Þögn sló á bakarísgesti þegar forseti Íslands keypti sér bollur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2016 10:52 Bakarameistarinn áætlar að hann baki um 50 þúsund bollur fyrir bolludaginn. Forseti Íslands var meðal kaupenda. Vísir Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, vill sínar bollur á Bolludaginn líkt og aðrir Íslendingar. Hann tók jafnvel forskot á sæluna í gær líkt og svo margir en hann skellti sér í bollukaup upp úr hádegi. Svartri Lexus-bifreið forsetans var lagt við verslun Bakarameistarans í Suðurveri á öðrum tímanum í gær. Atli Freyr Steinþórsson, útvarpsmaður á Rás 1, var á meðal viðstaddra og deildi upplifun sinni með Facebook-notendum í gær. Frásögn Atla Freys hefur vakið mikla athygli og fengið mikið hrós enda sérstaklega lýsandi og skemmtileg. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, velti vel fyrir sér hvaða bollur best væri að kaupa.Vísir/Anton „Út gengur hægum skrefum forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, íklæddur bláköflóttri lumberjack-skyrtu, dökkfjólubláum rússkinsbuxum og svartri 66° norður-úlpu með hettu. Hann sækir númeraðan miða af rauða miðahjólinu við innganginn, tekur sér stöðu í þvögu annarra viðskiptavina og bíður þess að röðin komi að honum. Allir sem þarna eru staddir reyna af alefli að horfa ekki á hann eða láta á því bera að þeir þrái að virða hann fyrir sér vel og lengi, þar sem hann er staddur í þessum aðstæðum, inni í bakaríi á sunnudegi fyrir bolludag,“ segir í frásögn Atla Freys. Svo kom röðin að Ólafi Ragnari sem spurði afgreiðsludömuna út í bollurnar sem voru til sölu. Dorrit Moussaieff var fjarri góðu gamni. „Dökkhærður fjölskyldufaðir yfir meðalþyngd sem situr lengst úti í horni springur á limminu. Hann tekur upp símann og smellir af mynd. Rauðhærð kona um þrítugt á næsta borði sem er einnig að laumu-ekkihorfa á Ólaf rennir augunum að fjölskylduföðurnum án þess að breyta höfuðstöðu sinni. Hún horfir á mig. Er leyfilegt að taka myndir við þessar aðstæður? Er bílstjóri Ólafs, sem gengur í hringi framan við Lexus-bifreiðina úti, vopnaður?“ Ólafur Ragnar greiddi fyrir vörurnar með debetkorti og hélt út með brúnan bakaríspoka og hvítan kassa af bollum. „Ólafur hefur úlpuermarnar fram á fingurna því það er kalt. Bílstjórinn Quasimodo-hleypur á móti honum, opnar skottið, tekur við bollukassanum lotinn í baki, leggur hann ofur varlega ofan í og hagræðir. Hann opnar fyrir Ólafi, vísar honum til sætis aftur í og þeir aka á braut. Þögn er í bakaríinu. Dökkhærð kona um fertugt bendir á eftir bílnum út um rúðuna og segir móðurlega við stúlku í bleikum Hello Kitty-stígvélum: Sandra Sif, sástu hvernig númeraplatan var á þessum bíl? Sandra Sif segir: Já, mamma.“ Frásögn Atla Freys af bolluævintýrum forsetans hefur eðlilega vakið mikla athygli og má lesa frásögnina í heild hér að neðan. Klukkan er 13:21 á sunnudegi fyrir bolludag í verslun Bakarameistarans í Suðurveri. Svört Lexus-bifreið með bílnúmerið [Skjaldarmerki lýðveldisins 1] og klofinn gunnfána forsetaembættisins í míníatúr-stærð blaktandi við hún hægra megin á húddinu rennir í hlað. Út gengur hægum skrefum forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, íklæddur bláköflóttri lumberjack-skyrtu, dökkfjólubláum rússkinsbuxum og svartri 66° norður-úlpu með hettu. Hann sækir númeraðan miða af rauða miðahjólinu við innganginn, tekur sér stöðu í þvögu annarra viðskiptavina og bíður þess að röðin komi að honum. Allir sem þarna eru staddir reyna af alefli að horfa ekki á hann eða láta á því bera að þeir þrái að virða hann fyrir sér vel og lengi, þar sem hann er staddur í þessum aðstæðum, inni í bakaríi á sunnudegi fyrir bolludag. Röðin kemur að Ólafi. Hann spyr afgreiðslustúlku eðlilegra og réttmætra spurninga um bragðtegundir, um mismunandi staðsetningu gerbolla og vatnsdeigsbolla í afgreiðsluborðinu, en ákveður sig og segist vilja bollurnar hinum megin. Dökkhærður fjölskyldufaðir yfir meðalþyngd sem situr lengst úti í horni springur á limminu. Hann tekur