Andri Snær ætlar ekki að standa í vegi fyrir gröfunni Erla Björg Gunnarsdóttir og Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifa 3. júní 2016 10:00 Andri Snær segir hans pólitísku eldskírn hafa verið þegar stærsta ríkisframkvæmd Íslandssögunnar var í uppsiglingu. vísir/anton brink Forsetaframbjóðendurnir þrír, Andri Snær Magnússon, Ástþór Magnússon og Guðrún Margrét Pálsdóttir ræddu um hvar þau standa á pólitíska ásnum, til hægri eða vinstri, í föstudagsviðtali Fréttablaðsins. Guðrún sagðist ekki vera pólitísk, Ástþór sagðist þverpólitískur en Andri Snær sagðist mjög pólitískur og bæði hafa verið kenndur við frjálshyggju og kommúnisma. Þannig mætti kalla hann frjálshyggjukommúnista. Þó myndi hann ekki vilja vera virkur á pólitíska sviðinu í embætti forseta og þótt margir tryðu því, þá myndi hann ekki standa í vegi fyrir gröfum í framkvæmdum þótt landvernd sé eitt af hans baráttumálum. „Ég er mjög pólitískur. Hef skýra sýn í mörgum málum en ekki verið bundinn við flokk. Ég er mjög hlynntur sterku velferðarkerfi og því að við grípum alla og sinnum öllum sem þurfa á að halda,“ segir Andri og að hans pólitíska eldskírn hafi verið þegar stærsta ríkisframkvæmd Íslandssögunnar var í uppsiglingu.Kallaður kommúnisti fyrir frelsishugsjón „Ég fór á móti þessari hugsun með hugmynd um nýsköpun og frumkvæði einstaklings og mátt hugmyndanna og hvað fólkið og atvinnulífið er í raun sterkt. Og hvað menn voru að vanmeta þekkingu okkar, hugkvæmni og menntun gagnvart þessari einu ríkisframkvæmd sem var sögð forsenda framtíðarinnar. Þetta var hákapítalísk hugsun hjá mér og fékk fyrir það frelsisverðlaun SUS,“ segir Andri frá og bendir á ríkið geti ekki skipulagt hvaðan hugmyndir koma. „Ég fór gegn ríkisskrímsli í rauninni, með hugmyndir um margar litlar hugmyndir og var kallaður kommúnisti og öfgamaður fyrir það. Sem er áhugaverð þversögn,“ segir hann.Andri Snær, Guðrún og Ástþór mættust í föstudagsviðtalinu og ræddu framboð sitt til forseta. vísir/Anton Brink Forsetinn gegn spillingu Ástþór segir forseta eiga að beita sér gegn spillingu. „Í þessu pólitíska völundarhúsi leynast ýmis skúmaskot. Það leynist spilling víða bæði til hægri og vinstri. Forsetinn þarf að geta beygt í allar áttir til að lýsa þetta upp og færa birtu í þetta skúmaskot svo við fáum betra Ísland. Ég er allt í þessu, til hægri og vinstri. Miðjumaður. Auðvitað er ég pólitískur – forsetinn er pólitískt embætti. En ég er þverpólitískur.“Frelsi til athafna Guðrún segist aldrei hafa verið flokksbundin og staðsetur sig til miðju. „Ég vil náttúrulega sjá gott velferðarkerfi og frelsi til athafna. Þannig að ég er þarna í miðjunni.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa öll verið bænheyrð Hvað myndu Andri Snær, Guðrún og Ástþór gera ef þau væru forseti í einn dag? 3. júní 2016 00:01 Ástþór segist ekki vera efnaður maður "Í dag lifi ég hálfgerðu meinlætalífi og sakna einskis.