„Leyndin elur á tortryggni“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 31. mars 2016 12:07 Guðni Th. Jóhannesson. vísir/gva Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur fagnar tillögu um að ákvæði um 110 ára regluna svokölluðu verði fellt úr gildi. Hann segir ákvæðið samræmast illa nútíma stjórnarháttum og kröfum um gagnsæi í stjórnsýslunni. Leyndin ali á tortryggni sem þurfi að uppræta úr íslensku samfélagi. „Ég myndi hiklaust telja þetta jákvætt. Að öllu jöfnu myndi maður ætla að gögn þurfi ekki að vera hulin leynd í rúma hálfa öld. Maður getur sætt sig við að stundum þurfi að halda skjölum lokuðum um stundarsakir. Almenna reglan hér heima og víðar á vesturlöndum er kannski sú að skjöl eins og til dæmis skýrslur frá sendiráðum utanríkisráðuneytis séu lokuð í 25-30 ár, en einkamálefni, tik dæmis sjúkraskýrslur lengur þó vinna megi upp úr þeim tölulegar upplýsingar,“ segir Guðni. „En að eitthvað þurfi að vera lokað í rúma öld samræmist illa nútíma stjórnarháttum og kröfum um gagnsæi í stjórnsýslunni,“ bætir hann við. Þingflokkur Framsóknar samþykkti á fundi sínum í gær að leggja fram frumvarp um afnám 110 ára reglunnar en með breytingum á upplýsingalögum árið 2011 var ákveðið að stjórnvald geti lokað á skjöl í allt að 110 ár. Það þýddi meðal annars það að gögn, til dæmis í Icesave-málinu, gætu verið hulin leyndarhjúpi allan þann tíma. Guðni segir óeðlilegt að gögnum sé haldið svo lengi frá almenningi. „Sérstaklega þar sem því máli [Icesave] er lokið. Kannski var staðan sú þegar gögn urðu til í deilunni miðri að menn litu svo á að það gæti hugsanlega skaðað hagsmuni Íslands að einhverjar upplýsingar kæmu fram um íslenska hagsmuni, íslenska samningataktík eða eitthvað í þeim dúr. En nú er búið að kveða niður Icesave-drauginn eins og menn segja sumir þannig að varla er sú hætta fyrir hendi og leyndin elur á tortryggni. Ef það er eitthvað sem við þurfum að vinna bug á í þessu samfélagi þá er það tortryggni, því þessi leynd og leynimakk allt saman er að gera mann lifandi vitlausan,“ segir Guðni. Tengdar fréttir Leggja fram frumvarp sem afléttir leyndinni 110 ára reglan svokallaða er á útleið fái Framsóknarflokkurinn einhverju ráðið. 30. mars 2016 23:27 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur fagnar tillögu um að ákvæði um 110 ára regluna svokölluðu verði fellt úr gildi. Hann segir ákvæðið samræmast illa nútíma stjórnarháttum og kröfum um gagnsæi í stjórnsýslunni. Leyndin ali á tortryggni sem þurfi að uppræta úr íslensku samfélagi. „Ég myndi hiklaust telja þetta jákvætt. Að öllu jöfnu myndi maður ætla að gögn þurfi ekki að vera hulin leynd í rúma hálfa öld. Maður getur sætt sig við að stundum þurfi að halda skjölum lokuðum um stundarsakir. Almenna reglan hér heima og víðar á vesturlöndum er kannski sú að skjöl eins og til dæmis skýrslur frá sendiráðum utanríkisráðuneytis séu lokuð í 25-30 ár, en einkamálefni, tik dæmis sjúkraskýrslur lengur þó vinna megi upp úr þeim tölulegar upplýsingar,“ segir Guðni. „En að eitthvað þurfi að vera lokað í rúma öld samræmist illa nútíma stjórnarháttum og kröfum um gagnsæi í stjórnsýslunni,“ bætir hann við. Þingflokkur Framsóknar samþykkti á fundi sínum í gær að leggja fram frumvarp um afnám 110 ára reglunnar en með breytingum á upplýsingalögum árið 2011 var ákveðið að stjórnvald geti lokað á skjöl í allt að 110 ár. Það þýddi meðal annars það að gögn, til dæmis í Icesave-málinu, gætu verið hulin leyndarhjúpi allan þann tíma. Guðni segir óeðlilegt að gögnum sé haldið svo lengi frá almenningi. „Sérstaklega þar sem því máli [Icesave] er lokið. Kannski var staðan sú þegar gögn urðu til í deilunni miðri að menn litu svo á að það gæti hugsanlega skaðað hagsmuni Íslands að einhverjar upplýsingar kæmu fram um íslenska hagsmuni, íslenska samningataktík eða eitthvað í þeim dúr. En nú er búið að kveða niður Icesave-drauginn eins og menn segja sumir þannig að varla er sú hætta fyrir hendi og leyndin elur á tortryggni. Ef það er eitthvað sem við þurfum að vinna bug á í þessu samfélagi þá er það tortryggni, því þessi leynd og leynimakk allt saman er að gera mann lifandi vitlausan,“ segir Guðni.
Tengdar fréttir Leggja fram frumvarp sem afléttir leyndinni 110 ára reglan svokallaða er á útleið fái Framsóknarflokkurinn einhverju ráðið. 30. mars 2016 23:27 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira
Leggja fram frumvarp sem afléttir leyndinni 110 ára reglan svokallaða er á útleið fái Framsóknarflokkurinn einhverju ráðið. 30. mars 2016 23:27