra Vladimír Pútín Rússlandsforseta persónulega beiðni um að stöðva för skips með langreyðakjöt frá Íslandi. Þegar Pútín svaraði ekki gekk hún sjálf í málið enda með sterkar skoðanir á hvalveiðum Íslendinga. „Ég er 100 prósent á móti þeim og á síðasta ári fór ég til Rússlands til að reyna að stöðva ferðir skips með íslenskt hvalkjöt. Ísland er eina landið sem veiðir langreyði og stundar ólögleg viðskipti með dýr í útrýmingarhættu. Allt vegna græðgi Kristjáns Loftssonar, sem að mínu viti kallar mikla skömm yfir heila þjóð.“ Sem stjórnarmaður í Sea Shepard er Pamela vel kunnug aðgerðum samtakanna hér á landi 1986 þegar tveimur hvalveiðibátum var sökkt. „Þetta var vel heppnuð aðgerð sem varð til þess að Ísland hætti að veiða hvali í 17 ár. Skipin eru nú á landi sem minnismerki um þessar vel heppnuðu aðgerðir. Paul Watson fór til Íslands 1988 og krafðist þess að vera ákærður í tengslum við atvikið en Ísland neitaði að verða við því sem segir mér að Íslendingar vissu að kæra myndi afhjúpa ranggjörðir landsins fyrir umheiminum,“ segir leikkonan sem kveður þau í Sea Shepard viss um að Íslendingar rísi upp og setji pressu á stjórnvöld til að enda hin hræðilegu dráp. „Einn maður græðir á hvalveiðum á Íslandi og kallar þannig skömm yfir landið,“ segir Pamela Anderson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira