Þyrlan ræst út til að tryggja að Grímseyingar geti kosið Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2016 15:53 Grímsey. Vísir/Pjetur „Það eru víst öll ráð til að bjarga öllu eða flestu nú orðið. Sem betur fer,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrum hreppstjóri í Grímsey, eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar var fengin til að koma kjörseðlum til Grímseyjar. Ljóst var að hvorki var hægt að koma þeim út í eyjuna með ferjunni eða flugi vegna veðurs.RÚV greindi frá þessu en samkvæmt lögum er ekki hægt að birta úrslit kosninga fyrr en öllum kjördeildum hefur verið lokað, en ef kjósendur fá ekki kjörgögn er kjördeild ekki starfhæf. 53 eru nú á kjörskrá í Grímsey. „Það átti að senda kjörseðlana með ferjunni en það er versta rok þannig að hún komst ekki. Þyrlan mun fljúga með þá frá Dalvík og kemur um klukkan fjögur. Við verðum að athuga að það er haust og allra veðra von. Vanalega er kosið á vorin og veður skaplegra,“ segir Bjarni sem hefur haldið utan um framkvæmd kosninga í Grímsey frá árinu 1969. Hann segir að mikið sé að gera við undirbúning nú daginn fyrir kosningar. Kjördeildin verður opnuð klukkan níu í fyrramálið og hvetur hann Grímseyinga til að kjósa snemma. „Ég vona að fólk taki tillit til þess.“ Vonast er til að hægt verði að fljúga út í eyjuna á morgun þannig að koma megi kjörseðlum til yfirkjörstjórnar á Akureyri. Spáð sé betra veðri en í dag. Bjarni segir spenning vera í Grímseyingum nú í aðdraganda kosninga og hvetur fólk endilega til að nýta kosningaréttinn. „Kosningaþátttakan í Grímsey hefur verið góð en nú í seinni tíð er fólkið miklu meira á ferðinni en áður fyrr. Nú hefur maður ekki hugmynd um hvenær fólk er að koma eða fara. Það eru því margir sem kjósa utankjörfundar,“ segir Bjarni. Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Sjá meira
„Það eru víst öll ráð til að bjarga öllu eða flestu nú orðið. Sem betur fer,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrum hreppstjóri í Grímsey, eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar var fengin til að koma kjörseðlum til Grímseyjar. Ljóst var að hvorki var hægt að koma þeim út í eyjuna með ferjunni eða flugi vegna veðurs.RÚV greindi frá þessu en samkvæmt lögum er ekki hægt að birta úrslit kosninga fyrr en öllum kjördeildum hefur verið lokað, en ef kjósendur fá ekki kjörgögn er kjördeild ekki starfhæf. 53 eru nú á kjörskrá í Grímsey. „Það átti að senda kjörseðlana með ferjunni en það er versta rok þannig að hún komst ekki. Þyrlan mun fljúga með þá frá Dalvík og kemur um klukkan fjögur. Við verðum að athuga að það er haust og allra veðra von. Vanalega er kosið á vorin og veður skaplegra,“ segir Bjarni sem hefur haldið utan um framkvæmd kosninga í Grímsey frá árinu 1969. Hann segir að mikið sé að gera við undirbúning nú daginn fyrir kosningar. Kjördeildin verður opnuð klukkan níu í fyrramálið og hvetur hann Grímseyinga til að kjósa snemma. „Ég vona að fólk taki tillit til þess.“ Vonast er til að hægt verði að fljúga út í eyjuna á morgun þannig að koma megi kjörseðlum til yfirkjörstjórnar á Akureyri. Spáð sé betra veðri en í dag. Bjarni segir spenning vera í Grímseyingum nú í aðdraganda kosninga og hvetur fólk endilega til að nýta kosningaréttinn. „Kosningaþátttakan í Grímsey hefur verið góð en nú í seinni tíð er fólkið miklu meira á ferðinni en áður fyrr. Nú hefur maður ekki hugmynd um hvenær fólk er að koma eða fara. Það eru því margir sem kjósa utankjörfundar,“ segir Bjarni.
Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Sjá meira