upp símann og smellir af mynd. Rauðhærð kona um þrítugt á næsta borði sem er einnig að laumu-ekkihorfa á Ólaf rennir augunum að fjölskylduföðurnum án þess að breyta höfuðstöðu sinni. Hún horfir á mig. Er leyfilegt að taka myndir við þessar aðstæður? Er bílstjóri Ólafs, sem gengur í hringi framan við Lexus-bifreiðina úti, vopnaður? Viðskiptum Ólafs er lokið. Hann greiðir með debetkorti, setur brúnan bakaríspoka ofan á hvítan bollukassa, tvíhendir kassann og gengur út. Ólafur hefur úlpuermarnar fram á fingurna því það er kalt. Bílstjórinn Quasimodo-hleypur á móti honum, opnar skottið, tekur við bollukassanum lotinn í baki, leggur hann ofur varlega ofan í og hagræðir. Hann opnar fyrir Ólafi, vísar honum til sætis aftur í og þeir aka á braut. Þögn er í bakaríinu. Dökkhærð kona um fertugt bendir á eftir bílnum út um rúðuna og segir móðurlega við stúlku í bleikum Hello Kitty-stígvélum: Sandra Sif, sástu hvernig númeraplatan var á þessum bíl? Sandra Sif segir: Já, mamma. Bolludagur Forseti Íslands Reykjavík Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, vill sínar bollur á Bolludaginn líkt og aðrir Íslendingar. Hann tók jafnvel forskot á sæluna í gær líkt og svo margir en hann skellti sér í bollukaup upp úr hádegi. Svartri Lexus-bifreið forsetans var lagt við verslun Bakarameistarans í Suðurveri á öðrum tímanum í gær. Atli Freyr Steinþórsson, útvarpsmaður á Rás 1, var á meðal viðstaddra og deildi upplifun sinni með Facebook-notendum í gær. Frásögn Atla Freys hefur vakið mikla athygli og fengið mikið hrós enda sérstaklega lýsandi og skemmtileg. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, velti vel fyrir sér hvaða bollur best væri að kaupa.Vísir/Anton „Út gengur hægum skrefum forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, íklæddur bláköflóttri lumberjack-skyrtu, dökkfjólubláum rússkinsbuxum og svartri 66° norður-úlpu með hettu. Hann sækir númeraðan miða af rauða miðahjólinu við innganginn, tekur sér stöðu í þvögu annarra viðskiptavina og bíður þess að röðin komi að honum. Allir sem þarna eru staddir reyna af alefli að horfa ekki á hann eða láta á því bera að þeir þrái að virða hann fyrir sér vel og lengi, þar sem hann er staddur í þessum aðstæðum, inni í bakaríi á sunnudegi fyrir bolludag,“ segir í frásögn Atla Freys. Svo kom röðin að Ólafi Ragnari sem spurði afgreiðsludömuna út í bollurnar sem voru til sölu. Dorrit Moussaieff var fjarri góðu gamni. „Dökkhærður fjölskyldufaðir yfir meðalþyngd sem situr lengst úti í horni springur á limminu. Hann tekur upp símann og smellir af mynd. Rauðhærð kona um þrítugt á næsta borði sem er einnig að laumu-ekkihorfa á Ólaf rennir augunum að fjölskylduföðurnum án þess að breyta höfuðstöðu sinni. Hún horfir á mig. Er leyfilegt að taka myndir við þessar aðstæður? Er bílstjóri Ólafs, sem gengur í hringi framan við Lexus-bifreiðina úti, vopnaður?“ Ólafur Ragnar greiddi fyrir vörurnar með debetkorti og hélt út með brúnan bakaríspoka og hvítan kassa af bollum. „Ólafur hefur úlpuermarnar fram á fingurna því það er kalt. Bílstjórinn Quasimodo-hleypur á móti honum, opnar skottið, tekur við bollukassanum lotinn í baki, leggur hann ofur varlega ofan í og hagræðir. Hann opnar fyrir Ólafi, vísar honum til sætis aftur í og þeir aka á braut. Þögn er í bakaríinu. Dökkhærð kona um fertugt bendir á eftir bílnum út um rúðuna og segir móðurlega við stúlku í bleikum Hello Kitty-stígvélum: Sandra Sif, sástu hvernig númeraplatan var á þessum bíl? Sandra Sif segir: Já, mamma.