Bjarni útilokar ekki breytingar á listunum nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 11. september 2016 19:05 „Þetta eru mér vonbrigði. Ég hef lagt áherslu á það að konur fái brautargengi í stjórnmálum og í Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Bjarni Benediktsson í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Konur hlutu afhroð í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Karlmenn verma efstu fjögur sæti lista Suðvesturkjördæmis og þrjú efstu sætin í Suðurkjördæmi. Bjarni segir málið hafa verið til umræðu í dag. „Í mínu kjördæmi voru margar hæfar konur í framboði en þetta raðaðist svona. Við höfum rætt þetta í dag og velt því fyrir okkur hvernig landið lítur út.“ Hann ítrekaði jafnframt að niðurstöður prófkjara væri ekki bindandi og útilokaði ekki breytingar. „Þessi niðurstaða er auðvitað ekki bindandi og þetta er mál sem verður að skoða frá öllum hliðum," sagði Bjarni. Hann sagði að ekki væri ákveðið hvort hróflað verði við niðurstöðu prófkjörsins. „Ég hef ekki farið varhluta af umræðunni en á endanum er það í höndum kjördæmaráðanna að taka ákvörðunina,“ sagði Bjarni í kvöldfréttum Stöðvar 2.Ýmsar ástæður að baki slæmu gengi kvenna Páll Magnússon hreppti fyrsta sæti á lista í prófkjöri Suðurkjördæmis. Hann mun því að öllum líkindum verma sæti á Alþingi eftir kosningarnar í haust. Inntur eftir ástæðum slaks gengis kvenna í prófkjörum flokksins í fréttum Stöðvar 2 sagði hann að ýmsar ástæður lægju að baki. „Ég held að þetta snúi bæði að konunum sjálfum, aðferðinni við uppstillinguna á listunum ásamt öðrum þáttum.“ Nokkuð öruggt er að Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, mun ekki snúa aftur á Alþingi eftir kosningar. Hún lenti í fimmta sæti á lista Suðvesturkjördæmis. „Svona listi með karlmönnum í öllum sætunum sem eru örugg sæti á þing er ekkert sérstasklega spennandi,“ sagði Elín í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna Niðurstöður úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Þannig eru karlar í efstu fjórum sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi og hlýtur Elín Hirst þingkona afleita kosningu en hún kemst ekki í efstu sex sætin. 11. september 2016 14:00 Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
„Þetta eru mér vonbrigði. Ég hef lagt áherslu á það að konur fái brautargengi í stjórnmálum og í Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Bjarni Benediktsson í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Konur hlutu afhroð í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Karlmenn verma efstu fjögur sæti lista Suðvesturkjördæmis og þrjú efstu sætin í Suðurkjördæmi. Bjarni segir málið hafa verið til umræðu í dag. „Í mínu kjördæmi voru margar hæfar konur í framboði en þetta raðaðist svona. Við höfum rætt þetta í dag og velt því fyrir okkur hvernig landið lítur út.“ Hann ítrekaði jafnframt að niðurstöður prófkjara væri ekki bindandi og útilokaði ekki breytingar. „Þessi niðurstaða er auðvitað ekki bindandi og þetta er mál sem verður að skoða frá öllum hliðum," sagði Bjarni. Hann sagði að ekki væri ákveðið hvort hróflað verði við niðurstöðu prófkjörsins. „Ég hef ekki farið varhluta af umræðunni en á endanum er það í höndum kjördæmaráðanna að taka ákvörðunina,“ sagði Bjarni í kvöldfréttum Stöðvar 2.Ýmsar ástæður að baki slæmu gengi kvenna Páll Magnússon hreppti fyrsta sæti á lista í prófkjöri Suðurkjördæmis. Hann mun því að öllum líkindum verma sæti á Alþingi eftir kosningarnar í haust. Inntur eftir ástæðum slaks gengis kvenna í prófkjörum flokksins í fréttum Stöðvar 2 sagði hann að ýmsar ástæður lægju að baki. „Ég held að þetta snúi bæði að konunum sjálfum, aðferðinni við uppstillinguna á listunum ásamt öðrum þáttum.“ Nokkuð öruggt er að Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, mun ekki snúa aftur á Alþingi eftir kosningar. Hún lenti í fimmta sæti á lista Suðvesturkjördæmis. „Svona listi með karlmönnum í öllum sætunum sem eru örugg sæti á þing er ekkert sérstasklega spennandi,“ sagði Elín í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna Niðurstöður úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Þannig eru karlar í efstu fjórum sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi og hlýtur Elín Hirst þingkona afleita kosningu en hún kemst ekki í efstu sex sætin. 11. september 2016 14:00 Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna Niðurstöður úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Þannig eru karlar í efstu fjórum sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi og hlýtur Elín Hirst þingkona afleita kosningu en hún kemst ekki í efstu sex sætin. 11. september 2016 14:00
Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31