Samherji birtir laun sjómanna Sveinn Arnarsson skrifar 28. október 2016 07:00 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir verkföll bitna á öllum, bæði útgerð og sjómönnum. vísir/auðunn Samherji birti í gær laun sjómanna og vélstjóra hjá fyrirtækinu sem sýna að meðallaun háseta eru frá 100 til 200 þúsund krónur á dag og laun vélstjóra á bilinu 150 til 300 þúsund á dag. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, fagnar því að fyrirtækið birti laun starfsmanna og óskar eftir því að öll fyrirtækin geri slíkt hið sama. „Það er frábært að fá þessar tölur fram og ég hvet öll útgerðarfyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Því það eru ekki sömu laun hjá öllum útgerðum. Laun sjómanna hjá Samherja eru ekki meðallaun sjómanna á Íslandi, því fer fjarri,“ segir Valmundur. „Samherji er stórt fyrirtæki með gríðarlega mikinn kvóta og alls ekki hefðbundið íslenskt útgerðarfyrirtæki.“Laun sjómanna hjá Samherja í fyrraValmundur ValmundssonÞorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja, segir það óskandi að sátt náist í deilunni fyrir 10. nóvember. „Verkföll bitna alltaf á öllum aðilum, bæði útgerðaraðilum sem og sjómönnum sjálfum þar sem þeir verða launalausir á meðan. Landvinnsla mun stöðvast hjá okkur með tilheyrandi tapi,“ segir Þorsteinn Már og telur ekki ráðlegt að yfirvöld skerist í leikinn. „Það er alls ekki óskastaða að lög verði sett á verkfallið. Það er skylda okkar að leysa deiluna okkar á milli og það munum við gera,“ bætir Þorsteinn Már við. Hjá Samherja eru meðallaun með orlofi allt frá 20 milljónum króna á ári upp í um 40 milljónir á ári miðað við um 200 úthaldsdaga á ári. Að auki er greitt orlof ofan á það kaup. „Íslendingar eru í forystu í sjávarútvegi í heiminum í dag. Við Íslendingar gerum meiri verðmæti úr okkar þorski en allir aðrir og vinnum fiskinn meira en almennt gerist. Við ættum að meta hvernig við stöndum okkur sem í þessari grein störfum og hverju hún skilar til þjóðarbúsins,“ segir Þorsteinn Már. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Kosningar 2016 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira
Samherji birti í gær laun sjómanna og vélstjóra hjá fyrirtækinu sem sýna að meðallaun háseta eru frá 100 til 200 þúsund krónur á dag og laun vélstjóra á bilinu 150 til 300 þúsund á dag. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, fagnar því að fyrirtækið birti laun starfsmanna og óskar eftir því að öll fyrirtækin geri slíkt hið sama. „Það er frábært að fá þessar tölur fram og ég hvet öll útgerðarfyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Því það eru ekki sömu laun hjá öllum útgerðum. Laun sjómanna hjá Samherja eru ekki meðallaun sjómanna á Íslandi, því fer fjarri,“ segir Valmundur. „Samherji er stórt fyrirtæki með gríðarlega mikinn kvóta og alls ekki hefðbundið íslenskt útgerðarfyrirtæki.“Laun sjómanna hjá Samherja í fyrraValmundur ValmundssonÞorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja, segir það óskandi að sátt náist í deilunni fyrir 10. nóvember. „Verkföll bitna alltaf á öllum aðilum, bæði útgerðaraðilum sem og sjómönnum sjálfum þar sem þeir verða launalausir á meðan. Landvinnsla mun stöðvast hjá okkur með tilheyrandi tapi,“ segir Þorsteinn Már og telur ekki ráðlegt að yfirvöld skerist í leikinn. „Það er alls ekki óskastaða að lög verði sett á verkfallið. Það er skylda okkar að leysa deiluna okkar á milli og það munum við gera,“ bætir Þorsteinn Már við. Hjá Samherja eru meðallaun með orlofi allt frá 20 milljónum króna á ári upp í um 40 milljónir á ári miðað við um 200 úthaldsdaga á ári. Að auki er greitt orlof ofan á það kaup. „Íslendingar eru í forystu í sjávarútvegi í heiminum í dag. Við Íslendingar gerum meiri verðmæti úr okkar þorski en allir aðrir og vinnum fiskinn meira en almennt gerist. Við ættum að meta hvernig við stöndum okkur sem í þessari grein störfum og hverju hún skilar til þjóðarbúsins,“ segir Þorsteinn Már. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Kosningar 2016 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira