Píratar herja á ungt fólk með sms-skilaboðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2016 17:09 Ætla má að Píratar hafi sent þúsundum hóp-sms í dag til að minna á kosningarnar á morgun. vísir/garðar Allir þeir sem eru á aldrinum 18 til 30 ára og eru hvorki með bannmerkt símanúmer í símaskrá né þjóðskrá hafa í dag fengið sms, eða smáskilaboð, frá Pírötum. Í skilaboðunum stendur „Tryggjum breytingar á morgun! Kv. Píratar XP,“ og með fylgir hlekkur á kosningamyndband. Ætla má að þúsundir ungs fólks hafi fengið skilaboðin frá Pírötum þó ekki liggi fyrir nákvæmur fjöldi, samkvæmt upplýsingum frá flokknum. „Við erum bara að reyna að ná til ungs fólks og hvetja þau til að kjósa. Við biðjumst hins vegar velvirðingar ef þetta fer fyrir brjóstið á fólki,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Pírata í samtali við Vísi en kannanir hafa sýnt að Píratar njóta mikils fylgis í þessum aldurshópi. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að þetta er sá aldurshópur sem mætir hvað verst á kjörstað og því reynir flokkurinn að ná til líklegra kjósenda með þessum hætti. Píratar keyptu lista frá CreditInfo með símanúmerunum en fyrirtækið hefur leyfi frá Þjóðskrá til að selja upplýsingarnar áfram eftir tilteknum reglum.Hér að neðan má sjá myndbandið sem linkað var á í skilaboðunum.Samkvæmt fjarskiptalögum má aðeins nota smáskilaboð fyrir beina markaðssetningu „þegar áskrifandi hefur veitt samþykki sitt fyrir fram,“ eins og segir í 1. málsgrein 46. greinar laganna. Sigríður Bylgja segir að Píratar telji sig vera að fara að lögum með smáskilaboðunum en hún segir að flokkurinn hafi meðal annars kynnt sér ákvörðun Póst-og fjarskiptastofnunar varðandi smáskilaboð Sjálfstæðisflokksins í tengslum við borgarstjórnarkosningarnar 2014. Þá kærði einstaklingur Sjálfstæðisflokkinn til Póst-og fjarskiptastofnunar vegna smáskilaboða sem hann fékk frá flokknum á kjördag en símanúmerið var bannmerkt. Einstaklingurinn var hins vegar skráður í Heimdall og var símanúmer hans því skráð hjá Sjálfstæðisflokknum. Hann kvartaði hins vegar til Póst- og fjarskiptastofnunar þar sem hann taldi skilaboðasendinguna brot á 1. málsgrein 46. greinar fjarskiptalaga. Féllst stofnunin á það en Sjálfstæðisflokkurinn kærði þá ákvörðun og felldi úrskurðarnefnd fjarskipta og póstmála ákvörðunina úr gildi.Taldi úrskurðarnefndin ekki útilokað að Sjálfstæðisflokkurinn hefði haft fyrirfram samþykki einstaklingsins fyrir „umræddum fjarskiptasendingum og að slíkt samþykki hafi ekki verið afturkallað af hálfu kvartanda með sannanlegum hætti. Af þeirri ástæðu beri að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi. Þar með telur nefndin ekki þörf á að taka til frekari skoðunar hvort að um beina markaðssetningu hafi verið að ræða eða ekki.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vinstristjórnin virðist ekki í kortunum Komandi stjórnarmyndunarviðræður gætu orðið þær flóknustu í lýðveldissögunni. Könnun fréttastofu 365 bendir til þess að þeir fjórir flokkar sem lýstu yfir vilja til samstarfs í gær verði að taka annan flokk til viðbótar með í 28. október 2016 07:00 Þyrlan ræst út til að tryggja að Grímseyingar geti kosið Illa hefur gengið að koma kjörgögnum til Bjarna Magnússonar, fyrrum hreppstjóra í Grímsey, sem hefur haldið utan um framkvæmd kosninga í eynni frá 1969. 