Ástþór segist skapa sér vinnu í gegnum tölvuna.
„Ég vinn í gegnum netið og tölvuna. Þannig að ég get unnið alls staðar og bý að mestu erlendis,“ segir hann.
Ástþór er lærður ljósmyndari og rak framköllunarfyrirtæki sem fór í samkeppni við Hans Petersen. Þekktasta fyrirtækið sem hann hefur stofnað er þó Kreditkort hf. sem var með mastercard. Honum hefur gengið vel í lífinu en svarar spurningunni um hvort hann sé efnaður maður neitandi.

Ástþór segir að það hafi orðið til þess að hann sneri við blaðinu í lífinu.
„Þá stofnaði ég Frið 2000. Ég fann að ég gat ekki lifað svona. Ég notaði mikið af mínum pening til að stofna þessi samtök og hef verið stærsti styrktaraðilinn í því. Í dag lifi ég hálfgerðu meinlætalífi og sakna einskis.“