Þungur baggi á heimilunum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 31. mars 2016 07:00 Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra boðar breytingar. ASÍ segir þörf á róttækum breytingum til að leiðrétta ójafnræði sem er á milli sjúklingahópa. Visir/GVA Fyrirkomulag gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu veldur ójafnræði milli sjúklingahópa, er niðurstaða nýrrar skýrslu Alþýðusambands Íslands um kostnað sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu. Í skýrslunni kemur fram að kostnaðarþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur á síðustu þremur áratugum nær tvöfaldast og að í dag standi heimilin undir um 20% af öllum heilbrigðisútgjöldum með beinni greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Með auknum beinum útgjöldum sjúklinga segir ASÍ fylgja þá hættu að kostnaður verði hindrun á aðgengi að nauðsynlegri þjónustu fyrir ákveðna hópa sem auki misskiptingu, bæði fjárhagslega, félagslega og heilsufarslega. Kostnaður einstaklinga ráðist að verulegu leyti af því hvers konar þjónustu eða meðferð þeir þurfi og hvert þeir geti sótt hana. Þrjú prósent Íslendinga sækja sér ekki nauðsynlega þjónustu vegna kostnaðar samanborið við hálft prósent íbúa í nágrannalöndunum. Gagnrýnt er að sjálfsábyrgð sjúkratryggðra einstaklinga geti verið há sem birtist í því að ekkert þak sé á heildarkostnaði sjúklinga innan heilbrigðiskerfisins. Þannig geti alvarlega veikir einstaklingar þurft að greiða hundruð þúsunda úr eigin vasa. Margir langveikir hafi fastan heilbrigðiskostnað sem sé verulegur hluti af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum þeirra. Nefnd eru raunveruleg dæmi í skýrslunni um kostnað sjúklinga.ASÍ segir nauðsynlegt að boðað greiðsluþátttökukerfi taki á ójafnræði innan íslensks heilbrigðiskerfis. Horfa þurfi með heildstæðum hætti á allan kostnað sjúklinga innan heilbrigðiskerfisins hvort sem hann er tilkominn vegna læknisþjónustu, lyfja, rannsókna, þjálfunar, endurhæfingar eða annarra þátta. Mikilvægt sé að setja hámark á kostnaðarþátttöku sjúklinga og að það hámark verði ekki fjármagnað með tilfærslu á kostnaði frá þeim sem greiða háan heilbrigðiskostnað til þeirra sem þurfa sjaldan á heilbrigðisþjónustu að halda. Til lengri tíma skuli líta til þess að þjónustan verði gjaldfrjáls. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra mun á næstunni leggja fram frumvarp sem boðar breytingar á kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Frumvarpið sagði hann í umræðuþætti um heilbrigðismál á RÚV ganga út á að jafna kostnaðarbyrði sjúklinga. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 31. mars. Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
Fyrirkomulag gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu veldur ójafnræði milli sjúklingahópa, er niðurstaða nýrrar skýrslu Alþýðusambands Íslands um kostnað sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu. Í skýrslunni kemur fram að kostnaðarþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur á síðustu þremur áratugum nær tvöfaldast og að í dag standi heimilin undir um 20% af öllum heilbrigðisútgjöldum með beinni greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Með auknum beinum útgjöldum sjúklinga segir ASÍ fylgja þá hættu að kostnaður verði hindrun á aðgengi að nauðsynlegri þjónustu fyrir ákveðna hópa sem auki misskiptingu, bæði fjárhagslega, félagslega og heilsufarslega. Kostnaður einstaklinga ráðist að verulegu leyti af því hvers konar þjónustu eða meðferð þeir þurfi og hvert þeir geti sótt hana. Þrjú prósent Íslendinga sækja sér ekki nauðsynlega þjónustu vegna kostnaðar samanborið við hálft prósent íbúa í nágrannalöndunum. Gagnrýnt er að sjálfsábyrgð sjúkratryggðra einstaklinga geti verið há sem birtist í því að ekkert þak sé á heildarkostnaði sjúklinga innan heilbrigðiskerfisins. Þannig geti alvarlega veikir einstaklingar þurft að greiða hundruð þúsunda úr eigin vasa. Margir langveikir hafi fastan heilbrigðiskostnað sem sé verulegur hluti af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum þeirra. Nefnd eru raunveruleg dæmi í skýrslunni um kostnað sjúklinga.ASÍ segir nauðsynlegt að boðað greiðsluþátttökukerfi taki á ójafnræði innan íslensks heilbrigðiskerfis. Horfa þurfi með heildstæðum hætti á allan kostnað sjúklinga innan heilbrigðiskerfisins hvort sem hann er tilkominn vegna læknisþjónustu, lyfja, rannsókna, þjálfunar, endurhæfingar eða annarra þátta. Mikilvægt sé að setja hámark á kostnaðarþátttöku sjúklinga og að það hámark verði ekki fjármagnað með tilfærslu á kostnaði frá þeim sem greiða háan heilbrigðiskostnað til þeirra sem þurfa sjaldan á heilbrigðisþjónustu að halda. Til lengri tíma skuli líta til þess að þjónustan verði gjaldfrjáls. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra mun á næstunni leggja fram frumvarp sem boðar breytingar á kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Frumvarpið sagði hann í umræðuþætti um heilbrigðismál á RÚV ganga út á að jafna kostnaðarbyrði sjúklinga. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 31. mars.
Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira