Grennti sig um sautján kíló fyrir hlutverkið Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 3. september 2016 09:00 Pétur grennti sig um sautján kíló fyrir hlutverk sitt sem Andri. Fréttablaðið/Eyþór/Stilla „Á þessum tíma var ég 78 kíló og búinn að vera að buffa mig upp í ræktinni. Mér fannst það kannski ekki alveg virka fyrir þessa týpu og svo sagði Anton leikstjóri við mig: „Ég vil að þú missir 17 kíló fyrir þetta hlutverk.“ Ég fór bara í það,“ segir leikarinn Pétur Óskar Sigurðsson sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Grimmd. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er fyrrnefndur Anton Sigurðsson. Pétur segir að eftir að þeir Anton hafi sest saman niður, rætt karakterinn og sett saman forsögu hans hafi í raun ekki komið mikið annan til greina en að losa sig við vöðvamassann sem hann hafði eytt undanförnum mánuðum í að byggja upp. „Það finnast sem sagt tvær stelpur myrtar uppî í Heiðmörk og Andri, sem ég leik flækist inn í það og svo er það bara „down the rabbit hole“.“ Rannsóknarlögreglumennirnir Edda Davíðsdóttir, sem leikin er af Margréti Vilhjálmsdóttur, og Jóhannes Schram, leikinn af Sveini Ólafi Gunnarssyni, eru kölluð til að rannsaka málið. Í einbeittri rannsókn og leit að sökudólgnum fléttast saman nokkrar sögur og erfið rannsóknin flækist en frekar. Myndin verður frumsýnd þann 21. október næstkomandi.Pétur er að vonum spenntur fyrir frumsýningunni en hann hefur bara séð nokkrar klippur úr myndinni til þessa. Vísir/EyþórPétur ráðfærði sig við lækninn og söngvara hljómsveitarinnar Diktu, Hauk Heiðar Hauksson, um þyngdartapið og segist aðallega hafa fókuserað á andlegu hliðina, það hafi nefnilega ekki reynst sérlega erfitt fyrir hann að skafa af sér kílóin. „Ég fór bara á hlaupabrettið og skíðavélina. Byrjaði rólega og setti mér svo markmið að brenna einhverju ákveðnu á dag. Svo fór ég bara að minnka matinn hægt og rólega og var farinn að borða bara kínóa, salat og hnetur í öll mál og enga próteinsjeika.“ Pétur er nú búinn að þyngja sig aftur, enda fílaði hann sig ekki sérlega vel í rúmum sextíu kílóum en þótti það samt nauðsynlegt fyrir hlutverkið. „Allar hreyfingar verða öðruvísi þegar maður er svona léttur og það þurfti að vera þarna.“ Hann tekur þó ekki fyrir það að hann myndi fara í viðlíka aðgerðir fyrir annað hlutverk svo lengi sem það bætti einhverju við hlutverkið og myndi jafnvel bæta á sig 17 kílóum ef svo bæri undir. Líkt og gefur að skilja hafði kílóamissirinn töluverð áhrif á útlit Péturs og breyttust andlitsdrættir hans töluvert auk útlits líkamanns. Hann segir vini og fjölskyldu þó hafa verið meðvitaða um hvers vegna og hvernig hann væri að grenna sig, það hafi aðallega verið fólkið í ræktinni sem veitti honum athygli. „Það var helst kannski fólkið í World Class sem maður sá að hugsaði svona: Já, þessi gaur er kominn í eitthvert rugl.“ Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni Grimmd.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 3. september. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu stikluna úr Grimmd Kvikmyndin Grimmd verður frumsýnd þann 21. október en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Margrét Vilhjálmsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. 31. ágúst 2016 13:30 Grimmd frumsýnd í október: Tvær ungar stelpur hverfa sporlaust af leikvelli í Árbænum Kvikmyndin Grimmd verður frumsýnd þann 21. október en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Margrét Vilhjálmsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. 23. ágúst 2016 15:34 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