“ Frásögn Atla Freys af bolluævintýrum forsetans hefur eðlilega vakið mikla athygli og má lesa frásögnina í heild hér að neðan. Klukkan er 13:21 á sunnudegi fyrir bolludag í verslun Bakarameistarans í Suðurveri. Svört Lexus-bifreið með bílnúmerið [Skjaldarmerki lýðveldisins 1] og klofinn gunnfána forsetaembættisins í míníatúr-stærð blaktandi við hún hægra megin á húddinu rennir í hlað. Út gengur hægum skrefum forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, íklæddur bláköflóttri lumberjack-skyrtu, dökkfjólubláum rússkinsbuxum og svartri 66° norður-úlpu með hettu. Hann sækir númeraðan miða af rauða miðahjólinu við innganginn, tekur sér stöðu í þvögu annarra viðskiptavina og bíður þess að röðin komi að honum. Allir sem þarna eru staddir reyna af alefli að horfa ekki á hann eða láta á því bera að þeir þrái að virða hann fyrir sér vel og lengi, þar sem hann er staddur í þessum aðstæðum, inni í bakaríi á sunnudegi fyrir bolludag. Röðin kemur að Ólafi. Hann spyr afgreiðslustúlku eðlilegra og réttmætra spurninga um bragðtegundir, um mismunandi staðsetningu gerbolla og vatnsdeigsbolla í afgreiðsluborðinu, en ákveður sig og segist vilja bollurnar hinum megin. Dökkhærður fjölskyldufaðir yfir meðalþyngd sem situr lengst úti í horni springur á limminu. Hann tekur upp símann og smellir af mynd. Rauðhærð kona um þrítugt á næsta borði sem er einnig að laumu-ekkihorfa á Ólaf rennir augunum að fjölskylduföðurnum án þess að breyta höfuðstöðu sinni. Hún horfir á mig. Er leyfilegt að taka myndir við þessar aðstæður? Er bílstjóri Ólafs, sem gengur í hringi framan við Lexus-bifreiðina úti, vopnaður? Viðskiptum Ólafs er lokið. Hann greiðir með debetkorti, setur brúnan bakaríspoka ofan á hvítan bollukassa, tvíhendir kassann og gengur út. Ólafur hefur úlpuermarnar fram á fingurna því það er kalt. Bílstjórinn Quasimodo-hleypur á móti honum, opnar skottið, tekur við bollukassanum lotinn í baki, leggur hann ofur varlega ofan í og hagræðir. Hann opnar fyrir Ólafi, vísar honum til sætis aftur í og þeir aka á braut. Þögn er í bakaríinu. Dökkhærð kona um fertugt bendir á eftir bílnum út um rúðuna og segir móðurlega við stúlku í bleikum Hello Kitty-stígvélum: Sandra Sif, sástu hvernig númeraplatan var á þessum bíl? Sandra Sif segir: Já, mamma.
Klukkan er 13:21 á sunnudegi fyrir bolludag í verslun Bakarameistarans í Suðurveri. Svört Lexus-bifreið með bílnúmerið [Skjaldarmerki lýðveldisins 1] og klofinn gunnfána forsetaembættisins í míníatúr-stærð blaktandi við hún hægra megin á húddinu rennir í hlað. Út gengur hægum skrefum forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, íklæddur bláköflóttri lumberjack-skyrtu, dökkfjólubláum rússkinsbuxum og svartri 66° norður-úlpu með hettu. Hann sækir númeraðan miða af rauða miðahjólinu við innganginn, tekur sér stöðu í þvögu annarra viðskiptavina og bíður þess að röðin komi að honum. Allir sem þarna eru staddir reyna af alefli að horfa ekki á hann eða láta á því bera að þeir þrái að virða hann fyrir sér vel og lengi, þar sem hann er staddur í þessum aðstæðum, inni í bakaríi á sunnudegi fyrir bolludag. Röðin kemur að Ólafi. Hann spyr afgreiðslustúlku eðlilegra og réttmætra spurninga um bragðtegundir, um mismunandi staðsetningu gerbolla og vatnsdeigsbolla í afgreiðsluborðinu, en ákveður sig og segist vilja bollurnar hinum megin. Dökkhærður fjölskyldufaðir yfir meðalþyngd sem situr lengst úti í horni springur á limminu. Hann tekur upp símann og smellir af mynd. Rauðhærð kona um þrítugt á næsta borði sem er einnig að laumu-ekkihorfa á Ólaf rennir augunum að fjölskylduföðurnum án þess að breyta höfuðstöðu sinni. Hún horfir á mig. Er leyfilegt að taka myndir við þessar aðstæður? Er bílstjóri Ólafs, sem gengur í hringi framan við Lexus-bifreiðina úti, vopnaður? Viðskiptum Ólafs er lokið. Hann greiðir með debetkorti, setur brúnan bakaríspoka ofan á hvítan bollukassa, tvíhendir kassann og gengur út. Ólafur hefur úlpuermarnar fram á fingurna því það er kalt. Bílstjórinn Quasimodo-hleypur á móti honum, opnar skottið, tekur við bollukassanum lotinn í baki, leggur hann ofur varlega ofan í og hagræðir. Hann opnar fyrir Ólafi, vísar honum til sætis aftur í og þeir aka á braut. Þögn er í bakaríinu. Dökkhærð kona um fertugt bendir á eftir bílnum út um rúðuna og segir móðurlega við stúlku í bleikum Hello Kitty-stígvélum: Sandra Sif, sástu hvernig númeraplatan var á þessum bíl? Sandra Sif segir: Já, mamma.
Bolludagur Forseti Íslands Reykjavík Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira