Bjarni talaði mjög fyrir breytingu á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. september 2016 08:49 Frá Valhöll þegar niðurstöður prófkjörsins voru kynntar. Vísir/Friðrik Þór Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti hans í Suðvesturkjördæmi talaði mjög fyrir breytingu á lista flokksins í kjördæminu á fundi kjördæmisráðs í gær. Þetta segir Bryndís Haraldsdóttir sem skipar annað sætið á lista flokksins en hún segir að sú breyting sem gerð var á listanum í gær hafi verið mjög óvænt. Bryndís lenti í fimmta sæti í prófkjöri flokksins fyrr í mánuðinum en var færð upp í annað sætið á fundi kjördæmisráðs flokksins í gær. Í samtali við Vísi kveðst Bryndís hafa fengið að vita af breytingunni í gær og aðspurð segist hún ekki hafa gert kröfu um það að vera færð ofar á listanum. „Ég var persónulega ánægð með árangur minn í prófkjörinu þar sem ég sóttist eftir fjórða sæti en lenti í því fimmta. En ég er sammála því að það var auðvitað áfall fyrir okkur hvað listinn var einsleitur eins og niðurstaðan var úr prófkjörinu og þetta er þá einhver leið til að bregðast við því.“ Bjarni skipar 1. sæti listans en þrír karlar, þar af tveir þingmenn flokksins, færast niður um eitt sæti á listanum við breytinguna. Þannig skipar Jón Gunnarsson nú þriðja sætið, Óli Björn Kárason er í fjórða sætið og Vilhjálmur Bjarnason í því fimmta. Aðspurð hvernig stemningin hafi verið á fundinum og hvort samstaða hafi verið um þessar breytingar segir Bryndís: „Það var mjög eindregin kosning með þessu en auðvitað skiptist fólk á skoðunum um málið. En formaður flokksins talaði líka mjög fyrir þessari breytingu.“ Það er engum ofsögum sagt að gustað hafi um Sjálfstæðisflokkinn síðustu vikur vegna stöðu kvenna í flokknum. Þannig sögðu nokkrar þungavigtarkonur sig úr Sjálfstæðisflokknum í liðinni viku, þar á meðal formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna.En telur Bryndís að þessi breyting nú muni hafa einhver áhrif og jafnvel bæta ásýnd flokksins út á við? „Ég treysti mér ekki til að segja til um það en þetta sýnir þó allavega að flokkurinn er tilbúinn að bregðast við aðstæðunum sem komu upp hjá okkur í prófkjörinu í Suðvesturkjördæmi og mér finnst það að mörgu leyti mjög kjörkuð niðurstaða og virðingarvert af þessum ágætu þingmönnum sem lentu í sætunum fyrir ofan mig að sætta sig við þessa tilfærslu. Þetta sýnir að flokkurinn er einhuga um það að konur eiga að veljast til jafns við karla í stöður innan flokksins.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: Bryndís í annað sætið Breytingin var samþykkt á fundi Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu í kvöld. 29. september 2016 22:18 Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31 Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti hans í Suðvesturkjördæmi talaði mjög fyrir breytingu á lista flokksins í kjördæminu á fundi kjördæmisráðs í gær. Þetta segir Bryndís Haraldsdóttir sem skipar annað sætið á lista flokksins en hún segir að sú breyting sem gerð var á listanum í gær hafi verið mjög óvænt. Bryndís lenti í fimmta sæti í prófkjöri flokksins fyrr í mánuðinum en var færð upp í annað sætið á fundi kjördæmisráðs flokksins í gær. Í samtali við Vísi kveðst Bryndís hafa fengið að vita af breytingunni í gær og aðspurð segist hún ekki hafa gert kröfu um það að vera færð ofar á listanum. „Ég var persónulega ánægð með árangur minn í prófkjörinu þar sem ég sóttist eftir fjórða sæti en lenti í því fimmta. En ég er sammála því að það var auðvitað áfall fyrir okkur hvað listinn var einsleitur eins og niðurstaðan var úr prófkjörinu og þetta er þá einhver leið til að bregðast við því.“ Bjarni skipar 1. sæti listans en þrír karlar, þar af tveir þingmenn flokksins, færast niður um eitt sæti á listanum við breytinguna. Þannig skipar Jón Gunnarsson nú þriðja sætið, Óli Björn Kárason er í fjórða sætið og Vilhjálmur Bjarnason í því fimmta. Aðspurð hvernig stemningin hafi verið á fundinum og hvort samstaða hafi verið um þessar breytingar segir Bryndís: „Það var mjög eindregin kosning með þessu en auðvitað skiptist fólk á skoðunum um málið. En formaður flokksins talaði líka mjög fyrir þessari breytingu.“ Það er engum ofsögum sagt að gustað hafi um Sjálfstæðisflokkinn síðustu vikur vegna stöðu kvenna í flokknum. Þannig sögðu nokkrar þungavigtarkonur sig úr Sjálfstæðisflokknum í liðinni viku, þar á meðal formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna.En telur Bryndís að þessi breyting nú muni hafa einhver áhrif og jafnvel bæta ásýnd flokksins út á við? „Ég treysti mér ekki til að segja til um það en þetta sýnir þó allavega að flokkurinn er tilbúinn að bregðast við aðstæðunum sem komu upp hjá okkur í prófkjörinu í Suðvesturkjördæmi og mér finnst það að mörgu leyti mjög kjörkuð niðurstaða og virðingarvert af þessum ágætu þingmönnum sem lentu í sætunum fyrir ofan mig að sætta sig við þessa tilfærslu. Þetta sýnir að flokkurinn er einhuga um það að konur eiga að veljast til jafns við karla í stöður innan flokksins.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: Bryndís í annað sætið Breytingin var samþykkt á fundi Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu í kvöld. 29. september 2016 22:18 Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31 Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira
Breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: Bryndís í annað sætið Breytingin var samþykkt á fundi Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu í kvöld. 29. september 2016 22:18
Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31
Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41