„Á þessum tíma var ég 78 kíló og búinn að vera að buffa mig upp í ræktinni. Mér fannst það kannski ekki alveg virka fyrir þessa týpu og svo sagði Anton leikstjóri við mig: „Ég vil að þú missir 17 kíló fyrir þetta hlutverk.“ Ég fór bara í það,“ segir leikarinn Pétur Óskar Sigurðsson sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Grimmd. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er fyrrnefndur Anton Sigurðsson. Pétur segir að eftir að þeir Anton hafi sest saman niður, rætt karakterinn og sett saman forsögu hans hafi í raun ekki komið mikið annan til greina en að losa sig við vöðvamassann sem hann hafði eytt undanförnum mánuðum í að byggja upp. „Það finnast sem sagt tvær stelpur myrtar uppî í Heiðmörk og Andri, sem ég leik flækist inn í það og svo er það bara „down the rabbit hole“.“ Rannsóknarlögreglumennirnir Edda Davíðsdóttir, sem leikin er af Margréti Vilhjálmsdóttur, og Jóhannes Schram, leikinn af Sveini Ólafi Gunnarssyni, eru kölluð til að rannsaka málið. Í einbeittri rannsókn og leit að sökudólgnum fléttast saman nokkrar sögur og erfið rannsóknin flækist en frekar. Myndin verður frumsýnd þann 21. október næstkomandi.Pétur er að vonum spenntur fyrir frumsýningunni en hann hefur bara séð nokkrar klippur úr myndinni til þessa. Vísir/EyþórPétur ráðfærði sig við lækninn og söngvara hljómsveitarinnar Diktu, Hauk Heiðar Hauksson, um þyngdartapið og segist aðallega hafa fókuserað á andlegu hliðina, það hafi nefnilega ekki reynst sérlega erfitt fyrir hann að skafa af sér kílóin. „Ég fór bara á hlaupabrettið og skíðavélina. Byrjaði rólega og setti mér svo markmið að brenna einhverju ákveðnu á dag. Svo fór ég bara að minnka matinn hægt og rólega og var farinn að borða bara kínóa, salat og hnetur í öll mál og enga próteinsjeika.“ Pétur er nú búinn að þyngja sig aftur, enda fílaði hann sig ekki sérlega vel í rúmum sextíu kílóum en þótti það samt nauðsynlegt fyrir hlutverkið. „Allar hreyfingar verða öðruvísi þegar maður er svona léttur og það þurfti að vera þarna.“ Hann tekur þó ekki fyrir það að hann myndi fara í viðlíka aðgerðir fyrir annað hlutverk svo lengi sem það bætti einhverju við hlutverkið og myndi jafnvel bæta á sig 17 kílóum ef svo bæri undir. Líkt og gefur að skilja hafði kílóamissirinn töluverð áhrif á útlit Péturs og breyttust andlitsdrættir hans töluvert auk útlits líkamanns. Hann segir vini og fjölskyldu þó hafa verið meðvitaða um hvers vegna og hvernig hann væri að grenna sig, það hafi aðallega verið fólkið í ræktinni sem veitti honum athygli. „Það var helst kannski fólkið í World Class sem maður sá að hugsaði svona: Já, þessi gaur er kominn í eitthvert rugl.“ Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni Grimmd.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 3. september.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu stikluna úr Grimmd Kvikmyndin Grimmd verður frumsýnd þann 21. október en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Margrét Vilhjálmsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. 31. ágúst 2016 13:30 Grimmd frumsýnd í október: Tvær ungar stelpur hverfa sporlaust af leikvelli í Árbænum Kvikmyndin Grimmd verður frumsýnd þann 21. október en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Margrét Vilhjálmsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. 23. ágúst 2016 15:34 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Sjáðu fyrstu stikluna úr Grimmd Kvikmyndin Grimmd verður frumsýnd þann 21. október en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Margrét Vilhjálmsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. 31. ágúst 2016 13:30
Grimmd frumsýnd í október: Tvær ungar stelpur hverfa sporlaust af leikvelli í Árbænum Kvikmyndin Grimmd verður frumsýnd þann 21. október en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Margrét Vilhjálmsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. 23. ágúst 2016 15:34