28. október 2016 15:53 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Allir þeir sem eru á aldrinum 18 til 30 ára og eru hvorki með bannmerkt símanúmer í símaskrá né þjóðskrá hafa í dag fengið sms, eða smáskilaboð, frá Pírötum. Í skilaboðunum stendur „Tryggjum breytingar á morgun! Kv. Píratar XP,“ og með fylgir hlekkur á kosningamyndband. Ætla má að þúsundir ungs fólks hafi fengið skilaboðin frá Pírötum þó ekki liggi fyrir nákvæmur fjöldi, samkvæmt upplýsingum frá flokknum. „Við erum bara að reyna að ná til ungs fólks og hvetja þau til að kjósa. Við biðjumst hins vegar velvirðingar ef þetta fer fyrir brjóstið á fólki,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Pírata í samtali við Vísi en kannanir hafa sýnt að Píratar njóta mikils fylgis í þessum aldurshópi. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að þetta er sá aldurshópur sem mætir hvað verst á kjörstað og því reynir flokkurinn að ná til líklegra kjósenda með þessum hætti. Píratar keyptu lista frá CreditInfo með símanúmerunum en fyrirtækið hefur leyfi frá Þjóðskrá til að selja upplýsingarnar áfram eftir tilteknum reglum.Hér að neðan má sjá myndbandið sem linkað var á í skilaboðunum.Samkvæmt fjarskiptalögum má aðeins nota smáskilaboð fyrir beina markaðssetningu „þegar áskrifandi hefur veitt samþykki sitt fyrir fram,“ eins og segir í 1. málsgrein 46. greinar laganna. Sigríður Bylgja segir að Píratar telji sig vera að fara að lögum með smáskilaboðunum en hún segir að flokkurinn hafi meðal annars kynnt sér ákvörðun Póst-og fjarskiptastofnunar varðandi smáskilaboð Sjálfstæðisflokksins í tengslum við borgarstjórnarkosningarnar 2014. Þá kærði einstaklingur Sjálfstæðisflokkinn til Póst-og fjarskiptastofnunar vegna smáskilaboða sem hann fékk frá flokknum á kjördag en símanúmerið var bannmerkt. Einstaklingurinn var hins vegar skráður í Heimdall og var símanúmer hans því skráð hjá Sjálfstæðisflokknum. Hann kvartaði hins vegar til Póst- og fjarskiptastofnunar þar sem hann taldi skilaboðasendinguna brot á 1. málsgrein 46. greinar fjarskiptalaga. Féllst stofnunin á það en Sjálfstæðisflokkurinn kærði þá ákvörðun og felldi úrskurðarnefnd fjarskipta og póstmála ákvörðunina úr gildi.Taldi úrskurðarnefndin ekki útilokað að Sjálfstæðisflokkurinn hefði haft fyrirfram samþykki einstaklingsins fyrir „umræddum fjarskiptasendingum og að slíkt samþykki hafi ekki verið afturkallað af hálfu kvartanda með sannanlegum hætti. Af þeirri ástæðu beri að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi. Þar með telur nefndin ekki þörf á að taka til frekari skoðunar hvort að um beina markaðssetningu hafi verið að ræða eða ekki.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vinstristjórnin virðist ekki í kortunum Komandi stjórnarmyndunarviðræður gætu orðið þær flóknustu í lýðveldissögunni. Könnun fréttastofu 365 bendir til þess að þeir fjórir flokkar sem lýstu yfir vilja til samstarfs í gær verði að taka annan flokk til viðbótar með í 28. október 2016 07:00 Þyrlan ræst út til að tryggja að Grímseyingar geti kosið Illa hefur gengið að koma kjörgögnum til Bjarna Magnússonar, fyrrum hreppstjóra í Grímsey, sem hefur haldið utan um framkvæmd kosninga í eynni frá 1969. 28. október 2016 15:53 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Vinstristjórnin virðist ekki í kortunum Komandi stjórnarmyndunarviðræður gætu orðið þær flóknustu í lýðveldissögunni. Könnun fréttastofu 365 bendir til þess að þeir fjórir flokkar sem lýstu yfir vilja til samstarfs í gær verði að taka annan flokk til viðbótar með í 28. október 2016 07:00
Þyrlan ræst út til að tryggja að Grímseyingar geti kosið Illa hefur gengið að koma kjörgögnum til Bjarna Magnússonar, fyrrum hreppstjóra í Grímsey, sem hefur haldið utan um framkvæmd kosninga í eynni frá 1969. 28. október 2016 15:53