“ 3. júní 2016 14:00 Tók Guðrúnu þrjá daga að taka ákvörðun Segist ekki finna fyrir að vera orðin þekkt á Íslandi eftir að hún ákvað að bjóða sig fram. 3. júní 2016 13:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Forsetaframbjóðendurnir þrír, Andri Snær Magnússon, Ástþór Magnússon og Guðrún Margrét Pálsdóttir ræddu um hvar þau standa á pólitíska ásnum, til hægri eða vinstri, í föstudagsviðtali Fréttablaðsins. Guðrún sagðist ekki vera pólitísk, Ástþór sagðist þverpólitískur en Andri Snær sagðist mjög pólitískur og bæði hafa verið kenndur við frjálshyggju og kommúnisma. Þannig mætti kalla hann frjálshyggjukommúnista. Þó myndi hann ekki vilja vera virkur á pólitíska sviðinu í embætti forseta og þótt margir tryðu því, þá myndi hann ekki standa í vegi fyrir gröfum í framkvæmdum þótt landvernd sé eitt af hans baráttumálum. „Ég er mjög pólitískur. Hef skýra sýn í mörgum málum en ekki verið bundinn við flokk. Ég er mjög hlynntur sterku velferðarkerfi og því að við grípum alla og sinnum öllum sem þurfa á að halda,“ segir Andri og að hans pólitíska eldskírn hafi verið þegar stærsta ríkisframkvæmd Íslandssögunnar var í uppsiglingu.Kallaður kommúnisti fyrir frelsishugsjón „Ég fór á móti þessari hugsun með hugmynd um nýsköpun og frumkvæði einstaklings og mátt hugmyndanna og hvað fólkið og atvinnulífið er í raun sterkt. Og hvað menn voru að vanmeta þekkingu okkar, hugkvæmni og menntun gagnvart þessari einu ríkisframkvæmd sem var sögð forsenda framtíðarinnar. Þetta var hákapítalísk hugsun hjá mér og fékk fyrir það frelsisverðlaun SUS,“ segir Andri frá og bendir á ríkið geti ekki skipulagt hvaðan hugmyndir koma. „Ég fór gegn ríkisskrímsli í rauninni, með hugmyndir um margar litlar hugmyndir og var kallaður kommúnisti og öfgamaður fyrir það. Sem er áhugaverð þversögn,“ segir hann.Andri Snær, Guðrún og Ástþór mættust í föstudagsviðtalinu og ræddu framboð sitt til forseta. vísir/Anton Brink Forsetinn gegn spillingu Ástþór segir forseta eiga að beita sér gegn spillingu. „Í þessu pólitíska völundarhúsi leynast ýmis skúmaskot. Það leynist spilling víða bæði til hægri og vinstri. Forsetinn þarf að geta beygt í allar áttir til að lýsa þetta upp og færa birtu í þetta skúmaskot svo við fáum betra Ísland. Ég er allt í þessu, til hægri og vinstri. Miðjumaður. Auðvitað er ég pólitískur – forsetinn er pólitískt embætti. En ég er þverpólitískur.“Frelsi til athafna Guðrún segist aldrei hafa verið flokksbundin og staðsetur sig til miðju. „Ég vil náttúrulega sjá gott velferðarkerfi og frelsi til athafna. Þannig að ég er þarna í miðjunni.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa öll verið bænheyrð Hvað myndu Andri Snær, Guðrún og Ástþór gera ef þau væru forseti í einn dag? 3. júní 2016 00:01 Ástþór segist ekki vera efnaður maður "Í dag lifi ég hálfgerðu meinlætalífi og sakna einskis.“ 3. júní 2016 14:00 Tók Guðrúnu þrjá daga að taka ákvörðun Segist ekki finna fyrir að vera orðin þekkt á Íslandi eftir að hún ákvað að bjóða sig fram. 3. júní 2016 13:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Hafa öll verið bænheyrð Hvað myndu Andri Snær, Guðrún og Ástþór gera ef þau væru forseti í einn dag? 3. júní 2016 00:01
Ástþór segist ekki vera efnaður maður "Í dag lifi ég hálfgerðu meinlætalífi og sakna einskis.“ 3. júní 2016 14:00
Tók Guðrúnu þrjá daga að taka ákvörðun Segist ekki finna fyrir að vera orðin þekkt á Íslandi eftir að hún ákvað að bjóða sig fram. 3. júní 2016 13:00